Lögmannablaðið - 2021, Qupperneq 33

Lögmannablaðið - 2021, Qupperneq 33
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/21 33 haft verkefni til meðferðar daglega. Ég get unnið að þeim verkefnum heima mörgum hverjum sem hefur komið sér vel í yfirstandandi faraldri. Ekkert jafnast þó á við að mæta á skrifstofuna og hitta allt þetta stórkostlega fólk sem þar vinnur, það er ætíð mikið tilhlökkunarefni. Ég er enn að flytja mál og er til dæmis að fara í Landsrétt eftir helgi. En hvað með önnur áhugamál? Ég var á skíðum í 30-40 ár en er nú hættur því. Golfbakterían vaknaði skömmu eftir að ég lauk laganáminu en vinir mínir höfðu kynnst íþróttinni á Englandi og heillast. Ég fór að fikta við golf með þeim í kjölfarið og stunda það enn. Ég kom að stofnun Golfklúbbsins Keilis og var formaður þess félags fyrstu tvö árin. Svo má segja að ég sé tæknifíkill en ég hef alltaf haft gaman af tækninýjungum og var nú um daginn að kaupa mér rafmagnsbíl. Vinur minn var skrifstofustjóri hjá IBM umboðinu, sem var leiðandi í ritfærslu á sínum tíma, og ég fór meira að segja á námskeið til útlanda til að læra um þessa nýju tækni. Við Guðmundur Ingvi keyptum eina fyrstu ljósritunarvélina sem var þannig að það þurfti að setja vökva neðst en sérstakur pappír fór í gegnum vökvann og svo setti maður blað ofan á. Við Helgi V. Jónsson vorum á sínum tíma skipaðir í nefnd á vegum Lögmannafélagsins þar sem við áttum að kanna hvort tölvur gætu nýst við lögmannsstörf. Að athuguðu máli komumst við að raun um að svo væri og mæltum með því að félagið kynnti lögmönnum þessa merku nýjung! Er lögmennskan lífsstíll? Ég hef alltaf notið þess að starfa við lögmennsku og finnst vænt um að hafa orðið einhverjum að gagni. Hafa lögfræðingar skyldur í samfélaginu? Já, mér finnst að það hvíli þær skyldur á þeim að láta gott af sér leiða á grundvelli þekkingar sem þeir hafa aflað sér og nota hana í þágu fólksins. Eyrún Ingadóttir

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.