Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 43
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 155 að ræða sjálfsvígshugsanir, lífsleiðahugs­ anir og annað við sjúklinga okkar en slíkar hugsanir koma fyrir alls staðar í heilbrigðiskerfinu, hjá öllum læknum.“ Allir heilbrigðisstarfsmenn þurfi að geta tekið þetta samtal við sjúklinga sína, farið ofan í saumana og skoðað hvort þeir glími við sjálfsvígshugsanir. Mikilvægt að ræða málið „Fólk gengur oft í gegnum erfiða tíma í veikindum sínum sem geta leitt til vonleysis og uppgjafar þótt ekki sé um formlegan geðsjúkdóm að ræða.“ Gott sé að opna umræðuna, spyrja um líðan og þreifa á því hvort skjólstæðingar þeirra beri merki um þunglyndi. „Spyrja: Hefur þú verið dapur, ekki fundið fyrir gleði, verið áhugalaus? Hafa fleiri dagar en færri verið dimmir?“ seg­ ir hún. „Hefur þú fundið fyrir lífsleiða, jafnvel hugsað að það væri betra að vakna ekki af svefni?“ Sé svarið jákvætt þurfi að ræða málið. Alvarleika þess og aðstæð­ urnar sem þær komi upp í. Smátt og smátt megi fara dýpra í samtalið. „Hefur þú reynt? Hvernig leið þér?“ Engin skotheld leið sé til að meta sjálfs­ vígsáhættu. „Enginn spurningalisti eða líffræðilegur mælikvarði. Þannig að allt byggist þetta á klínísku mati,“ segir hún og að matið geti verið misjafnt eftir því hvenær dags það sé gert. „Fyrir hádegi getur áhættan verið metin lítil en eftir há­ degi getur hún orðið mikil.“ Eitthvað hafi komið upp á ytra eða innra með einstak­ lingi. „Samtalið er lykilatriði því það getur haft læknandi áhrif,“ segir hún. Oft sé gott að ræða við einstaklinginn hvað hann telji að verði við dauða hans. Sumir hafi sektarkennd, vilja ekki vera byrði á fjöl­ Þórgunnur Ársælsdóttir fyrir utan geðdeild Landspítala þar sem hún hefur verið yfirlæknir síðustu fjögur ár. Hún heldur erindi um mat á áhættu á sjálfsvígum á Læknadögum í mars. Mynd/gag skyldu sinni og hafi ranghugmyndir um stöðu sína. „Hver og einn er einstakur og saga hvers og eins er einstök. Samtalið, manneskja við manneskju, er svo dýrmætt og hjálplegt.“ Margir verndandi þættir Þórgunnur talar einnig um verndandi þætti. Edrúmennsku, að eiga fjölskyldu, vera félagslega tengdur, hafa framtíðar­ sýn, upplifa tilgang, trú, tengingu. „Við þurfum tengingu og tilgang,“ segir hún. „Það er mikilvægt að ræða þessa þætti við sjúkling.“ Hún segir þó dæmi um að sjúklingar sem glími við mikið þunglyndi og vanlíðan séu ekki endilega í sjálfsvígs­ hættu þótt þeir hafi ágengar sjálfsvígs­ hugsanir. „Þeir segja samt að þeir myndu aldrei fyrirfara sér. Þeir nefna ástæðu. Hafa til­ gang.“ Þórgunnur minnir lækna á bráða­ móttöku geðdeildarinnar ef fólk er með sjálfsvígshugsanir og plön og bendir fólki í sjálfsvígshættu á Píeta­samtökin og hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Geðlækningar báru sigurorð af bæði bæklunarskurðlækningum og bráða­ lækningum hjá Þórgunni Ársælsdóttur sem útskrifaðist 1992 úr læknisfræði, lauk sérnámi 2005 auk náms í hugrænni atferlismeðferð. Hún segir erfitt að meta hvað leiddi hana að geðlækningum. Hún hafi tekið ársfrí þremur árum eftir útskrift úr læknisfræði og sinnt tónlistarnámi, píanóleik og farið í fæðingarorlof og árin því orðið tvö. „Eftir tveggja ára hlé ákvað ég að fara í geðlækningar. Það er erfitt að segja beint af hverju en báðir bræður mínir glíma við geðrofssjúkdóma. Ég þekki því geðræna sjúkdóma í fjölskyldu minni. Margir hafa spurt mig hvort það hafi haft áhrif. Ég get ekki svarað því,“ segir hún. Þá hafi sam­ nemandi í námi sem glímdi við geðrænan vanda en kláraði geðlækningar verið mik­ il fyrirmynd. „Á 5. ári sem læknanemi var ég mjög hrifin af aðferðum Gísla Þorsteinssonar geðlæknis við kennslu. Mér fannst hann besti læknir sem ég hafði nokkurn tíma unnið með. Góður við sjúklinga sína og eldklár. Þessar fyrirmyndir höfðu sín áhrif,“ segir Þórgunnur. Þótt Þórgunnur grípi nú aðeins stutt­ lega í píanóið, í stað klukkustundalangrar spilamennsku á dag hér áður, hefur tón­ listin haft sín áhrif. „Báðir synir mínir eru tónlistarmenn,“ segir hún stolt. „En það er mjög gefandi að vera geðlæknir. Þetta er skemmtilegt starf og eitt af því besta við að vinna á geð­ deildinni á spítalanum er gott samstarfs­ fólk. Hér er sérstaklega góður andi.“ Mjög gefandi sé að hjálpa fólki að ná tökum á lífi sínu og eiga gott líf þrátt fyrir erfiða sjúkdóma. Gefandi að vera geðlæknir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.