Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 14
1995 – Framtíðin bankar á dyrnar Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður varð fyrst kvenna formaður Lögmannafélags Íslands. Gegndi hún embættinu til ársins 1997. Það var síðan ekki fyrr en árið 2018 sem kona sat næst í stóli formanns, Berglind Svavarsdóttir, sem gegndi formennsku til ársins 2021. Lögmannablaðið hóf göngu sína og hefur komið út óslitið síðan. Lögmenn voru skyldaðir til að kaupa starfsábyrgðar tryggingar og halda fjárvörslureikninga og var þar með hætt að leggja fyrir fjármuni í ábyrgðarsjóð lögmanna. Síðast en ekki síst þá var í fyrsta skipti haldið knattspyrnumót á vegum Lögmannafélagsins. 1996 – Merki félagsins táknar réttlæti og óhlutdrægni Merki félagsins var útbúið í tilefni af 85 ára afmælinu. Hugmynd að því var sótt í gamalt tákn fyrir stjörnumerkið vogina sem hefur frá fyrndinni verið tákn fyrir réttlæti og óhlutdrægni. Í tilefni afmælisins voru Sveinn Snorrason og Guðmundur Pétursson kjörnir heiðursfélagar. 1998 – Ný lög, úrskurðarnefnd, heimasíða og félagsdeild Lög um lögmenn nr. 77/1998 voru samþykkt sem þykja tíðindi til næsta bæjar. Á grundvelli þeirra var svo stofnuð fimm manna úrskurðarnefnd lögmanna sem tók við því hlutverki að fara með agavald gagnvart lögmönnum sem hafði verið á borði stjórnar félagsins frá árinu 1942. Þá var sérstök félagsdeild stofnuð sem reka átti samhliða lögbundinni starfsemi félagsins. Síðan þá hefur félagsdeild séð um Lögmannablaðið, námskeiðahald og fleiri verkefni. Síðast en ekki síst þá var heimasíða félagsins opnuð www.lmfi.is. 2000 – Innanhússlögmaður í stjórn Fyrsti innanhússlögmaðurinn var kjörinn í stjórn félagsins en fram að því hafði þótt rétt að þar sætu einungis sjálfstætt starfandi lögmenn þar sem stjórnin sá um að úrskurða í deilumálum lögmanna. Þá tók úrskurðarnefnd lögmanna við því hlutverki með nýju lögmannalögunum nr. 77/1998. Ársæll Hafsteinsson tók sæti í stjórninni sem síðan hefur verið skipuð innanhússlögmönnum jafnt sem öðrum lögmönnum. Þetta ár var Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. kjörinn heiðursfélagi. 2002 – Heiðursfélagar Hæstaréttarlögmennirnir Árni Guðjónsson og Jón Finnsson gerðir að heiðursfélögum. 2004 – Félag kvenna í lögmennsku Félag kvenna í lögmennsku stofnað af 70 konum í Lögmanna félaginu sem vildu efla samstarf og styrkja stöðu kvenna í lögmannastéttinni, sem og að auka áhrif og þátttöku þeirra í félaginu. 2008 – Lagadagurinn Lögmannafélagið, ásamt Lögfræðingafélagi Íslands og Dómarafélagi Íslands, hóf að standa fyrir Lagadeginum árlega sem hefur verið stærsti viðburður í lögfræðingasamfélaginu á Íslandi síðan. Á fyrsta daginn mættu 220 manns en í seinni tíð hafa allt upp í 600 manns 14 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/21 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.