Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Page 12
12 – Sjómannablaðið Víkingur Í fyrsta þætti sagði Þórarinn frá upphafi ferðar. Þeir voru aðeins 36 klukku- stundir að sigla yfir hafið, frá Reykjavík til Stornoway á Suðureyjum. Þaðan var siglt á töluvert minni ferð til Ports- mouth. Þar áttu hraðbátarnir þrír frá- tekinn grafreit í „skipakirkjugarði“. Svo var staldrað við í London og þar tekur Þórarinn nú upp þráðinn aftur. Samskipti við Scotland Yard Í London komst ég í tæri við hina heims- frægu lögreglu Scotland Yard og gat sann- færst um ágæti hennar. Það varð með þeim hætti sem nú skal greina: Sumarið áður, um það bil, sem styrjöldinni lauk, fór ég sem háseti á línuveiðaranum Bjarka frá Akureyri í söluferð til Fleetwood á Englandi með ísfisk. Þar hitti ég á yfirfullri bjórkrá einn soldáta, sem var nýkominn frá meginlandinu þar sem hann barðist í Þýskalandi þegar Þjóð- verjar gáfust upp. Þessi dáti var með ýmiss konar hluti, sem voru einskonar herfang hans úr stríðinu, og vildi hann selja dótið. Voru þarna margir góðir gripir og forvitnilegir, sem kost- uðu raunar hlægilega lítið. Ég keypti af honum þýska Mauser- skammbyssu, sem ekki fer fleiri sögum af, og vandaða þýska ljósmyndavél. Það var belgvél, sem hægt var að leggja saman þegar hún var ekki í notkun. Ég var með þessa myndavél í Ítalíuferðinni og tók hana með mér einn daginn í skoðunarferð um London. Niðri í gríðarlega stóru anddyri hótelsins þar sem var stöðugur straumur af sjó- mönnum, sem voru að fara eða koma, allra þjóða mönnum, ýmislega útlítandi, eins og gengur, stoppaði ég andartak. Margir voru þarna knálegir og hraustir sægarpar, aðrir síður myndar- legir og innanum skuggalegir og óhrjálegir ævintýramenn. Var hótelið greinilega mikið notað, sem biðstöð sjómanna, sem voru að skipta um skipsrúm eða þurftu svefnstað í einhverju hléi á sjómannsferlinum, eða voru á ferðalagi eins og við. Þarna var a.m.k. síkvikur straumur af fólki. Ég settist á bekk í miðri forstofunni og lagði myndavélina frá mér andartak. Þegar ég stóð upp aftur og gekk af stað út sakn- aði ég hennar strax og snéri við til að taka hana. En hún var þá horfin. Þetta voru bara fáein augnablik, svo að ég trúði ekki mínum eigin augum. En varð að viðurkenna að búið var að stela minni forláta myndavél. Mér sárnaði mjög því að ég var viss um að ég mundi aldrei sjá hana framar og það var svo margt um manninn þarna að ég hafði enga hugmynd um hver þjófurinn gæti verið, enda mundi ógerlegt að finna hann innan um milljónir manna. Ég snéri mér samt til afgreiðslu hótelsins og tilkynnti þjófnaðinn. Þeir voru samúðarfullir og sögðust mundu láta lögregluna vita. Engar vonir gaf það mér þó. Og ég gat ekki annað sætt mig við að vélin væri mér að eilífu glötuð. Ég held að það hafi svo verið daginn eftir, eða kannski tveim dögum seinna, að ég fékk skilaboð frá afgreiðslunni um að koma strax niður í anddyrið – lögreglan þyrfti að hafa tal af mér. Mér brá í brún en fór niður. Þar var fyrir stór og þrekinn leynilögreglumaður fá Scotland Yard, óeinkennisklæddur. Eftir að hafa spurt mig hvort ég hefði kært stuld á ljósmyndavél, bað hann mig að koma með sér og gengum við nokkuð lengi þar til við komum í mikið stræti, sem hét, og heitir enn, Commercial Road. Eftir að hafa farið alllangan spöl eftir strætinu, nam hann staðar við útstillingarglugga á verslun í stóru húsi nr. 220. Þar var auglýst að verslað væri með úr og klukkur, ljósmyndavélar og skartgripi. Og að þeir keyptu og seldu notað og nýtt. Lögregluþjónninn sagði mér að skoða í gluggann, og var ég þá fljótur að koma auga á vélina mína. Hún var sú eina sinnar gerðar innan um fjölda annarra myndavéla, sem stillt var út og auglýstar til sölu. Ég var ekki seinn á mér að benda lögreglu- manninum á hana. Gengum við síðan inn í búðina og kom eig- andinn, miðaldra Gyðingur, til að afgreiða okkur. Scotland Yard maðurinn bað hann að sýna okkur myndavélina mína úr glugg- anum. Ég skoðaði hana aftur og gat sannað þarna að þetta var myndavélin, sem stolið hafði verið frá mér. Þá sýndi lögreglu- maðurinn Gyðingnum skilríki sín og sagðist leggja hald á myndavélina, sem ég ætti, og ákærði hann fyrir að kaupa stolið góss til að selja. Gyðingurinn varð mjög aumur, barði sér á brjóst og sór og sárt við lagði að hann hefði ekkert vitað um þjófnaðinn heldur haldið að fátækur maður hefði verið að afla sér peninga fyrir nauðsynjum. Hann kallaði eitthvað inn í íbúð sína, sem var á bak við, og kom þá konan hans fram í búðina döpur í bragði, fátæklega búin með ungbarn á handleggnum. Þau báru sig mjög illa og þegar barnið fór að gráta, kvaddi lögreglumaðurinn í skyndi og dró mig með sér út úr búðinni. Úti á götunni talaði hann ekkert fallega um þetta fólk, sem hann hafði haft svipuð afskipti af áður. Nú sagði hann mér að koma með sér í dómhúsið og skunduðum við þangað. Við fór- um þetta allt gangandi á tveim jafnfljótum. Í dómhúsinu var þjófurinn leiddur fyrir dómarann. Þegar ég sá hann mundi ég eftir því að hafa séð honum bregða fyrir á hótelinu. Það var lágvaxinn, órakaður og skuggalegur náungi. Dómarinn yfirheyrði hann og leynilögregluþjónninn bar vitni. Þá fór ég að vorkenna vesalings manninum, sem viður- kenndi brot sitt og virtist iðrunarfullur. En bar sig illa af því að skipið, sem hann var á, átti að sigla frá London þá um kvöldið og hann var óþolinmóður að sér yrði sleppt svo að hann gæti komist um borð. Ég ætlaði þá að fara að lýsa því yfir að ég ætl- aði ekki að ákæra hann. En þá var mér sagt að þegja og setjast. Ég varð síðan að hlusta á það að dómarinn dæmdi hann í tveggja mánaða fangelsi. Þegar ég spurði hann um þetta á eftir sagði hann að þjófurinn hefði framið glæp, sem hann hefði viðurkennt og hlotið fyrir vægasta dóm, sem lögin leyfðu. Hann sagði að ég mætti vera ánægður yfir því að hafa fengið aftur myndavélina mína, ég gæti, hins vegar, engu ráðið um réttarfar- ið á Bretlandi. Ég varð að láta mér það svar lynda. Þegar ég svo ætlaði að spyrja hann um það hvernig hann hefði fundið Þórarinn Þór HVASSAFELL – Annar hluti – Nokkrar minningar úr ferðinni, sem farin var til að sækja skipið sumarið 1946 Jón Þ. Þór.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.