Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 25
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/21 25 mannréttindadómstólnum. Hér verður hins vegar að leggja áherslu á það að þessar stofnanir meta aðeins hvort íslensk réttarregla eða beiting hennar í réttarframkvæmd hér á landi sé efnislega í andstöðu við reglur mannréttindasáttmálans í ákveðnu tilviki. Ef svo er talið kveður ráðherranefndin eða mannréttindadómstóllinn á um það eitt að ríkið hafi brotið gegn skyldum sínum samkvæmt sáttmálanum og ákveður eftir atvikum hæfilegar skaðabætur handa þeim sem slíkt brot hefur bitnað á. Þessar stofnanir endurskoða á hinn bóginn ekki efnislega niðurstöðu máls fyrir innlendum dómstóli og úrlausnir þeirra hnekkja í engu gildi íslenskrar dómsúrlausnar, jafnvel þótt komist sé að þeirri niðurstöðu að ríkið hafi brotið gegn mannréttindasáttmálanum. Með öðrum orðum eru þetta þannig ekki áfrýjunardómstig fyrir innlenda dómsúrlausn, heldur aðeins alþjóðastofnanir sem leysa úr því hvort ríkið hafi vanefnt skyldu sína að þjóðarétti. Þessar stofnanir hafa enn síður vald til að ógilda eða raska á annan hátt ákvæðum íslenskra laga, en niðurstaða ráðherranefndarinnar eða mannréttindadómstólsins um að íslenskt lagaákvæði samrýmist ekki mannréttindasáttmálanum bakar hins vegar ríkinu skyldu að þjóðarétti til að hlutast til um að breyta því.“ Af þessu virðist mega ráða að, hvað sem líður orðalagi ákvæðisins, að það eigi aðeins við um úrlausnir dómstólsins í íslenskum málum. Með þeirri skýringu mælir einnig að í 1. gr. laganna er kveðið á um lagagildi mannréttindasáttmálans og þar með talið 46. gr. hans. Þannig lögfestir 1. gr. laganna m.a. þetta tiltekna ákvæði sáttmálans en þar heitir Ísland því að hlíta endanlegum dómi dómstólsins í hverju því máli sem það á aðild að. Stofnanir Evrópuráðsins hafa lengi litið svo á og líta enn svo á að í þessu felist ekki að innlend lög eða dómar innlendra dómstóla falli úr gildi þótt mannréttindadómstóllinn kveði upp dóm um brot gegn sáttmálanum. Hins vegar sé ríki skylt að þjóðarrétti að gera allar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að rétta hlut þess sem fyrir brotinu varð. Af atvikum ráðist síðan hverjar þær eru. Af þessu öllu virðist mega álykta að 2. gr. feli í sér sérstaka áréttingu á þessu. Þær skyldur sem falla á Ísland í málum sem það á aðild að séu þjóðréttarlegs eðlis í þeim skilningi að dómar mannréttindadómstólsins geti aldrei sjálfkrafa fellt úr gildi innlend lög eða dóma innlendra dómstóla. Af þessu myndi leiða að inntak 2. gr. væri ekki jafnvíðtækt og virst gæti við fyrstu sýn. Ákvæðið feli þannig í sér áréttingu hefðbundinna sjónarmiða sem felast í 46. gr. sáttmálans um bindandi gildi úrlausna mannréttindadómstólsins. Ákvæðið feli hins vegar ekki í sér leiðsögn um hvernig innlendir dómstólar eigi að meta fordæmisgildi úrlausna dómstólsins t.d. í málum annarra ríkja. Í athugasemdum frumvarpsins er vissulega vikið að því hvert gildi slíkar úrlausnir hefðu eftir lögfestingu sáttmálans. Þannig segir í kafla um „áhrif lögfestingar á lagaframkvæmd“ að með lögfestingu sáttmálans sé einvörðungu verið að lögfesta orð sáttmálans en ekki fordæmi dómstólsins um skýringu hans. Hins vegar mætti búast við að innlendir dómstólar myndu hafa slík fordæmi „til leiðsagnar“ og slíkt var sagt „alvanalegt“ m.a. í dómum Hæstaréttar um mannréttindasáttmálann fyrir lögfestingu hans. Búast mætti við þessu þótt sjálfstæði innlendra dómstóla væri óskert og þeir væru óbundnir af þessum fordæmum. Þessar athugasemdir gefa til kynna að fyrirvari 2. gr. laganna takmarki ekki heimildir innlendra dómstóla til þess að draga víðtækar ályktanir um fordæmisgildi af úrlausnum mannréttindadómstólsins í miklum vafamálum. Þannig tiltóku athugasemdirnar í tengslum við þetta: „Í þriðja lagi má loks benda á það í tengslum við síðastnefnt atriði að það yrði á valdi íslenskra dómstóla og stjórnvalda að skýra ákvæði mannréttindasáttmálans sjálfstætt ef frumvarpið yrði að lögum, þar á meðal þau ákvæði sem ekki væri að finna fordæmi um frá mannréttindanefndinni eða mannréttindadómstólnum, og beita þeim við úrlausn mála. Í því sambandi er þó varla að vænta að úrlausnir um mikilvæg atriði verði byggðar í ríkum mæli á skýringum sem eiga sér ekki einhverja fyrirmynd eða bakhjarl í fræðilegri umfjöllun um ákvæði sáttmálans þótt íslenskum dómstólum og stjórnvöldum væri það vissulega heimilt.“ Lög nr. 62/1994 byggja þannig á þeirri forsendu að innlendir dómstólar hafi óheftar heimildir til að styðjast við eða hafna úrlausnum mannréttindadómstólsins sem fordæmum, en að þeir skuli alla jafnan hafa þær til leiðsagnar. Lögin byggja síðan að auki á þeirri forsendu að síðari löggjafarþróun gæti hæglega leitt til þess að innlendum dómstólum yrði skylt að styðja úrlausnir sínar við fordæmi mannréttindadómstólsins. Þannig sagði í athugasemdum með frumvarpinu að t.d. unnt væri að styðja við markmið frumvarpsins um samræmi milli innlends réttar og reglna mannréttindasáttmálans með því „að veita þessum reglum stöðu stjórnskipunarlaga.“ Með þessu virðist því löggjafinn hafa gefið upp boltann á stjórnarskrárgjafann um að gera ráðstafanir til að tryggja enn betur að reglum sáttmálans yrði fylgt. Þessu

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.