Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 20
132 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 ment) ef gram­jákvæðir stafir vaxa frá blóði ónæmisbældra sjúk­ linga vegna myndunar beta­laktamasa B. cereus. Vankómýsín er því talið ákjósanlegt val áður en niðurstöður næmisprófa liggja fyrir.13 EUCAST (The European Committee on Antimicrobial Susceptibility Testing) mælir með því að athuga helst næmi fyr­ ir eftir farandi lyfjum: vankómýsíni, flúrokínólónum, imipenem, meropenem linezólíð, erýþrómýsíni og klindamýsíni.14 Bacillus finnst víða í umhverfinu og getur því verið meng­ unarvaldur í blóðræktunum.2 Í þessari rannsókn var leitast við að varpa ljósi á Bacillus sem orsök ífarandi sýkinga, leita leiða til að greina á milli raunverulegra sýkinga og mengunar og kortleggja nýgengi, birtingarmynd og afdrif þeirra sem greindust á Landspít­ ala árabilið 2006­2018. Efniviður og aðferðir Skilgreining þýðis og skráning upplýsinga Rannsóknin er lýsandi og afturskyggn. Upplýsinga var aflað um þá sem höfðu jákvæða ræktun á Bacillus frá blóði, mænuvökva eða liðvökva á 13 ára tímabili, frá 1. janúar 2006 til 31. desember 2018, á sýkla­ og veirufræðideild Landspítala. Fram til ársins 2017 var bakterían tegundagreind með hefðbundnum tiltækum aðferðum. Þær helstu voru gerjunarpróf og vöxtur á valætum eins og MYP agar og Bacillus cereus agar. Frá og með 2017 voru allir stofnar tegundagreindir með massagreini (MaldiTof), sem er mun ná­ kvæmari tegundagreining. Höfundar settu saman skilmerki til að flokka tilfellin nánar sem staðfesta sýkingu, mögulega sýkingu eða mengun (tafla I). Markmiðið var að formgera klíníska nálgun þegar bakteríur af ættkvíslinni greinast í blóði, lið­ eða mænuvökva. Tilfellunum var auk þess skipt í þrjá hópa á grundvelli undirliggjandi áhættuþátta og sjúkdóma: a) einstaklingar með virka sprautunotkun vímuefna, b) sjúklingar með virkan illkynja sjúkdóm (nýlega greindan og/eða á meðferð) og c) aðrir. Dæmi um undirliggjandi sjúkdóma í hópn­ um „aðrir” var langvinn lungnateppa, hjarta­ og æðasjúkdóm­ R A N N S Ó K N ar, alkóhólismi, lyfjafíkn og geðsjúkdómar en auk þess voru þar einstaklingar sem þurftu að gangast undir inngrip eða voru með áverka. Ítarlegri upplýsingum var safnað fyrir þá einstaklinga sem voru taldir með staðfesta sýkingu eða mögulega sýkingu, þar á meðal vinnugreining í legu, hvort viðkomandi fékk hita í kring­ um dagsetningu jákvæðrar ræktunar, gildi á CRP, hvort grunur var um hjartaþelsbólgu, fjöldi blóðræktunarsetta sem voru tekin á hverjum tímapunkti, hvort önnur örvera ræktaðist auk Bacillus, hvort viðkomandi lést í þeirri legu sem Bacillus ræktaðist og hvort um spítalasýkingu (nosocomial) hafi verið að ræða. Tölfræði og leyfi Notað var Excel og tölfræðiforritið R við úrvinnslu tölfræðigagna. Tölfræði var að mestu lýsandi en auk þess var framkvæmt Fishers exact­próf til að bera saman hlutfall stofna með penisillínónæmi. Einnig var notað Kruskal­Wallis próf til að bera saman meðalald­ ur. Tvíhliða p<0,05 var talið marktækt. Til að reikna nýgengi var miðað við upptökusvæði Landspítala og notuð gögn frá Hagstofu Íslands og reikniforritið Excel. Leyfi fyrir rannsókninni fengust frá framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala, siðanefnd spítal­ ans (nr: 47/2013 ásamt seinni tíma viðbót) og Persónuvernd. Niðurstöður Sjúklingar og hópar Alls greindust 126 manns með Bacillus í blóði, mænuvökva eða lið­ vökva á tímabilinu. Þar af voru 117 með jákvæða ræktun frá blóði og 8 frá liðvökva en í einu tilfelli ræktaðist bakterían bæði frá blóði og liðvökva hjá sama einstaklingi. Bakterían ræktaðist frá mænu­ vökva í tveimur tilfellum. Eftir yfirferð sjúkragagna samkvæmt skilmerkjum (tafla I) var Bacillus talinn staðfestur sýkingarvaldur í 26 tilfellum, valdur að mögulegri sýkingu í 10 tilfellum en meng­ unarvaldur í alls 90 tilfellum (tafla II), eða 71,4%. Sjúklingar með jákvæðar ræktanir voru á aldrinum 0­93 ára, 84 karlar og 42 kon­ ur. Ekki reyndist marktækur munur á aldri sjúklinga með stað­ Tafla I. Skilmerki sem sett voru fram til að flokka Bacillus-tilfelli sem staðfesta sýkingu, mögulega sýkingu eða mengun. Einstaklingar voru taldir í flokkn- um staðfest sýking ef þeir uppfylltu eitt meiriháttar skilmerki og þrjú minniháttar skilmerki hið minnsta, eða 5 minniháttar skilmerki. Einstaklingar voru taldir í flokknum möguleg sýking ef þeir uppfylltu eitt meiriháttar skilmerki og tvö minniháttar skilmerki eða þrjú minniháttar skilmerki. Meiriháttar skilmerki Minniháttar skilmerki ≥2 jákvæðar blóðræktanir frá sama stað en á ólíkum tíma Ein jákvæð blóðræktun, að því gefnu að Bacillus er talinn líklegasti orsakavaldur einkenna ≥2 jákvæðar blóðræktanir frá ólíkum stöðum á sama tíma Ein jákvæð liðvökvaræktun, að því gefnu að Bacillus er talinn líklegasti orsakavaldur einkenna Jákvæð mænuvökvaræktun og klínísk einkenni um heilahimnubólgu eru uppfyllt, auk þess sem enginn annar sýkingavaldur finnst Hiti >38°C ≥2 jákvæðar liðvökvaræktanir frá sama stað en á ólíkum tíma Kerfiseinkenni Áhættuþættir (inngrip, aðskotahlutur, ónæmisbæling og vímuefnanotkun í æð innan tveggja sólarhringa) Rannsóknarniðurstöður sem benda til sýkingar (hbk >10 eða <4 x 109, CRP >50 mg/L). Miðað við versta gildi <24 klukkustundum frá því að ræktun er tekin og ekki aðrar líklegar útskýringar Bruni

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.