Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Blaðsíða 2
Efnis- Ragnar Franzson siglir og lendir í mannskaða- veðri. Konur hafa sitt að segja um karla: „Væri hann vettlingur og hefði ég prjónað hann rekti ég hann upp.“ Helgi Laxdal er ekki í vafa: Kristinn Kristjánsson átti hugmyndina að íslensku línurennunni. Talan 13, ekki alltaf til ólukku. Árni Björn Árnason segir ögn frá Gunnari Hermannssyni skipstjóra. Þórarinn Þór heldur áfram ferð sinni eftir Hvassafellinu og kemst nú meðal annars í tæri við Scotland Yard. Arnbjörn H. Ólafsson sækir í reynslubankann. Arnbirni er illa við togara og er ekki fyrstur manna til að hrósa Norðmönnum. „Aspirín bjargar lífi.“ Frá 46. þingi FFSÍ. Zheng He, flotaforinginn mikli. Örnólfur Thorlacius segir frá einstökum manni og stórbrotnum flota. Var Zheng He á undan Kólumbusi til Ameríku? Félag skipstjórnarmanna minnir á fundi milli jóla og nýárs. Ótrúlegt en satt. Mannætur í Kaupmannahöfn. Bágt er að kunna ekki móðurmálið. „Kristninnar krabbamein“ Ljósmyndakeppni sjómanna. Um bækur; Skipstjórnarmenn Þorsteins Jónssonar, 2. bindi Dansa boðar drynur sær, yrkir Skagfirðingurinn Ingólfur Ómar Ármannsson. Vorið 1914 lenti Empress of Ireland í árekstri og sökk. Meira en eitt þúsund manns fórust. Bernharð Haraldsson skrifar þessa átakanlegu sögu. Sífellt fleiri gámaskip í brotajárn. Ragnar Hólm fer í veiði og áréttar mikilvægi hátt- vísi og hluttekningar. Utan úr heimi. Frívaktin. Raddir af sjónum. Krossgátan. Sjómenn og aðrir lesendur Víkings. Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagn- rýni eða hrós, tillögur um efnisþætti og hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjó- menn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þætt- inum: Raddir af sjónum. Netjið á jonhjalta@simnet.is Forsíðumyndin er af Þór HF-4. Davíð Már Sigurðsson tók myndina. 4 6 8 12 16 32 40 42 Útgefandi: Völuspá útgáfa, í samvinnu við Farmanna- og fiskimannasamband Íslands. Afgreiðsla og áskrift: 862 6515 / jonhjalta@simnet.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 862 6515, netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri. Auglýsingastjóri: Katrín Laufey Rúnarsdóttir, sími 856 4250 / sjomannabladid@gmail.com Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason. Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason. Prentvinnsla: Ásprent. Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum. Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra félagsmanna FFSÍ. ISSN 1021-7231 22 Að skera undan sjálfum sér Þetta er e.t.v. ekki sérstaklega jólaleg nafngift á leiðara jólablaðs Víkingsins en þetta er einfaldlega það sem mér flaug í hug eftir fund svokallaðrar Ráðgjafa- nefndar Hafrannsóknastofnunar sem skipuð var fyrir u.þ.b. ári en var kölluð saman í fyrsta sinn með nánast engum fyrirvara þriðjudaginn 10. desember. Þessi nefnd var sett á laggirnar að undirlagi Steingríms J. eftir að þáverandi stjórn Hafró var slegin af á sínum tíma. Rétt er að taka fram að undirritaður er ekki í nefndinni en var beðinn að sitja fundinn í fjarveru skipaðs fulltrúa sjómanna, Sævars Gunnarssonar. Rekstur Hafrannsóknastofnunar Það má segja að borið sé í bakkafullan lækinn með því að tala um samdrátt og niðurskurð hins opinbera á fjölmörgum sviðum, en ef grannt er skoðað þá er ljóst að ekkert hefur til þessa farið fyrir umræðu um stöðu Hafrannsóknastofnunar í þessu samhengi. Nú blasir við staða sem er að mínu mati algjörlega galin og á að óbreyttu eftir að hafa í för með sér óásættanlegar afleiðingar fyrir sjávarútveginn og þar með þjóðfélagið. Staðan er þessi: Um árabil hefur framlag ríkisins farið minkandi sem hlutfall af heildarútgjöldum. Þannig hafa sértekjur í gegn um styrki og leiguverkefni hækkað frá því að vera 21,5 % af rekstrarfé árið 2001 í það að vera 44 % árið 2013. Stærsti hluti styrkja undanfarinna ára er úr Verkefnasjóði Sjávarútvegsins þar sem tekjur hafa dregist verulega saman. Árið 2004 voru árs- verk við stofnunina 172 en á þessu ári 144 eða fækkun um 28 ársverk. Með að- haldi í rekstri og samdrætti hefur stofnuninni tekist að halda kostnaði réttu megin við núllið þar til nú árið 2013 þar sem 100 milljónir vantar upp á að end- ar nái saman. Ef fylgja ætti á næsta ári sambærilegri starfsáætlun og gert hefur verið í ár þá yrði áætlaður rekstrahalli 385 milljónir að viðbættum áðurnefndum 100 milljónum frá 2013 eða tæpur hálfur milljarður. Afleiðingarnar Á fundi Ráðgjafanefndar kynntu stjórnendur Hafró til hvaða úrræða yrði að grípa til að ná jöfnuði í rekstrinum. Úthald rannsóknarskipanna er lang-kostnaðarsam- asti þáttur rekstrarins og því einsýnt að þar verði að skera hraustlega niður. Fækka verður úthaldsdögum með það afgerandi hætti að Bjarna Sæm. yrði einungis haldið út í 49 daga framan af ári og síðan lagt en hann var á sjó 160 daga í ár. 15-16 ársverk hverfa til viðbótar þeim 28 sem áður er getið. Gert er ráð fyrir að sjódagar Árna Friðrikssonar verði 149 í stað 180 á síðasta ári. Lykilatriði sem hljóta að falla innan algjörra grunnþátta starfseminnar eru felld út, s.s. stofnmæl- ingar botnfiska að hausti (haustrallið) og rannsóknir á veiðistofni loðnu. Fjöl- margir rannsóknar þættir eru þurrkaðir út og aðrir fá mun minni tíma og fjár- muni en þyrfti, svo ásættanlegt væri. S.s. veiðarfærarannsóknir sem leggja þyrfti mun meiri áherslu á en gert hefur verið. Ljóst er að trúverðugleiki okkar sem leiðandi fiskveiði þjóðar sem byggir á sjálfbærum veiðum verður fljótur að bíða hnekki ef við sinnum ekki lengur þeim rannsóknum sem leggja þarf til grundvallar sjálfbærninni s.s. að afla og viðhalda þeirri gagnasöfnun sem er undirstaða þess orðspors sem við höfum náð á al- þjóðavettvangi. Ráðgjöf sem byggð er á veikari grunni, nýmótaðar aflareglur fyrir okkar helstu nytjastofna, enginn byrjunarkvóti í loðnu, áunninn árangur varð- andi gæða vottun auk sölu og markaðsmála. Allir þessir þættir eiga það sammerkt að verða fyrir verulegum skaða í víðustu merkingu þess orðs. Ekki síst veldur þetta ómældu fjárhagslegu tjóni fyrir þjóðarbúið í heild. Aðhaldsaðgerðir sem leiða af sér margþætt tjón og útgjöld umfram ætlaðan sparnað, bera vott um hættulegan skort á skynsemi. Ég skora því á þá sem með völdin fara að íhuga vandlega afleiðingarnar áður en lengra er haldið. Ég óska sjómönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Árni Bjarnason ÍKINGURV 4. tbl. 2013 · 75. árgangur · Verð í lausasölu kr. 980 S J Ó M A N N A B L A Ð I Ð 47 48 52 44 10 42 28 54 56 58 36 38 36 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.