Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 4
116 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 123 Þórbergur Þórsson, Ragnar Bjarnason, Soffía Jónasdóttir, Berglind Jónsdóttir Graves-sjúkdómur í börnum og unglingum á Íslandi á árunum 2001-2021 Graves er sjálfsónæmissjúkdómur þar sem sjálfsmótefni gegn viðtaka stýrihormóns skjald- kirtils valda of mikilli myndun skjaldkirtilshormóna. Sjúkdómurinn er algengari meðal kvenna og er heldur sjaldgæfari í börnum en fullorðnum. 131 Anna Kristín Gunnarsdóttir, Magnús Gottfreðsson, Helga Erlendsdóttir Ífarandi sýkingar af völdum Bacillus-tegunda á Íslandi árin 2006-2018 Bacillus er sjaldgæf orsök ífarandi sýkinga en ónæmisbældir einstaklingar, þeir sem hafa undirgengist aðgerðir og þeir sem neyta vímuefna í æð eru í sérstakri áhættu. Hér er reynt að meta nýgengi ífarandi sýkinga með Bacillus á lýðgrundaðan hátt í fyrsta skipti svo höfundum sé kunnugt. 137 Björn Gunnarsson, Kristrún María Björnsdóttir, Sveinbjörn Dúason Sjúkraflug á Íslandi 2012-2020 Það skiptir máli að koma veikum og slösuðum sem fyrst á sjúkrahús. Í þróuðum löndum eru farartæki til sjúkraflutninga staðsett vítt og breitt og notaðar þyrlur eða flugvélar þar sem flutningstími er langur eða vegalengdir miklar. Hérlendis var stigið stórt fram- faraskref þegar miðstöð sjúkraflugs var stofnsett á Akureyri í mars 2002. F R Æ Ð I G R E I N A R 3. tölublað · 108. árgangur · 2022 119 Karl G, Kristinsson Þögli faraldurinn – sýklalyfjaónæmi Því miður hefur COVID-19 orðið til þess að öll áhersla heilbrigðiskerfa heimsins hefur farið í að bregðast við honum. Heimurinn hefur þannig misst mikilvæga samfellu í aðgerðum gegn sýklalyfjaónæmi. Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif það mun hafa á útbreiðslu sýkla- lyfjaónæmis. L E I Ð A R A R Rétt á milli appelsínugulu febrúaróveðursslyddusuddahryðjanna náðist þessi mynd af stóra grunninum framan við Landspítalann þar sem með- ferðarkjarninn er að tosast upp úr jörðinni. Þetta er mikið implant, stærsta byggingin á lóðinni og á að vera tilbúin til notkunar árið 2025. Ef til vill ger- ist það í tíð Runólfs Pálssonar sem forstjóra. – Efnið úr grunninum er notað í landfyllingu við Bryggjuhverfið og Ánanaust. Á FORSÍÐU Landspítalinn 2022 121 Haraldur Már Guðnason Þróun verkja og verkjalyfja Engin ein uppskrift er fyrir alla og mikilvægt að upplýsa sjúklinga um horfur og meðferð sem gæti hjálpað þeim að snúa aftur til eðlilegs lífs, þrátt fyrir verkina, því hér er aukin hreyfing eða virkni betri mæling á meðferð en nokkur verkjaskali. Ásvaldur Kristjánsson tók myndirnar fyrir Læknablaðið

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.