Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 31

Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 31
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/21 31 HEF ALLTAF NOTIÐ ÞESS AÐ STARFA VIÐ LÖGMENNSKU Jónas A. Aðalsteinsson hefur starfað við lögmennsku í 56 ár eða í rétt rúmlega helming þess tíma sem Lögmannafélagið hefur starfað. Hann er 87 ára gamall en aðeins einn starfandi lögmaður er eldri og annar hefur starfað lengur. Þetta eru þeir Gústaf Þór Tryggvason, sem er tæplega fjórum mánuðum eldri en Jónas, og Ragnar Aðalsteinsson sem hóf lögmennsku einu ári fyrr. Þegar blaðamaður Lögmannablaðsins sat á móti Jónasi í fundarherbergi lögmanns- stofunnar Lex var hann sífellt að gjóa augunum á tölvupóstinn í símanum þar sem hann beið eftir dómi í máli sem hann flutti í Landsrétti fyrir stuttu. Von var á niðurstöðu á hverri stundu og miklir hagsmunir í húfi fyrir eitt af stórfyrir tækjum landsins. Spennan sem fylgir dómsuppkvaðningu er alltaf sú sama og skiptir greinilega ekki máli hversu oft lögmenn hafa verið í þeim sporum. Hvers vegna fórst þú að læra lögfræði? Það var nú hálfgerð útilokunaraðferð. Ég setti upp lista með nokkrum fögum sem mig langaði að læra og læknisfræði var þar efst á blaði. Svo kom lögfræði og í þriðja sæti var viðskiptafræði. Þegar ég fór að skoða læknisfræðina þá sá ég að hún átti ekki við mig og því varð lögfræðin ofan á. Ég hef alltaf verið ánægður með valið. Þetta hefur verið dásamlegt starf og ég hef kynnst mörgu góðu fólki. Var námið erfitt? Það sem var erfitt var að ég vann alltaf með náminu og var því lengur en ella að ljúka því. Oftast var ég í fullu starfi við skrifstofustörf, bókhald og þess háttar, enda var ég kominn með fjölskyldu. Þetta var bara svona. Hvar byrjaði lögmannsferillinn þinn? Ég byrjaði sem fulltrúi hjá yfirborgardómara árið 1963 og fór svo í Seðlabankann og var þar til 1965. Þá ákváðum við Jóhannes L.L. Helgason að stofna saman lögmannsstofu. Hann var á þessum tíma háskólaritari og ég vann í Seðlabankanum og við urðum sammála um að ég tæki skrefið á undan. Eftir eitt ár bárum við saman tekjurnar og þá var þetta nokkuð jafnt. Eftir annað árið var ég með vinninginn og þá hætti hann í háskólanum og kom á stofuna. Ég byrjaði að leigja skrifstofu hjá Guðmundi Ingva Sigurðssyni og Sveini Snorrasyni á Klapparstíg 26. Mig minnir að ég hafi ekki hafi ekki haft nema einn kúnna í upphafi en svo komu molar frá þeim félögum. Okkur féll

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.