Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Side 10
Tökum fyrst saman beinharðar stað-
reyndir um Eldborgina GK-13 sem
smíðuð var í Slippstöðinni á Akureyri.
Stærð: 557,00 brl. (Ný mæliregla
415,36 brl.) 45,54 m. x 8,60 m. x 6,50 m.
Smíðaár: 1967. Nótaveiðiskip.
Vél 980 ha. MAN.
Líklega er rétt að undirstrika þessa
vélategund þar sem í ritinu, Íslensk skip,
er aðalvél Eldborgar GK-13 sögð vera
980 ha MWM vél sem er ekki rétt því að
í skipið var sett 980 ha. MAN vél. Við
þetta vann ég sjálfur og man vel.
Skipið var smíðað sem nótaskip fyrir
þá Gunnar Hermannsson og Þórð Helga-
son og var í þeirra eigu til ársloka 1978.
Skipið var tveggja þilfara og það fyrsta
sinnar tegundar í íslenska flotanum. Því
var hleypt af stokkunum 22. júlí 1967 og
var fyrsta skipið sem alfarið var smíðað
innandyra hjá Slippstöðinni hf.
Gunnar var engin
undantekning
Það er þekkt meðal þeirra sem útgerð
stunda að sumir telja að skipt geti sköp-
um, varðandi veiðiárangur, á hvaða degi
vertíð hefst. Svo eitraðir eru sumir dagar
taldir að á þeim má ekki undir nokkrum
kringumstæðum hefja vertíð.
Gunnar Hermannsson, skipstjóri var
þarna engin undantekning en frábrugð-
inn flestum að því leyti að hann hafði
trú á þeim dögum, sem aðrir forðuðust
sem heitan eldinn. Því til staðfestingar
er eftirfarandi saga látin fljóta með.
„Ekki verra“
Við prófun á veiðibúnaði skipsins kom í
ljós að brot kom á slöngu síldardælu þar
sem hún var tekin yfir rekkverk á efra
þilfari skipsins. Sunnudaginn 12. sept-
ember var unnið að lagfæringum á þess-
um galla og reyndist verkið tafsamt og
erfitt.
Gunnar kom þar að hvar viðgerðar-
maður bjástraði við verkið. Viðgerðar-
maður bar fram afsakanir á því hversu
illa gengi þrátt fyrir þokkalegt áframhald.
Gunnar lét sér fátt um finnast og
sagði: „Ekki liggur nú lífið á.“
Þessi viðbrögð þótti viðgerðarmanni í
hæsta máta undarleg þar sem hann hafði
vitneskju um að önnur skip voru að
moka upp síld á Austfjarðarmiðum.
Einnig vissi hann vel að Gunnar var
þekktur fyrir allt annað en að liggja í
landi þá aðrir voru að fiska.
Viðgerðarmanni þótti svar Gunnars
með miklum ólíkindum og þótti nú
Bleik brugðið. Eftir að hafa velt þessu
ofurlítið fyrir sér þá tók hann að gruna
hvar fiskur lægi undir steini. Til að fá
hugdettu sína staðfesta fór hann niður í
borðsal þar sem Gunnar sat sallarólegur
yfir kaffibolla.
„Ætlar þú að segja mér það, Gunnar,
að þú sért að bíða eftir því að fara í þína
fyrstu veiðiferð á nýju skipi á mánudegi
og þar að auki 13. dag mánaðarins?“
Viðgerðarmaður mun ekki gleyma
viðbrögðum og fasi Gunnars er hann
svaraði hægt en ákveðið með eftirfarandi
orðum:
„Ekki þætti mér það verra, vinur
minn.“
Fórst við Stigahlíð
Frá árinu 1979 hét skipið Hafrún ÍS-400,
og komið úr eigu þeirra sem létu smíða
það, er það gekk á vit örlaga sinna.
Það strandaði við utanverða Stigahlíð í
Ísafjarðardjúpi, nálægt Deildarhorni,
2. mars 1983 og brotnaði þar í spón.
Ellefu manna áhöfn komst í land af
sjálfsdáðum og bjargaðist. Þannig var að
björgun staðið að tveir menn fóru í land
á gúmmíbjörgunarbáti með línu sem
aðrir skipverjar fóru eftir. Þyrlur sóttu
skipbrotsmenn í fjöru og fluttu til Ísa-
fjarðar.
Árni Björn Árnason
Gunnar skipstjóri og talan 13
Hafrún IS-400 að veiðum. Mynd: Rúnar Þórarinsson
10 – Sjómannablaðið Víkingur