Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 48
160 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 Ingvar Freyr Ingvarsson hagfræðingur Læknafélags Íslands ingvar@lis.is Mannaflagreining Læknafélags Íslands Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir formaður Læknafélags Íslands steinunn@lis.is Læknafélag Íslands hefur unnið að gerð spálíkans um mannaflaþróun lækna á Íslandi til ársins 2040. Í spánni kemur fram áætlað framboð lækna og ætluð eft­ irspurn eftir læknum til ársins 2040. Við gerð spálíkans er horft til ýmissa þátta, til dæmis breytinga á aldurssamsetningu þjóðarinnar. Gert er ráð fyrir að hópurinn 65 ára og eldri vegi þyngra í eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu en þeir sem eru yngri. Spálíkanið byggist á mannfjöldaspá Hagstofunnar fyrir hlutfall 65 ára og eldri af heildarmannfjölda á komandi árum. Þá er einnig tekið mið af áætluðum breyting­ um í læknastéttinni.1 Í spánni er meðal annars tekið tillit til eftirfarandi þátta: • Nýliðunar í læknastéttinni og aldurs­ dreifingar. • Fjölda lækna sem útskrifast frá Háskóla Íslands og erlendum háskólum. • Hlutfalls lækna sem stunda framhalds­ nám hérlendis og þeirra sem kjósa að fara utan til framhaldsnáms. • Hlutfalls lækna sem setjast að erlendis eftir nám. • Núverandi aldurssamsetningar lækna­ stéttarinnar. • Hlutfalls þeirra sem fara á eftirlaun á næstu árum, bæði hér á landi og er­ lendis. Sé litið á tölfræði um starfandi lækna á Ís­ landi kemur ýmislegt áhugavert í ljós, sjá mynd 1 og 2. Meðalaldur starfandi lækna á Íslandi er nú um 48 ár og hefur því lækkað lítillega frá árinu 2014. Það ár var meðalaldurinn 50,4 ár. Yngri læknum hef­ ur því fjölgað. Má það rekja annars vegar til þess fjölda Íslendinga sem leggur stund á læknisfræði erlendis. Þeir sem það gera eru nær jafnmargir og nemendur í lækna­ deild Háskóla Íslands. Hins vegar hefur nýnemum við læknadeild Háskóla Íslands fjölgað frá því að vera um 49 árin 2014 til 2016 í það að vera 62 árið 2021. Vaxandi framboð sérnáms í læknisfræði hér á landi hefur leitt til þess að læknar starfa lengur hér á landi eftir útskrift og afla sér sérmenntunar að hluta til eða að öllu leyti hérlendis í ríkari mæli en áður. Þá hefur orðið algjör viðsnúningur í kynjahlutföllum þar sem 66% lækna undir þrítugu eru konur en 34% eru karlar. Þó yngri læknum hafi fjölgað síðustu miss­ erin, þá eru 27% starfandi lækna 60 ára eða eldri. Því er ljóst að liðlega fjórðungur læknastéttarinnar hættir störfum næsta áratug fyrir aldurs sakir. Því er mikilvægt að nýliðun í stéttinni sé nægjanleg. Aðalástæða þess að unnið er að spálík­ ani sem þessu er að fá sem skýrasta mynd af framtíðarhorfum í heilbrigðisþjónustu. Miðað við gefnar forsendur er útlit fyrir að það verði enn meiri skortur á læknum á komandi árum en nú er. Þannig eru vís­ bendingar um að það muni vanta 125­130 lækna árið 2030, 210­215 árið 2035 og 250­ 255 árið 2040. Þessi viðbót er umfram það F R Á L Æ K N A F É L A G I Í S L A N D S Mynd 1. Félagar í Læknafélagi Íslands Mynd 2. Félagar í Læknafélagi Íslands eftir kyni og aldri Konur Karlar Konur Karlar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.