Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Qupperneq 26
26 – Sjómannablaðið Víkingur
grömm af aspiríni engan skaða,“ svaraði
Viðar um hæl. „Ég ætla að beita mér fyr-
ir að töflurnar verði til um borð og það
er ágætt að þið vitið af þessu. Aspirín
bjargar mannslífum og galið að það skuli
ekki vera í lyfjakistunni.“
*
Næsti ræðumaður átti að vera Þor-
steinn Sigurðsson, sviðsstjóri á nytja-
stofnasviði Hafrannsóknastofnunar, er
ætlaði að segja frá nýjustu rannsóknum á
makrílstofninum. En Þorsteinn var fjarri
góðu gamni og heyrðust raddir um að
hann væri væntanlega við sprengju-
æfingar í Kolgrafafirði. Það fékkst þó
ekki staðfest. Í skarðið hljóp vinnufélagi
hans, Guðmundur Óskarsson, og sagði
meðal annars frá rannsóknum á makríln-
um, eggjatalningu, merkingargögnum
Norðmanna, stofnmati Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins og óáreiðanlegum afla-
gögnum.
Í ræðu Guðmundar kom fram að
makríllinn væri aðallega í rauðátu. Síldin
einnig en færi líka dýpra í ljósátu. Seiði
virðast ekki oft á matseðli makrílsins. En
hvenær skyldi þessi fiskur hafa skotið
upp kollinum við Ísland. „Við miðum
við 2006,“ svaraði Guðmundur. Eitthvað
höfðu menn þó orðið varir við hann
áður en ekkert sem orð er á gerandi.
Niðurstaða Guðmundar var að Al-
þjóðahafrannsóknaráðið væri alveg úti á
túni í stofnmati sínu á makrílnum svo
munaði milljónum tonna. Stofninn væri
mun öflugri en ráðið teldi. „Við höfnuð-
um því stofnmatinu og ákváðum að
byggja ráðgjöfina frekar á meðaltalsafla
síðustu þriggja ára, 890 þúsund tonn,
því það eru engar vísbendingar um að
veiðarnar hafi skaðað stofninn, nema síð-
ur sé. Einnig eru allar vísitölur á uppleið
og nýliðun er áfram góð,“ upplýsti Guð-
mundur.
*
„Með tilliti til aldurs flestra sem hérna
eru fengum við Árna Guðmundsson frá
Gildi til að fræða okkur um það er senn
tekur við hjá okkur,“ tilkynnti Guðjón
þingforseti en eins og allir vita er Gildi
lífeyrissjóður og Árni framkvæmdastjóri
hans.
Árni veitti gott yfirlit og benti mönn-
um meðal annars á að nýta sér netið –
sláið inn lifeyrisgattin.is og þar finnið
þið yfirlit um áunnin lífeyrisréttindi ykk-
ar í öllum samtryggingarsjóðum.
*
Var þá komið að skýrslu stjórnar og
Árna Bjarnasyni, forseta vorum. Ræddi
hann m.a. helstu niðurstöður Sátta-
nefndarinnar svokölluðu og yfirlýsingar
um að unnið væri að gerð frumvarps er
byggði á hugmyndum þeim sem þar
komu fram. Nefndi Árni þær helstu, svo
sem að samið yrði um nýtingarrétt til 20
ára. Aflahlutdeildarfyrirkomulagið héldi
velli með framseljanlegum aflaheimild-
um. Samið yrði um hverja fisktegund
fyrir sig. Alls 94,7% af árlega útgefnum
kvóta yrði úthlutað samkvæmt aflahlut-
deildarfyrirkomulaginu en 5,3% færu í
línuívilnum, byggðakvóta, strandveiði og
fleira. Síðan ætti að setja inn eitthvað til
að hjálpa sveitarfélögum að halda afla-
heimildum í heimaplássum. Þar væri
rætt um tímabundinn forkaupsrétt sveit-
arfélaganna. Einnig kom fram að í far-
vatninu væri endurskoðun á uppboðs-
mörkuðum.
„Allt á þetta eftir að koma betur í
ljós,“ sagði Árni, „og þá mun ef til vill
skapast einhver grundvöllur til samninga
en nú eru liðin þrjú ár frá því að síðasti
kjarasamningur okkar rann út.“
*
Næsti ræðumaður var Ægir Steinn
Sveinþórsson og ræddi meðal annars
Færeyjar-skráningu kaupskipaflotans.
En í Færeyjum er tekjuskattur farmanna,
35%, endurgreiddur útgerðinni. Enn eru
sjómenn ekki úrkula vonar um að snúa
megi á Færeyingana – og aðra er stunda
svipaða iðju – og samþykkti þingið
áskorun á stjórnvöld um að endurreisa
íslenska kaupskipaútgerð. „Það er ekki
frjáls þjóð sem ekki ræður yfir kaup-
skipaflota sínum“, segir orðrétt í áskor-
uninni.
*
Var þá komið að Friðriki Höskulds-
syni að segja frá reynslu sinni af störfum
Gæslunnar við Miðjarðarhaf. Afar athygl-
isverð frásögn af ákaflega bágu ástandi
alltof margra jarðarbúa – sem Víkingur-
inn ætlar að geyma ögn í von um ítar-
legri umfjöllun.
*
Þingið sendi frá sér fjölmargar álykt-
anir, meðal annars þá um kaupskipa-
flotann, sem þegar er vikið að, um
stjórnkerfi fiskveiða, um slysatryggingu
sjómanna og sjómannaafsláttinn sem á
næsta ári heyrir sögunni til. Allir taka
undir með Sævari Gunnarssyni; hér er
ekki aðeins um réttindamál að ræða
heldur grundvallaratriði er snýr að
viðhorfum samfélagsins til sjómanna
og sjómennsku.
Ummæli þingsins
Nú er úr vöndu að ráða.
Samkeppnin er meiri en venju-
lega. Guðjón Ármann átti þessa:
„Það kemur að þér, vertu róleg-
ur.“
Sem Árni forseti jafnaði með:
„Yfirmenn á þessum fiskvinnslu-
skipum eru orðnir hálfgerðar skrif-
stofublækur.“
Guðjón Ármann tefldi fram að
bragði: „Viltu veðja?“ (Það skal
tekið fram, til að forða misskiln-
ingi, að Guðjón var ekki að svara
Árna).
Svo blandaði aðkomumaður
sér í leikinn. Nefnilega Viðar
Magnússon læknir sem kom með
þessa ósk: „Nei, ég vil bara
drusludúkkur.“
Er þetta pattstaða - eða er
Viðar kannski sigurvegarinn með
drusludúkkurnar sínar? Ég veit
það ekki. Setjum nefnd í málið.
Skal þá rifjað upp hið fornkveðna
sem allir fundarstjórar ættu að
hafa hugfast: Þegar skrattinn vildi
að ekkert yrði aðhafst stofnaði
hann hina fyrstu nefnd. Í lok þings – eða svona hér um bil – kvaddi forseti
vor með slaghörpuleik.
Jóhann Ingi Grétarsson mættur til Marel.