Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.03.2022, Blaðsíða 39
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 151 „Þessar stofnanir hafa leyft okkur að þróa þetta áfram. Ef allt gengur eftir munu þær koma út í plús,“ segir hún. En voru þau aldrei við það að gefast upp? „Við raunverulega gáfumst upp,“ segir Arna. Þau hafi verið full af eldmóði í um 5 ár. „Svo gekk okkur ekkert að koma þessu á framfæri og gáfumst næstum upp. Við gerðum ekkert í þessu nema á vísindahliðinni í nokkur ár. En árið 2018 fengum við inn fjárfesta og gátum ráðið framkvæmdastjóra, Sigurbjörgu Ástu Jónsdóttur. Þá fengum við aftur áhuga á þessu og höfum unnið markvisst að þessu síðustu ár,“ segir hún. En geta sjúklingar breytt lífsstíl sínum sjái þeir í appinu að sjónin stefni í óefni? „Tilgangur sjúklingsins er einmitt að sjá hvaða breyting á tölunum muni draga úr hættunni á vandamálum síðar.“ Hægt sé að stýra betur blóðsykri og þrýstingnum. „Þannig getur sjúklingurinn dregið úr hættu á að fá æðaskemmdir í augu.“ Ómetanleg þekking Hefðu þau lagt upp í þessa vegferð hefðu þau vitað hversu langan tíma hún tæki? „Já, já,“ svarar Thor af öryggi. „Úff,“ segir Arna. Thor segir ferlið allt bæði gefandi og lærdómsríkt. „Við höfum séð hluti í nýju ljósi.“ Arna bendir á að þekking þeirra á umgjörð sprotafyrirtækja hafi aukist. „Við höfum lagt mikið á okkur í rúman áratug án þess að vita hvort það bæri árangur,“ segir hún. „Og flest sprota­ fyrirtæki lognast út af.“ Ljóst er að þau hjónin búa yfir víð­ tækri þekkingu saman. Líftölfræðingur og innkirtlafræðingur. „Já, það er góð blanda í mörgu og störf okkar hafa oft skarast,“ segir Arna. „Nú eru 20 ár síðan við komum heim úr sérnámi frá Iowa í Bandaríkjunum. Ég er ekki viss um að við hefðum getað unnið svona vinnu erlendis. Þrátt fyrir að sprotaumhverfið á Íslandi sé erfitt eru boðleiðir stuttar hér og hægt að gera hluti sem ég er ekki viss um að sé auðveldara erlendis,“ segir hún. „Síðustu 20 ár hafa störf okkar skarast miklu meira en við sáum fyrir þegar við vorum í námi,“ segir hún. Thor samsinnir því og segir að allt frá því að hann hóf störf hjá Hjartavernd, sem rannsaki far­ aldsfræði sykursýki 2, hafi þessi tegund sykursýki leikið stórt hlutverk í starfsferl­ inum. Thor og Arna hafa nú lokið einangrun vegna COVID-19 sem hrjáði þau þegar Læknablaðið talaði við þau. Samhent og samstillt í starfi og einkalífi. Mynd/gag V I Ð T A L

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.