Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 29
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 141 R A N N S Ó K N aði að komu á bráðamóttöku Landspítala. Í annarri rannsókn á 112 sjúklingum sem voru fluttir frá stað utan höfuðborgarsvæðisins til Landspítala með STEMI á árunum 2011 og 2012 kom í ljós að að­ eins 21% sjúklinga komst í kransæðavíkkun innan 120 mínútna.9 Helmingur þessara sjúklinga var fluttur með sjúkrabíl og helm­ ingur með loftfari, þar af aðeins þrír með þyrlu. STEMI er gott dæmi um tímanæm (time-sensitive eða time- critical) veikindi eða ástand, þar sem árangur meðferðar (kransæðavíkk­ un) er í öfugu hlutfalli við tímalengd frá upphafi veikinda til meðferðar. Margskonar önnur veikindi geta fallið undir þetta, til dæmis eitranir, slag, lost og hótandi fyrirburafæðing. Við þekkjum enga góða skilgreiningu á tímanæmum veikindum og oft er mjög vandasamt, eða jafnvel ómögulegt, að ákvarða hversu miklar líkur eru á bráðri versnun eða alvarlegum afleiðingum slysa og veik­ inda.10 Það er því alls ekki svo að allir sjúklingar í sjúkraflugi með mesta forgangi hafi ávinning af stuttum flutningstíma, en fyrir­ fram er erfitt um það að dæma og líklega eru nokkuð margir fluttir í forgangi fyrir hvern einn sem nýtur verulega góðs af því. Það er engin leið að draga nákvæmar ályktanir um þetta út frá okkar gögnum, en það má fullyrða að 150 mínútur eru mjög langur tími þegar um er að ræða alvarleg tímanæm veikindi. Margir rekstraraðilar koma með einum eða öðrum hætti að sjúkraflugi og sjálfsagt margt hægt að gera til að stytta flutnings­ tíma ef allir leggjast á árarnar. Sem dæmi má nefna að þjónustu­ stig á mörgum smærri flugvöllum er orðið afar lágt. Þetta á við um vakt umsjónarmanna og snjóruðning af flugbrautum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta og margt annað getur valdið seinkunum og stund­ um hefur ekki verið hægt að verða við beiðnum um sjúkraflug vegna þessa. Lengstu tafir á rannsóknartímabilinu urðu þó vegna óveðurs sem kom í veg fyrir flug, en okkur virðist vanta bæði betri yfirsýn yfir atvik og markvissari leiðir til úrbóta í þjónustu sjúkra­ flugs. Ein möguleg leið er að sérstök stofnun, gjarnan í eigu heil­ brigðis umdæma sem nota þjónustuna, hafi yfirumsjón með öllu Greinin barst til blaðsins 22. ágúst 2021, samþykkt til birtingar 5. janúar 2022. Tafla II. Heildarflutningstími frá flugvöllum með flestar brottfarir: fjöldi brottfara, meðaltal í mínútum, staðalfrávik og p gildi fyrir samanburð með Tukeys-prófi. Tukeys-próf Flugvöllur n Meðaltal SF BIU IFJ SAK AEY HZK VPN EGS NOR HFN VEY Bíldudalur 126 168 145 - 0,101 0,895 0,276 0,958 1,000 <0,001 <0,001 0,010 0,921 Ísafjörður 244 201 236 0,101 - 0,002 <0,001 0,035 <0,001 0,415 0,052 0,999 <0,001 Sauðárkrókur 74 143 35 0,895 0,002 - 1,000 1,000 0,967 <0,001 <0,001 <0,001 1,000 Akureyri 656 157 127 0,276 <0,001 1,000 - 1,000 0,698 <0,001 <0,001 <0,001 0,860 Húsavík 42 144 49 0,958 0,035 1,000 1,000 - 0,985 <0,001 <0,001 <0,001 1,000 Vopnafjörður 77 155 45 1,000 0,224 0,967 0,698 0,985 - <0,001 <0,001 0,049 0,991 Egilsstaðir 571 190 85 <0,001 0,415 <0,001 <0,001 <0,001 <0,001 - 0,852 0,916 <0,001 Norðfjörður 182 198 69 <0,001 0,052 <0,001 <0,001 <0,001 <0,001 0,852 - 0,254 <0,001 Höfn 287 186 105 0,010 0,999 <0,001 <0,001 <0,001 0,049 0,916 0,254 - <0,001 Vestmannaeyjar 429 159 129 0,921 <0,001 1,000 0,860 1,000 0,991 <0,001 <0,001 <0,001 - sem viðkemur sjúkraflugi. Slíkt fyrirkomulag hefur verið í Noregi til margra ára. Rétt val á flutningsleiðum skiptir líka mjög miklu máli og vekur það athygli hversu sjaldan sjúklingar með STEMI voru fluttir með þyrlu á árunum 2011 og 2012. Komi til lokana á flugvöllum er líklegt að flutningstími lengist. Það ber sérstaklega að hafa í huga í því sambandi að tími vegna flutnings frá flugvelli til Landspítala eða Sjúkrahússins á Akureyri er nú mjög stuttur. Lokun Reykjavíkurflugvallar myndi hafa verstu möguleg áhrif þar sem langflestir sjúklingar með tímanæma sjúkdóma eru flutt­ ir þangað. Ályktun Heildarflutningstími í sjúkraflugi á Íslandi er oft langur og líklegt að það hafi áhrif á horfur sjúklinga með tímanæman heilsuvanda. Lokun Reykjavíkurflugvallar myndi leiða til enn lengri flutnings­ tíma. Ljóst er að aðgengi að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu er mjög misskipt eftir búsetu og mikilvægt að leita leiða til að jafna þann mun eins og hægt er. Brýnt er að stjórnvöld móti framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og setji þar fram markmið um útkallstíma og heildarflutningstíma í sjúkraflugi. Betri yfirsýn og árangursmæl­ ingar geta leitt til úrbóta og aukið líkur á að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem tök eru á að veita.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.