Lögmannablaðið - 2021, Síða 10

Lögmannablaðið - 2021, Síða 10
1911 1912 1913 1914 1915 1916 1917 1918 1919 1920 1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 Í tilefni AFMÆLIS 1911 – Félag málflutningsmanna stofnað Hinn 11. desember var Lögmannafélag Íslands, sem þá hét Málflutnings- mannafélag Íslands, stofnað að frumkvæði Eggerts Claessen og Sveins Björnssonar. Stofnfélagar voru 17 talsins. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Eggert og Sveinn ásamt Oddi Gíslasyni. Eggert tók að sér formennsku félagsins og gegndi embættinu samfellt í sjö ár, eða til ársins 1918. Hann gegndi síðan því hlutverki á ný árin 1921-1922 og 1939-1940. 1913 – Hagsmunabaráttan byrjar Eitt fyrsta baráttumál Málflutningsmannafélags Íslands var að vinna að því að settar yrðu skorður við því að lögfræðikandidatar gætu farið beint frá prófborðinu og orðið yfirréttarmálflutningsmenn heldur hlytu verklega æfingu áður. Með lögum nr. 17/1913 var það skilyrði sett fyrir leyfi til málflutnings fyrir yfirdómi að lögfræðingar hefðu fengist við málflutning í þrjú ár hið minnsta eða gegnt starfi sem lögfræðimenntun þurfti til í jafn langan tíma. 1931 – Styrktarsjóður lögmanna Settur var á fót styrktarsjóður lögmanna en tilgangur hans var að styrkja málflutnings menn sem verið höfðu félagsmenn eða fjölskyldur þeirra og lent höfðu í fjárhagsvandræðum. Einnig voru styrkir sjóðsins hugsaðir vegna náms eða annars undirbúnings unglinga undir lífsstarfið. Fyrstu styrkirnir voru greiddir úr sjóðnum vorið 1940. Með lögum um málflytjendur nr. 61/1942 var stjórn félagsins gert heimilt að sekta lögmenn vegna framferðis í starfi sem væri stéttinni ósamboðið. Runnu þær sektargreiðslur í sjóðinn. Sjóðurinn varð þó aldrei öflugur (væntanlega vegna góðrar hegðunar félagsmanna) en hann stóð þó um árabil og var síðast veittur styrkur úr honum árið 1995. 1932 - Málagjöld Tekjur félagsins frá upphafi voru eingöngu félagsgjöld meðlima en árið 1932 bættist við nýr tekjustofn sem var málagjald af hverju einkamáli sem lögmenn lögðu sem sækjendur í dóm eða gerðu sátt um. Gjaldið var einnig lagt á mál sem áfrýjað var til Hæstaréttar. 1936 – 25 ára afmæli Haldið var hóf og ákveðið að rita sögu félagsins þar sem fram kæmu æviágrip allra 56 félagsmanna. Það ár var Málflutningsmannafélagsins fyrst getið í lögum nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði. Þá var lögfest að stjórnendur félagsskapar löggiltra málflutningsmanna gætu áminnt félagsmenn og sektað fyrir framferði sem telja mátti stéttinni ósamboðið. Þann 11. desember fagnar Lögmannafélag Íslands 110 ára afmæli. Í tilefni þess verður hér litið yfir farinn veg félagsins, en stiklað stóru. 10 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/21

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.