Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 32
144 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 í þriðjung á næstu 15 árum. Halla lýsir ástandinu á deildinni: „Á deildinni eru margir að takast á við stærstu áskorun lífs síns. Aðstaðan er allt of lítil og léleg. Meðferðin getur tekið allt að 6 klukkustundir í senn. Sjúklingar geta varla staðið upp úr stólunum og rölt um vegna plássleysis. Aðstandendur eru hreinlega fyrir. Ekkert pláss er til að mat­ ast og ekki einu sinni pláss fyrir sjálfsala“ segir Halla: „Starfsfólkið hleypur um, hjúkrunarfræðingar sitja svo þétt að þau eru nánast með hvert annað í kjöltunni.“ Signý Vala segir sárt að ekki sé hægt að grípa til lausna sem liggi á borðinu þegar svona framlag til úrbóta bjóðist. „Það er vont að hugsa til þess að engar úrlausnir eru í sjónmáli.“ Hún staðfestir lýsingar Höllu. Halla segir mörg kvíðin, döpur og jafn­ vel sorgmædd. „Fólk leggur mjög mikið á sig og berst fyrir lífi sínu. Alls konar aukaverkanir koma upp og því verður að vera hægt að ræða saman í næði og trún­ ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir 450 milljón króna framlag Krabbameinsfélagsins sett á ís Ekki verður tekin afstaða til þess hvort þiggja eigi 450 milljón króna framlag Krabbameinsfélagsins fyrr en ljóst er hvernig nýta á húsnæði Landspítala. Vonbrigði, segir framkvæmdastjóri félagsins. Undir það taka Signý Vala Sveinsdóttir og Agnes Smáradóttir yfirlæknar á Landspítala Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameins- félagsins, vill sjá nýja aðstöðu fyrir dagdeild krabba- meinssjúkra og undrast það að engar áætlanir séu um úrbætur. Mynd/gag „Aðstaða krabbameinssjúkra á Landspít­ ala er óviðunandi,“ segir Halla Þorvalds­ dóttir, framkvæmdastjóri Krabbameins­ félagsins. Undir það taka Signý Vala Sveinsdóttir, yfirlæknir blóðlækninga á Landspítala og formaður Félags íslenskra lyflækna, og Agnes Smáradóttir, yfirlækn­ ir lyflækninga krabbameina á Landspítala. „Aðstaðan er algjörlega óviðunandi, bæði fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk,“ segir Signý Vala. „Það er að­ kallandi að leysa úr vandanum.“ Halla segir að fyrir tæpu ári hafi verið samþykkt á aðalfundi Krabbameinsfé­ lagsins að veita 450 milljónum króna til byggingar nýrrar dagdeildar fyrir blóð­ og krabbameinslækningar með því skilyrði að ný deild verði tekin í notkun á þremur árum í svokallaðri K­byggingu Landspít­ ala í Fossvogi. Boðið sé háð því að brugð­ ist sé hratt við. Signý Vala segir að hug­ myndin njóti víðtæks stuðnings. „Nauðsynlegt er að heilbrigðisráðherra hafi þetta mál sem eitt af forgangsverkefn­ um sínum, það er að fyrsta flokks fram­ tíðaraðstaða verði sett upp fyrir dag­ og göngudeild blóð­ og krabbameinslækn­ inga.“ Agnes segir vandann birtast víða í starfseminni. Dýrari lyf séu notuð vegna plássleysis. Ráða þurfi fleiri lækna en ekki sé pláss fyrir þá. Skoðað sé að kalla fólk til aðhlynningar á kvöldin þar sem ekki er pláss á daginn. „Við styðjum málið heils­ hugar,“ segir hún. „Það er afar brýnt þar sem ekki er gert ráð fyrir deildinni á nýja spítalanum.“ Krabbameinsfélagið hefur í tvö ár átt í viðræðum við Landspítala um úrbætur, en hefur nú fengið þau svör frá heilbrigðisráðuneytinu, eftir fund með nýjum ráðherra í ársbyrjun, að heildarendurskoðun á húsnæði spítalans sé í gangi. Ákvörðun um framhaldið verði byggð á þarfagreiningu í kjölfar hennar. Halla seg­ ir ákvörðun Krabbameinsfélagsins aðeins gilda fram að næsta aðalfundi félagsins í maí. „Sjúklingar á deildinni fengu lyf fyrir 2,3 milljarða króna í fyrra. Kostnaður við frágang K­byggingarinnar og flutning dagdeildarinnar er um 1300 milljónir króna. Félagið er tilbúið til að leggja fram rúmlega þriðjung þeirrar upphæðar,“ seg­ ir Halla. Hún bendir á að bregðast verði við bágri aðstöðunni því búast megi við að krabbameinstilvikum fjölgi um hátt F R É T T I R Signý Vala Sveinsdóttir, yfirlæknir blóðlækninga á Landspítala. Agnes Smáradóttir, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.