Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 28
140 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N tilvikum. Mestur fjöldi sjúklinga frá Akureyri (n=1418), Reykjavík (n=1328), Egilsstöðum (n=805) og Vestmannaeyjum (n=721). Sjúk­ l ingar sem voru fluttir frá Reykjavík voru yfirleitt í lágum for­ gangsflokki á leið heim eftir aðgerð eða legu. Gjögur, Blönduós, Grímsey, Húsavík og Þórshöfn voru með færri en 10 sjúklinga á ári að meðaltali. Mynd 6 er kort af Íslandi þar sem hver hringur táknar flugvöll sem var lendingarstaður sjúklinga á tímabilinu og stærð hrings er í samræmi við fjölda. Aðeins eru sýndir flugvellir með einn eða fleiri sjúklinga á ári að jafnaði. Lendingarstaður var skráður í 99,2% tilvika. Tveir þriðju sjúklinga voru fluttir til Reykjavíkur (n=3937) og fimmtungur til Akureyrar (n=1139). Viðbragðstími í F-1 og F-2 flutningum Miðgildi viðbragðstíma fyrir allt tímabilið var 84 mínútur og spönn núll til 2870 mínútur. Í þrjú skipti var viðbragðstími lengri en sólarhringur (1440 mínútur). Við samanburð á lógaritma af við­ bragðstíma eftir árum með einhliða fervikagreiningu reyndist munur ekki marktækur (F=0,761; DF 8, 2799; p<0,63). Heildarflutningstími í F-1 og F-2 flutningum Mynd 7 sýnir kassarit (modified boxplot) af heildarflutningstíma í F­1 og F­2 sjúkraflugum á rannsóknartímabilinu. Miðgildi var 150 mínútur og spönn 50 til 2930 mínútur. Dreifingin var því mjög skekkt til hægri og útlagar með lengri en 360 mínútna flutnings­ tíma eru ekki sýndir. Við samanburð á lógaritma af heildarflutn­ ingstíma á milli ára með einhliða fervikagreiningu kom í ljós mun­ ur (F=2,56; DF=8, 2793; p=0,009). Frekari greining með Tukey­prófi sýndi að borið saman við árið 2012 var heildarflutningstími lengri árin 2017 (p=0,017) og 2020 (p=0,015). Mynd 8 og tafla II sýna niðurstöður fyrir heildarflutningstíma í F­1 og F­2 sjúkraflugum frá 10 flugvöllum með flestar brottfarir. Þar sem dreifingin er mikið skekkt til hægri eru meðaltöl í töflu II talsvert hærri en miðgildi á mynd 8. Við samanburð á lógaritma af heildarflutningstíma á milli flug­ valla með einhliða fervikagreiningu kom í ljós munur (F=32,19; DF 9, 2678; p<0,001). Niðurstöður frekari greiningar með Tukey­prófi eru sýndar í töflu II. Þar sést að Egilsstaðir, Norðfjörður, Höfn og að nokkru leyti Ísafjörður skáru sig úr með lengstan heildarflutn­ ingstíma. Heildarflutningstími frá Vestmannaeyjum var mjög svipaður og frá Sauðárkróki og Húsavík. Umræða Mikilvægasta niðurstaða þessarar rannsóknar er að viðbragðs­ tími og heildarflutningstími í forgangssjúkraflugi er oft lang ur, en miðgildi viðbragðstíma var 84 mínútur og miðgildi heildar­ flutningstíma 150 mínútur. Í hópi 10 stærstu brottfararstaða var heildarflutningstími frá Norðfirði, Egilsstöðum, Höfn og Ísafirði lengstur, sem skýrist af tiltölulega mikilli fjarlægð þeirra frá bæði Akureyri og Reykjavík. Í rannsókn á 33 sjúklingum með ST­hækk­ unar hjartadrep (STEMI) á Norður­ og Austurlandi á árunum 2007 og 2008 kom í ljós að miðgildi heildarflutningstíma var á 187 mín­ útur.8 Þetta er heldur lengri tími en í okkar rannsókn og skýringin væntanlega sú að mælt var frá fyrstu samskiptum við lækni í hér­ Mynd 6. Lendingarstaðir og fjöldi sjúklinga. Mynd 8. Kassarit af heildarflutningstíma frá flugvöllum með flestar brottfarir. BIU: Bíldudalur, IFJ: Ísafjörður, SAK: Sauðárkrókur, AEY: Akureyri, HZK: Húsavík, VPN: Vopnafjörður, EGS: Egilsstaðir, NOR: Norðfjörður: HFN: Höfn í Hornafirði: VEY: Vestmannaeyjar. Mynd 7. Heildarflutningstími í F-1 og F-2 sjúkraflugum. Þykka lárétta línan er mið- gildi, neðri brún á kassa er við 25. prósentumörk og efri brún við 75. prósentumörk. Skeggið nær allt að einni og hálfri kassalengd frá brúnum kassans og punktarnir sem eru fjær eru útlagar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.