Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 37
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 149 Runólfur Pálsson er nýr forstjóri Landspítala. Hann hefur starfað þar frá 1996, þekkir starfsemina vel og er spenntur fyrir verkefninu. Mynd/gag V I Ð T A L íþyngjandi. „En þá verðum við samt að hugsa í lausnum, því dagvinnutími er að­ eins 24% af venjulegri viku.“ Fyrir áramót var samið við Klíníkina um að skera niður af biðlistum spítal­ ans fyrir um 175 milljónir króna. Ætlar Runólfur að útvista meira í þessum dúr? „Þetta eins og annað snertir markvissa hlutverkaskipan milli helstu eininga heil­ brigðisþjónustunnar. Ég hef lagt áherslu á að hámarka nýtingu úrræða með hag­ kvæmnisjónarmið að leiðarljósi. Þar á meðal eru mögulega ákveðnar aðgerðir. Þetta þarf að skoða eins og annað. Það þarf að velta við öllum steinum,“ segir hann og augljóst að hann er fullur starfs­ þreks og tilhlökkunar að byrja. En hvað ætlar hann að gera við pró­ fessorsstöðuna sína í Háskóla Íslands? „Það verður breyting á mínum störfum fyrir skólann en ég mun ekki hætta,“ segir Runólfur sem hefur vísindarannsóknir á sínum snærum og 5 doktorsnema. „Ég hef ekki hug á að hlaupa frá því. Þetta eru verkefni sem hafa verið í uppbyggingu í áraraðir, en ég hætti daglegum störfum fyrir Háskóla Íslands,“ segir hann. „Ég hef sinnt mikilli kennslu og verð að hverfa frá því. Ég get ekki sinnt öllu áfram en einbeiti mér að þeim verkefnum sem ég get ekki svo auðveldlega sett í hendur annarra og eru heppilegri viðureignar samhliða starfinu.“ Alltaf verið annasamt Forstjórastarfið er annasamt en Runólfur býst þó ekki við að fjölskyldan finni mik­ inn mun. „Ég hef í rauninni verið í veiga­ miklum og krefjandi störfum alla tíð.“ Hann lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1985, sérfræði­ námi í lyflækningum frá Hartford Hospi­ tal og Háskólanum í Connecticut árið 1991 og sérfræðinámi í nýrnalækningum frá Massachusetts General Hospital og Harvard Medical School árið 1996. Runólf­ ur hefur starfað á Landspítala samfellt frá árinu 1996 og sinnt fjölda stjórnunarstaða. Hann á dóttur og son, Hrafnhildi og Bjarna Pál, með eiginkonunni Ragnheiði Linnet söngkonu. Hrafnhildur fylgdi í fótspor hans en hún er í sérnámi í lyf­ lækningum og hefur starfað um skeið á COVID­göngudeildinni. Bjarni Páll lauk nýverið BS­prófi í sálfræði og er nú í meistaranámi í heilbrigðisvísindum. „Ég hef ekki haldið þessu að þeim. Maður vill að þau velji það sem þau hafa raunveru­ legan áhuga á.“ Runólfur viðurkennir að hans fólk hafi heldur búist við að hann færi að draga úr verkefnum en auka þau, kominn yfir sextugt. „En einhvern veginn þróaðist þetta mjög hratt og ekki á stefnuskránni að ganga svona langt í stjórnunarstörf­ um. Þetta kemur þeim því á óvart en þau styðja mig,“ segir hann. „Þetta starf er svo spennandi þar sem því fylgir óvissa. Áskoranirnar eru margar. Hér þarf að hyggja að okkar dýr­ mæta mannauði. Þar er læknahópurinn mikilvægur og mér finnst ekki hafa tekist að rækta þann garð nægilega vel allmörg undanfarin ár. Við merkjum óánægju,“ segir Runólfur. „Læknanámið er langt og strangt og fólk á að njóta ávaxta erfiðisins í störfum sínum sem læknar. Þetta er gríðarlega áhugavert en jafnframt krefjandi starf og því verður ánægjan að drífa fólk áfram,“ segir hann. En þarf hann þá að taka hand­ bremsubeygjuna nú þegar svo margir lýsa kulnun og þreytu? „Já, þetta er áhyggjuefni en þetta ástand var byrjað áður en COVID­far­ aldurinn skall á. Ég tel að við séum í viðkvæmari stöðu en margar þjóðir því okkar er lítil og við aðeins með þetta eina stóra sjúkrahús, kröfurnar miklar og mannaflinn takmarkaður,“ segir hann og bendir á breytta tíma og því mikilvægt að leggja sig fram um að viðhalda gæðum kerfisins. „Ættjörðin kallaði lækna áður til baka að loknu námi erlendis en þróunin síð­ ustu tvo áratugi hefur breytt því. Fólk er ekki eins bundið af því að koma heim og áður var. Samskiptin eru auðveld, ferðir greiðar. Við verðum því að leggja okkur fram við að laða fólk til starfa á Landspít­ ala. Þess vegna verðum við að hlúa vel að mannauði okkar.“ Meðferðarkjarninn opnaður á skipunartímanum? „Ég ætla að vona að nýr meðferðar­ kjarni verði kominn í notkun áður en skipunartími minn er úti,“ segir Runólfur Pálsson, nýr forstjóri Land­ spítala sem ráðinn hefur verið til 5 ára. „Ég er hóflega bjartsýnn því fram­ kvæmdatími opinberra bygginga er oft langur.“ Stór hluti húsakynna spít­ alans er úreltur og takmarkaður. „Við þurfum strax að ráðast í skipulags­ breytingar til að mæta aukinni þjón­ ustu og kröfum svo við ráðum við verkefnin sem að okkur snúa,“ segir hann. „Það er einnig góður undirbúning­ ur fyrir nýja meðferðarkjarnann, sem verður jú aðeins hluti af spítalanum.“

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.