Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 47
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 159 Dagur í lífi krabbameinslæknis á geislameðferðardeild 6.35 Á fætur og börnin vakin, við borð­ um morgunmat saman og við eiginmað­ urinn drekkum gott kaffi. Hann þarf að vera mættur snemma í vinnu vegna fjar­ fundar við útlönd og því geng ég morgun­ túrinn með hundinn í dag og hann smyr þá nestið. 7:55 Kem mér út, aðeins of seint. Mætt í vinnu upp úr kl 8. og á læknafund á geisladeild. 8.30 Mætt á geisladeild á fund okkar fjögurra lækna þar. Við ræðum meðal annars um inn­ réttingu á nýju viðtalsherbergi á geisla­ deild. 9-10.30 Hitti sjúklinga sem eru í langri lyfja­ og geislameðferð samtímis á mínum vegum. Vandamálin eru misjöfn, auka­ verkanir af krabbameinslyfjum, andlegt álag og kvíði sem fylgir oft því að fá krabbameinsgreiningu, verkir og nær­ ingarvandi tengt geislameðferð á hálsi. 10.30 Sest við teikniborðið. Vegna frestana, meðal annars út af óveðri, hefur dagskráin og innkallanir riðlast. Ég vinn að geislameðferð sem átti að vinna daginn áður. 12.40 Kem aftur á geisladeild eftir há­ degismat, fær mér kaffibolla og drekk á kaffistofunni með geislafræðingum. Er þakklát fyrir að eiga gott samstarfsfólk og kaffispjallið er hluti af því að kynnast bet­ ur og viðhalda góðu samstarfi. 13.00 Sest aftur við teikniborðið. Við ákvörðun geislameðferðar er að mörgu að hyggja. Þarf að setja mig inn í fyrirmælin um geislameðferð, niðurstöðu samráðs­ fundar, myndgreiningu og leiðbeiningar um ákvörðun geislarúmmála. 14:31 Búin að klára að teikna verkefni dagsins, meðal annars geislameðferð vegna krabbameins í endaþarmi. Rifja upp anatomíu grindarholsins og teikna mesorectum og eitlastöðvar í grindarhol­ inu á tölvusneiðmyndir. Ábyrgur sér­ fræðingur samþykkir verkið. 14.32 Lít yfir uppfærðan verkefnalista sem hefur lengst. Ég samþykki svokallaða innstillingu hjá þeim sem hófu geisla­ meðferð fyrr í dag, en þá er mynd úr með­ ferðinni borin saman við þá tölvusneið­ mynd sem meðferðin var unnin úr. 14:55 Óundirbúið spjall í dyragættinni við hjúkrunarfræðing um sjúklingaupp­ lýsingar og leiðbeiningar hvað varðar fyll­ ingu endaþarms og þvagblöðru við geisla­ meðferð á blöðruhálskirtli, en rúmmál þessara líffæra þarf að vera sem stöðugast meðan á geislameðferð stendur. 15:11 Skoða listann fyrir samráðsfundi morgundagsins. Ekkert tilfelli er á sam­ ráðsfundi vegna krabbameina á höfði og hálsi fyrir morgundaginn. 15:13 Fyrst ég þarf ekki að undirbúa samráðsfund, næ ég að vinna aðeins í umbótaverkefni um rafrænar beiðnir og fyrirmæli innan geislameðferðardeildar. 16:01 Tíminn flýgur, ég verð að hætta þó ég sé komin í smá flæði í verkefninu. Geng yfir á skrifstofuna og skipti um föt. 16:15 Umferðarteppa á Miklubraut. Læt mig hafa það þar sem ég þarf alla jafna ekki að aka Miklubrautina, eða lenda í umferðarteppu á leið í og úr vinnu. 16.35 Skíðum barna skilað í skerpingu. Reyndi að kaupa fjölskyldudagatal til að koma heimilislífinu í skipulag aftur eftir um þriggja mánaða tímabil litað af einangrun, sóttkvíum og eftirköstum, en enginn hafði heyrt um svona dagatal í rit­ fangaversluninni. 17.30 Útréttingum lokið og held aftur heim á leið, nú í mun minni umferð. Geng frá þvotti á meðan eiginmaður­ inn eldar matinn, menntaskólaneminn á heimilinu hafði farið út með hundinn. Fann fjölskyldudagatal í vefverslun og panta. 18.30 Fjölskyldan borðar saman kvöld­ mat, við kvöldmatarborðið spjöllum við um daginn okkar. 19-20.30 Held áfram að vasast í þvotti og þrifum og reyni að virkja börnin í tiltekt í herbergjunum sínum. Miðjan les upphátt fyrir mig á meðan ég prjóna nokkrar umferðir og hlusta. Við gleym­ um okkur aðeins og allt í einu er kominn háttatími. 21:00 Börnin sofnuð og ég tek úr síðasta þurrkara kvöldsins. Hundurinn mænir á mig og vælir aðeins, gefur í skyn að hún vilji fá kúrustund uppi í sófa. Ég er alveg til í það líka, kveiki á sjónvarpinu og hundurinn leggst sæll hjá mér og sofnar. Ég gríp aftur í prjónana og horfi með öðru auganu á sjónvarpið. 22:20 Tími til að koma sér í bólið, þó fyrr hefði verið. Hugurinn orðinn rólegur eftir amstur dagsins og augnlokin farin að síga. Nægur svefn er gulls ígildi. Vaka Ýr Sævarsdóttir Vaka Ýr tók þessa sjálfu (selfie) í vinnunni daginn sem hún skilaði inn dagbókinni sem hér er birt.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.