Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 20
20 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/21 Hvers vegna varð þetta efni fyrir valinu? Ég hef lengi verið áhugasöm um samspil tækni og laga. Mér þótti mjög gaman í námskeiði sem hét upplýsinga- tækniréttur í meistaranáminu og fór svo að vinna við fjarskipta- og internetmál í samgönguráðuneytinu. Ég skrifaði meistararitgerðina mínu um landslénið .IS, sem er óhætt að segja að hafa verið jaðarmálaflokkur á þeim tíma, og pantaði mér þá mikið af bókum um tækni- og internetlögfræði að utan því þannig lesefni var nánast ófáanlegt á Íslandi. Í framhaldi af því varð ég svona hobbí internetlögfræðingur, samhliða því að starfa sem lögfræðingur í mannréttindamálum og svo persónuvernd í innanríkisráðuneytinu. Mér þótti þetta algjör draumablanda. Það var svo þegar ég frétti af málum ráðalausra foreldra, sem lentu á vegg hjá lögreglunni þegar nektarmyndir af unglingunum þeirra birtust á netinu, sem ég tók mér tveggja vikna frí frá vinnu og sett saman tillögu að doktorsrannsókn um mörk mannréttinda í stafrænum heimi og sendi á einn af mínum uppáhaldshöfundum, Chris Marsden, til þess að athuga hvort hann gæti ekki leiðbeint mér. Innan við ári seinna var búið að rífa fjölskylduna upp með rótum, hætta í vinnunni, selja hæðina, bátinn og jeppann og ég gerðist námsmaður í Brighton í Englandi. Vífill, maðurinn minn, flakkaði svo á milli Íslands og Englands í vinnu. Skil milli stafræns veruleika og mannréttinda Um hvað fjallar rannsóknin? Hún fjallar um það hvernig hinn stafræni veruleiki hefur breytt því hvernig ríki eiga að vernda mannréttindi. Ég hef tekið mið af því að það eru ekki bara lög sem stýra rammanum utan um hina mannlegu hegðun heldur einnig stafrænir og hagrænir þættir. Þegar ég byrjaði á þessari rannsókn þá var það algjör jaðarhugsun að ríkið hefði eitthvert hlutverk eða skyldur til að tryggja friðhelgi á netinu. Ríkjandi viðhorf, bæði í lögfræði og samfélaginu, var að internetið yrði að vera frjálst frá afskiptum ríkisins enda væru forsendur markaðarins nóg fyrir viðunandi reglusetningu til þess að þróast. Síðan hefur þetta aðeins snúist við, m.a. með uppljóstrunum um hvernig sum tæknifyrirtæki starfa. Það er gríðarlega mikilvægt að hugað sé að viðeigandi hlutverki ríkisvaldsins í innviðum og ofan á liggjandi lögum netsins. Það má ekki vera þannig að borgarinn upplifi að allt sem gerist á internetinu sé í hliðarveruleika og að yfirvöld geti ekki spornað við því. Þá verður fljótt að kvarnast úr stoðum réttarríkisins. Brot gegn kynferðislegri friðhelgi eru auðvitað ekki bara stafræn en hafa aukist gríðarlega með tækniframþróun. ÞURFUM VAKANDI LÖGFRÆÐINGA TIL AÐ STAFRÆN ÞRÓUN VERÐI Í ÞÁGU RÉTTARRÍKISINS María Rún Bjarnadóttir hefur síðustu ár unnið ötult starf sem ráðgjafi í réttarbótum varðandi stafrænt kynferðisofbeldi og tekið þátt í að innleiða nýja löggjöf um kynferðislega friðhelgi, verklagsreglur fyrir lögreglu varðandi stafrænt ofbeldi og aðstoð við aðila sem hafa eða telja sig munu fremja kynferðislegt ofbeldi, svo fátt eitt sé nefnt. Nýverið lauk hún doktorsvörn sinni við háskólann í Sussex, Englandi, sem fjallar um áhrif tækniframþróunar á mannréttindaskuldbindingar ríkja með sérstakri áherslu á mörk friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis. Þá hefur María þegar fengið „The Adam Weiler Doctoral Impact Award“ verðlaunin fyrir einstaka rannsókn. Blaðamaður Lögmannablaðsins hitti Maríu Rún á köldum vetrardegi í vesturbænum til að forvitnast um doktorsgráðuna og fleira. VIÐTAL

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.