Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 49
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 161 F R Á L Æ K N A F É L A G I Í S L A N D S 1 Eliquis (apixaban) 2,5 mg og 5 mg filmuhúðaðar töflur. Ábendingar: Eliquis 2,5 mg: Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti. Eliquis 2,5 mg og 5 mg: Forvörn gegn heilaslagi og segareki í slagæð hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum (non-valvular atrial fibrillation, NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, svo sem sögu um heilaslag eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic attack, TIA), aldur ≥ 75 ára, háþrýstingi, sykursýki eða hjartabilun með einkennum (NYHA flokkur ≥ II). Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum (DVT) og lungnasegareki (PE), og forvörn gegn endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og lungnasegareki hjá fullorðnum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Virk blæðing sem hefur klíníska þýðingu. Lifrarsjúkdómar sem fylgir blóðstorkukvilli og blæðingarhætta sem hefur klíníska þýðingu. Vefjaskemmdir eða kvillar ef það er talið vera áhættuþáttur fyrir verulegri blæðingarhættu. Þar með talið nýlegur eða virkur sárasjúkdómur í meltingarvegi, illkynja æxli með mikilli blæðingarhættu, nýlegir áverkar á heila eða mænu, nýleg skurðaðgerð á heila, mænu eða auga, nýleg innankúpublæðing, æðahnútar í vélinda eða grunur um slíkt, slagæða- og bláæðatenging, æðagúlar eða meiriháttar óeðlilegar æðar í mænu eða heila. Samhliða meðferð með öðru segavarnarlyfi, t.d. ósundurgreint (unfractionated) heparín, létt (low molecular weight) heparín (enoxaparin, dalteparin, o.s.frv.), heparín afleiður (fondaparinux, o.s.frv.), segavarnarlyf til inntöku (warfarín, rivaroxaban, dabigatran, o.s.frv.), nema í þeim sérstöku tilvikum þegar skipt er um meðferð með segavarnarlyfjum, ef ósundurgreint heparín er gefið í skömmtum sem duga til að viðhalda opnum æðalegg í miðlægri bláæð eða slagæð eða þegar ósundurgreint heparín er gefið meðan á brennsluaðgerð með hjartaþræðingu vegna gáttatifs stendur. Nálgast má upplýsingar um lyfið og samantekt á eiginleikum þess, fylgiseðil, verð og greiðsluþátttöku á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Bristol-Myers Squibb/Pfizer EEIG. Samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) dags. 15. apríl 2021 Sá sem ávísar lyfinu þarf að hafa kynnt sér fræðsluefni (RMP) fyrir lyfið og tiltekið fræðsluefni ætlað sjúklingum (öryggisspjald fyrir sjúklinga) áður en notkun lyfsins hefst. Ef óskað er eftir fræðsluefni eða frekari upplýsingum má hafa samband við umboðsaðila: Icepharma hf., Lynghálsi 13, 110 Reykjavík, sími 540 8000. Prolia 60 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Heiti virkra efna: denosumab. Ábendingar: Meðferð við beinþynningu eftir tíðahvörf hjá konum og karlmönnum sem eru í aukinni hættu á beinbrotum. Prolia dregur marktækt úr hættu á samfallsbrotum í hryggjarliðum, öðrum beinbrotum og mjaðmarbrotum hjá konum eftir tíðahvörf. Meðferð við beintapi í tengslum við hormónabælingu hjá karlmönnum með blöðruháls- kirtilskrabbamein sem eru í aukinni hættu á beinbrotum. Hjá karlmönnum með blöðru- hálskirtilskrabbamein sem fá hormónabælandi meðferð dregur Prolia marktækt úr hættu á samfallsbrotum í hryggjarliðum. Meðferð við beintapi sem tengist langtíma altækri meðferð með sykursterum hjá fullorðnum sjúklingum sem eru í aukinni hættu á beinbrotum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna, blóðkalsíumlækkun. Nálgast má upplýsingar um lyfið, fylgiseðil þess og gildandi samantekt á eiginleikum lyfs á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is Markaðsleyfi lyfsins er háð sérstökum skilyrðum. Lyfinu fylgir fræðsluefni fyrir lækna og sjúklinga sem sá sem ávísar lyfinu þarf að hafa kynnt sér og kynnt það sem við á fyrir sjúklingi ásamt því að afhenda honum efni ætlað sjúklingum til varðveislu. Markaðsleyfishafi: Amgen Europe B.V. Fyrir nánari upplýsingar um lyfið og/ eða pöntun á fræðsluefni skal hafa samband við umboðsaðila á Íslandi sem er Vistor hf., sími: 535-7000. Texti SmPC var síðast samþykktur í júlí 2021 Repatha 140 mg stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna. Heiti virkra efna: evolocumab. Ábendingar: Kólesterólhækkun og blönduð blóðfituröskun: Repatha er ætlað, til viðbótar við sérstakt mataræði, til notkunar hjá fullorðnum með frumkomna kólesterólhækk- un (arfblendna ættgenga kólesterólhækkun og kólesterólhækkun sem ekki er arfgeng) eða blandaða blóðfituröskun og hjá börnum 10 ára og eldri með arfblendna ættgenga kólesterólhækkun: í samhliða- meðferð með statíni eða statíni með öðrum blóðfitulækkandi meðferðum hjá sjúklingum sem ná ekki viðmiðunarmörkum LDL kólesteróls við hámarksþolskammt statína eða eitt og sér eða í samsetningu með öðrum blóðfitulækkandi meðferðum hjá sjúklingum sem ekki þola statín eða mega ekki nota statín. Arfhrein ættgeng kólesterólhækkun: Repatha er ætlað til notkunar hjá fullorðnum og börnum 12 ára og eldri með arfhreina ættgenga kólesterólhækkun samhliða öðrum blóðfitulækkandi meðferðum. Staðfestur hjarta- og æðasjúkdómur vegna æðakölkunar: Repatha er ætlað fullorðnum með staðfestan hjarta- og æðasjúkdóm vegna æðakölkunar (hjartadrep, slag eða útæðasjúkdóm) til að draga úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum með lækkun LDL kólesteról gilda, sem viðbót við að ná tökum á öðrum áhættuþáttum í samsetningu með þeim hámarksskammti sem þolist af statínum með eða án annarra blóðfitulækkandi meðferða eða eitt og sér eða í samsetningu með öðrum blóðfitulækkandi meðferðum hjá sjúklingum sem ekki þola statín eða mega ekki nota statín. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Markaðsleyfishafi: Amgen Europe B.V. Nálgast má upplýsingar um lyfið, fylgiseðil þess og gildandi samantekt á eiginleikum lyfs á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is. Heimildir 1. Arngrímsson R. Hvað þarf marga lækna á Íslandi – mannaflaspá til 2040. Morgunblaðið 2021: 8. nóv. 2. Sérfræðinám lækna og framtíðarmönnun ­ skýrsla starfs­ hóps (stjornarradid.is). Heilbrigðisráðuneytið, Reykjavík 2020. sem vantar nú. Þá er sleginn varnagli við því að það á eftir að taka tillit til fjölgunar erlendra ríkisborgara og ferðamanna og áhrifa þess á fjölda lækna. Líklegt er því að vöntunin verði enn meiri að teknu tillit til þessara þátta (mynd 3). Nám lækna er langt. Það tekur að minnsta kosti 12­15 ár að mennta sér­ fræðilækna. Því er mikilvægt að bregðast tímanlega við komandi viðbótarþörf á framtíðarmönnun læknastarfa innan ís­ lenska heilbrigðiskerfisins. Í skýrslunni Sérfræðinám lækna og framtíðarmönnun sem gefin var út af heilbrigðisráðu­ neytinu árið 2020 kemur fram að víða á landsbyggðinni séu ómönnuð stöðugildi lækna.2 Ljóst er að á komandi árum verður enn meiri þörf fyrir fleiri lækna vegna vaxandi verkefna. Er það meðal annars vegna breyttrar aldurssamsetn­ ingar þjóðarinnar og til að efla getu heilbrigðiskerfisins til að bregðast við alvarlegum uppákomum. Má þar meðal annars nefna hópslys, öldrunartengda og árstíðarbundna smitsjúkdóma auk heimsfaraldurs eins og nú geisar. Tryggja þarf mönnun lækna, sem og annarra heilbrigðisstarfsmanna, innan heilbrigð­ iskerfisins bæði nú og í náinni framtíð svo hægt sé að veita nauðsynlega heil­ brigðisþjónustu á hverjum tíma. Mynd 3. Mannaflaspá starfandi lækna á Íslandi 2020-2040

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.