Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 40
152 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 „Þá var bónus að geta farið saman á ráðstefnur, verið með sitthvort erindið og rætt hlutina.“ Þau hafi náð góðum tengslum, til að mynda við innkirtla­ og sykursýkislækna í Danmörku í gegnum IDDC (Icelandic Danish Diabetes Club), í gegnum Ástráð Einarsson. Sterk tengsl við Bandaríkin En nú komin með samstarfssamninga í Bandaríkjunum, var erfið ákvörðun að koma heim eftir að sérnáminu lauk? „Thor er fæddur í New York og því bandarískur ríkisborgari. Ég var með græna kortið vegna hans. Okkur voru því allir vegir færir. Við gátum farið hvert sem er. Þetta var ekkert auðveld ákvörðun,“ segir Arna. „Einmitt,“ samsinnir Thor, en hér heima hafi opnast stöður fyrir þau bæði þegar námi lauk. Fyrir hann hjá Hjarta­ vernd og hana sem innkirtlalækni á Landspítala. Þau hafi átt von á öðru barni. „Mér fannst erfitt fyrstu árin heima og hugsaði oft til þess að maður hefði átt að taka aðra ákvörðun,“ segir hún. Thor segir í gríni frá því að líf hans hefði orðið ann­ að í hinu heimalandinu, enda kollegarnir í deildinni hans ytra oft bent honum á að hann gæti átt náðuga daga heima þar sem makinn væri læknir. „Líf þitt er á beinu brautinni. Þú þarft ekkert að vinna,“ segir hann að þeir hafi sagt, og hlær. En bjó hann sem barn í Bandaríkjunum? „Nei, nei, en bræður mínir ólust þar upp fram að grunn­ skólaaldri. Tengslin við Bandaríkin voru sterk og við fórum alltaf til Ameríku í frí. Ég hafði ekki komið til meginlands Evrópu fyrr en eftir útskrift.“ Hún grípur inn í: „Hann hafði aldrei komið norður í land. Nánast ekki farið upp Ártúnsbrekk­ una,“ og Húsvíkingurinn hún því dregið hann norður tvær helgar í röð á fyrsta ári sambandsins. Bandaríkin bíða „Það var frábært og gaman að kynnast einhverju öðru,“ segir Thor og þau fari nú oft norður í fríum. Þótt þau séu í ein­ angrun er mikið gera. En mun það breyta sjónarhorni þeirra að hafa nú sjálf fengið COVID­19? „Það er lærdómsríkt. Miðað við að vera þríbólusett og samt svona lengi kvefuð býð ég ekki í hvernig við hefðum verið án bólusetningar,“ segir Arna. Thor segir að hann hugsi strax um háa dánartíðni hjá óbólusettum. Eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi „Ég tek undir með Runólfi að það þurfi að straumlínulaga hvað Landspítali á að gera og hvað getur farið fram annars staðar,“ segir Arna um orð nýs forstjóra Landspítala, Runólfs Pálssonar. „Við eigum ekki að vera hrædd við að nýta þekkinguna sem leynist víða í kerf­ inu. Landspítali á ekki að vera svona yfirgnæfandi og gera allt,“ segir hún. Arna og Thor segjast alltaf hafa verið sammála um að íslenska heilbrigðiskerfið sé eitt það besta á heimsvísu. „Það er svo mikilvægt að við heilbrigðisstarfsfólk höldum því á lofti,“ segir hún. Fráflæðisvandinn sé til að mynda ekki spurning um vonda þjónustu heldur peninga. „Þetta hruma eldra fólk sem er teppt á spítal­ anum fær toppþjónustu þótt það eigi betur heima annars staðar.“ Thor bendir á að viðbrögðin hér heima við COVID­faraldrinum kristalli þetta. „Ég hugsa að við værum með tvöfalt fleiri innlagnir á sjúkrahúsið hefðum við ekki svona gott heilbrigðiskerfi.“ Göngudeildin og aðrar stoðdeildir sem vinni að forvörnum hafi þar ráðið úrslitum. „Það gleymist að við gátum snúið á faraldurinn og lagt færri inn. Það er mikils virði. Við ættum að draga oftar það jákvæða fram í stað þess að einblína á það neikvæða.“ „Þær eru hrikalega háar og veikindin meiri. En þetta er ekki nein venjuleg pest og ég hef aldrei verið veikur svona lengi. Ég er ekki alvarlega veikur en ég finn að ég er veikur. Þyngsli, hæsi og hósti. Ég er móður þegar ég fer upp stigann. Þetta er eitthvað annað.“ En sjá þau fyrir sér að búa í Banda­ ríkjunum seinna meir? „Ég væri alveg til í að flytja þangað,“ segir Arna. Thor grípur þráðinn. „Já, þau eru svo fjölbreytt. Bandaríkin eru mörg lönd og maður get­ ur valið úr.“ Margt sé svo heillandi við Bandaríkin. „Já, kannski maður eyði ellinni í Flór­ ída,“ segir hún dreymin. „Nýja Mexíkó,“ bætir hann við. Við varðveitum gögnin þín 2035090 2035090 Auðvelt Öruggt Þægilegt Einfalt ekki satt GAGNAGEYMSLAN Gagnageymslan ehf. · Smiðshöfða 1, 110 Reykjavík · 587 9800 www.gagnageymslan.is · gagnageymslan@gagnageymslan.is Nafn Númer kassa Innihald Geymslutími • Þú hringir í 587 9800 eða sendir okkur tölvupóst • Við komum með tóma kassa og strikamerki • Þú skráir gögnin, setur í kassana, límir strikamerkin á og lætur okkur vita • Við komum og förum með kassana í örugga geymslu þar sem þú hefur alltaf aðgang að þeim • Við pössum gögnin í vöktuðu rými við bestu aðstæður þangað til þú vilt fá þau aftur, skoða þau eða taka til þín Arna og Thor segjast alltaf hafa verið sammála um að íslenska heilbrigðiskerfið sé eitt það besta á heimsvísu. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.