Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 32

Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 32
32 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/21 vel að vera saman og það endaði með því, þegar Jóhannes kom á stofuna, að við renndum í félag. Síðar varð stofan að Lex lögmannasstofu. Í hvernig verkefnum varstu fyrstu árin og hvaða réttarsviðum hefur þú helst sinnt í gegnum tíðina? Ég fór fljótlega að vinna töluvert fyrir Landssamband veiðifélaga. Ég þekkti aðeins til en þegar ég var strákur í sveit á Melstað í Miðfirði, hjá séra Jóhanni og Ingibjörgu Briem, þá fengu bændur lítinn sem engan arð af þessari auðlind sinni enda endurgjaldið skammtað úr hnefa af leigutökum. Það tók nokkur ár að snúa þessu við og ef ég hef gert eitthvert gagn í lögmennskunni þá held ég að það sé að aðstoða við að eigendur veiðiréttinda fái notið arðsins af þeim réttindum. Einhvern veginn æxlaðist það þannig að ég fór strax að vinna mikið fyrir fyrirtæki og held að starf mitt í Seðlabankanum hafi haft þar nokkuð að segja, t.d. varðandi gjaldeyrisviðskipti. Ég hef svo til eingöngu verið í einkamálum alla mína starfstíð með örfáum undantekningum. Ég kom til dæmis að Hafskipsmálinu og var verjandi Páls Braga Kristjónssonar, það er mjög eftirminnilegt mál og dapurt hvernig farið var með það góða fólk. Hefur eðli starfsins breyst síðan þú byrjaðir? Nei ekki þannig, nema bara sú breyting sem hefur orðið á þjóðfélaginu frá einum tíma til annars. Stoltur af stofnun Spalar Þegar þú lítur yfir ferilinn, eru einhver sérstök mál eftirminnilegri en önnur? Já, það er af mörgu að taka. Ég kom til dæmis að stofnun Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga sem er Elkem í dag. Ég naut þess að hafa starfsreynslu úr Seðlabankanum, þekkti umhverfið og gerði mér betur grein fyrir hvað þyrfti til að koma íslenskum og erlendum aðilum saman. Þegar Flugfélag Íslands og Loftleiðir voru sameinuð kom ég að því og vann fyrir hið sameinaða félag í mörg ár. Svo þegar verið var að undirbúa gerð Búrfellsvirkjunar þurfti Landsvirkjun að fá lán frá Alþjóðabankanum sem treysti því ekki að menntun íslenskra verkfræðinga, sem sáu um hönnunina, væri nægilega góð. Bankinn fékk því alþjóðlegt verkfræðifyrirtæki, HARZA Engineering Company, til að yfirfara hönnun Búrfellsvirkjunar en ég var ráðinn lögmaður þess félags. Harza sannfærðist um að verkfræðilegri þekkingu þeirrar hönnunar væri vel borgið undir handleiðslu dr. Gunnars Sigurðssonar, verkfræðings. Ég er stoltur af því að hafa unnið að stofnun Spalar hf. sem gerði Hvalfjarðargöngin á sínum tíma. Það var gríðarlega skemmtilegt verkefni með ýmsum lögfræðilegum álitaefnum þar sem þurfti að hafa samskipti við erlenda banka og aðra fjáröflunaraðila. Sem dæmi þá fór ég ásamt fleirum til Kaupmannahafnar á fund hjá den Danske Bank og þegar við sátum í aðalfundarherbergi bankans, þar sem myndir af dönskum kóngum prýddu veggina, þurftum við að svara breskum lögmönnum sem höfðu verið kallaðir til sem sérfræðingar í þessum væntanlegu viðskiptum. Einn þeirra sagðist hafa reynslu af því að vinna með vanþróuðum þjóðum, til dæmis Sierra Leone og fleiri löndum á því svæði, og að Danir yrðu að gæta sín sérstaklega þar sem hin lagalega umgjörð væri yfirleitt mjög léleg í vanþróuðum löndum eins og Íslandi. Þá kvaddi ég mér hljóðs á fundinum og sagði að íslensk löggjöf hefði verið mótuð að danskri fyrirmynd, og benti á mynd af Kristjáni IX á veggnum, konungi Danmerkur og Íslands á sínum tíma, og beindi þeirri spurningu til lögmannsins hvort hann teldi danska löggjöf fullnægjandi. Menn áttuðu sig þarna á því að þessi breski sérfræðingur kom óundirbúinn til fundar og vissi ekkert um hvað hann væri að tala. Hvalfjarðargöngin voru mjög umdeild og ég mætti meðal annars á fund hjá Verkfræðingafélaginu þar sem einn félagsmanna taldi göngin vera feigðarflan. Ég var hins vegar búinn að kanna reynslu af jarðgöngum annars staðar í heiminum og sterkustu rökin voru gögn frá Japan. Staðreyndin er nefnilega sú að rétt hönnuð undir- göng standast betur jarðskjálfta en önnur. Það var afar þýðingarmikið að koma réttum upplýsingum á framfæri og ég stóð síðan fyrir því að ráða almannatengil, Atla Rúnar Halldórsson hjá Athygli, til að hjálpa stjórninni við að takast á við umfjöllun í dagblöðum. Svo naut ég þess heiðurs að vera ráðinn lögfræðingur kínverska heimsveldisins um tíma, sem var að kanna einhverja viðskiptamöguleika. Það var gríðarlega formlegt allt saman og hinar fínu veislur þeirra eru eftirminnilegar. Svo fór rússneska sendiráðið fram á einu sinni að ég tæki að mér verk, sem ég og gerði, en ég fékk á tilfinninguna eftir á að þeir hefðu ruglast á mér og Ragnari Aðalsteinssyni við ráðningu í það verkefni! Aldrei langað að setjast í helgan stein Mætir þú hvern dag á skrifstofuna? Mig hefur aldrei langað til að setjast í helgan stein og hef alltaf haft gaman að því sem ég er að gera. Til þessa hef ég

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.