Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 24
24 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/21 FORDÆMISGILDI ÚRLAUSNA MANNRÉTTINDA- DÓMSTÓLS EVRÓPU AÐ INNLENDUM RÉTTI Stundum er því hreyft í lögfræðilegri umræðu að fordæmi Mannréttindadómstóls Evrópu bindi ekki innlenda dómstóla. Segja má að þetta sé rétt en þó aðeins í tilteknum þröngum skilningi. Nánari skoðun leiðir nefnilega í ljós að innlend lög og stjórnskipun leiða til þess að dómstólar verða að horfa til fordæma mannréttindadómstólsins og í vissum tilvikum endurupptaka fyrri dóma sem stangast á við úrlausnir mannréttindadómstólsins. Þegar mannréttindasáttmáli Evrópu var lögfestur með lögum nr. 62/1994 var settur sá fyrirvari í 2. gr. laganna að úrlausnir mannréttindadómstólsins væru „ekki bindandi að íslenskum landsrétti.“ Til þessa ákvæðis hefur verið vitnað af þeim sem leggja áherslu á að þessar úrlausnir bindi ekki innlenda dómstóla. En svo tilvísun til þessa ákvæðis geti haft þýðingu þarf fyrst að afmarka efnislegt inntak ákvæðisins. Af orðalagi 2. gr. mætti e.t.v. draga þá ályktun að allar úrlausnir mannréttindadómstólsins féllu hér undir. Í athugasemdum um 2. gr. frumvarpsins sem varð að lögum nr. 62/1994 segir hins vegar: „Í 2. gr. er tekið fram að úrlausnir, sem kynnu að ganga á hendur íslenska ríkinu fyrir mannréttindanefnd Evrópu, Mannréttindadómstól Evrópu eða ráðherranefnd Evrópu- ráðsins, séu ekki bindandi að íslenskum landsrétti. Þetta er í raun eingöngu tekið fram til að árétta beinlínis í lögum, ef þetta frumvarp nær fram að ganga, að umræddar stofnanir geti sem fyrr eingöngu kveðið á um hvort íslenska ríkið hafi efnt þjóðréttarskuldbindingar sínar samkvæmt mannréttindasáttmálanum og eftir atvikum að því beri að greiða skaðabætur að tiltekinni fjárhæð ef vanefnd er leidd í ljós. Í almennum athugasemdum hér að framan er skýrð í einstökum atriðum sú afleiðing af þessu að úrlausnir þessara stofnana hafa ekki bindandi áhrif að íslenskum landsrétti. Þær geta þannig til dæmis ekki haggað gildi íslenskrar löggjafar eða dómsúrlausnar. Þá er einnig vert að benda á að ef kveðið yrði á um skyldu ríkisins til að greiða skaðabætur í úrlausn mannréttindadómstólsins eða ráðherranefndarinnar yrði ekki hægt að fullnægja bótakröfu með aðför hér á landi á grundvelli úrlausnarinnar, heldur yrði að afla aðfararheimildar fyrir bótakröfunni með dómi hér á landi. Tilgangurinn með 2. gr. er aðeins að ítreka þetta.“ Sú umfjöllun sem vísað er til „í almennum athugasemdum“ og sem virðist fela í sér þær skýringar sem um teflir hljóðar síðan svo: „Að fullnægðum frekari skilyrðum samkvæmt ákvæðum samningsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis geta þannig önnur aðildarríki að honum kært íslenska ríkið fyrir brot á mannréttindasáttmálanum, svo og einstaklingar eða samtök þeirra sem telja ríkið hafa brotið á sér rétt. Úrlausn í slíku kærumáli er bindandi fyrir ríkið að þjóðarétti, hvort sem hún er fengin fyrir ráðherranefndinni eða REIMAR PÉTURSSON LÖGMAÐUR

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.