Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 11
1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1942 – Skylduaðild og eftirlitshlutverk Samkvæmt lögum nr. 61/1942 var lögmönnum gert skylt að hafa með sér félag sem hefði eftirlit með að félagsmenn færu að lögum og ræktu skyldur sínar af trúmennsku og samviskusemi. Ennfremur fékk stjórn félagsins úrskurðar vald um endurgjald fyrir málflutningsstörf ef ágreiningur var borinn undir hana. Síðan þá hefur eftirlitshlutverkið verið einna fyrirferðamest í starfsemi félagsins en árið 1998 var agavald yfir lögmönnum falið sérstakri úrskurðarnefnd. 1945 – Nafni félagsins breytt Allt frá stofnfundi Málflutningsmannafélags Íslands höfðu sumir félagsmenn viljað að það bæri fremur nafnið Lögmannafélag Íslands. Í kjölfar lagasetningar um málflytjendur nr. 61/1942, þar sem ávallt var talað um þá sem lögmenn, var ákveðið að breyta nafni félagsins frá og með ársbyrjun 1945. 1951 – Fyrstu heiðursfélagarnir Í tilefni 40 ára afmælis Lögmannafélags Íslands var ákveðið að gera Svein Björnsson forseta Íslands og Lárus Fjeldsted lögmann að fyrstu heiðursfélögum félagsins. Skömmu fyrir afmælishófið veiktust þeir báðir en Sveinn lést í ársbyrjun 1952 og náði því aldrei að taka við heiðursviðurkenningunni. Frá upphafi hafa 19 lögmenn verið gerðir að heiðursfélögum Lögmannafélags Íslands. 1952 – Fyrst kvenna Rannveig Þorsteinsdóttir fékk rétt til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1952 og varð þar með fyrsta konan í félaginu. Ekki nóg með það heldur var hún fyrst kvenna til að stofna lögmannsstofu árið 1949, sem hún rak til ársins 1974, og fyrst til að öðlast réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti árið 1959. Svo varð hún jafnframt fyrsta konan sem var gerð að heiðursfélaga Lögmannafélagsins árið 1979. Guðrún Erlendsdóttir var önnur konan sem fékk aðild að Lögmannafélaginu en hún fékk héraðsdóms lögmannsréttindi árið 1961. Ekki er hægt að segja að konur hafi flykkst í fótspor þeirra Rannveigar og Guðrúnar því árið 1990 voru konur einungis 8% félagsmanna, eða 27 af 340 félagsmönnum. Í dag eru 325 konur í félaginu sem samsvarar tæplega 31% félagsmanna. 1956 – Kjære nordiske venner Fyrstu 45 árin voru samskipti félagsins við erlend systurfélög lítil sem engin. Árið 1956 hóf Lögmannafélagið þátttöku í samtökum norrænna lögmanna og síðan þá hafa fulltrúar félagsins sótt fundi og notið alls þess sem norrænt samstarf hefur gefið af sér. 1960 – Siðareglur og lífeyrissjóður Árið 1934 komu fram hugmyndir um að samdar yrðu siða reglur fyrir lögmenn en ekki voru þó allir sammála um að þess væri þörf. Öðru hvoru var umræða um efnið tekin upp en það var þó ekki fyrr en árið 1960 sem að samþykktar voru fyrstu siðareglur lögmanna. Sama ár var einnig stofnaður lífeyrissjóður fyrir lögmenn en sökum þess hve fáir félagsmenn voru tókst ekki að byggja upp öflugan sjóð. Auk þess rýrnuðu eignir hans í verðbólgu sjöunda og áttunda áratugarins og var hann á endanum lagður niður árið 1983. LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/21 11

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.