Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Side 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Side 31
Sjómannablaðið Víkingur – 31 búddatrúar. Ef til vill hafa trúskiptin verið meir af hagsýni gerð en af sannfæringu; í það minnsta er á grafhýsi Zhengs í Nanjing letrað á arabísku „Allah er mikill“. Raunar er óvíst að Zheng sé þar grafinn, öllu líklegra er að mannvirkið, sem nýlega var endurreist, sé minnismerki um þennan merka mann og líki hans hafi verið sökkt í haf. Flotinn mikli Undir stjórn Zhengs He kom kínverski flotinn víða við, og á mörg- um stöðum oftar en einu sinni. Meðal annars kom hann til Tævan, Jövu, Súmötru, Malakkaskaga, Sri Lanka, Indlands og Arabíu, sigldi um Rauðahaf allt norður til Egyptalands og með austur- strönd Afríku, trúlega suður að Góðrarvonarhöfða. Sem fyrr segir kynntust Kínverjar hvarvetna högum heimamanna og færðu þeim vitneskju um menningu sína. Það var ekki nóg með að skip Kínverja væru stærri en skip evrópskra sæfara; þau voru líka mun fleiri. Til dæmis er frá því sagt, að í fyrsta leiðangrinum, árið 1405, hafi verið 27.800 menn á 317 skipum. Til samanburðar má nefna að Kólumbus sigldi til Ameríku á þremur skipum með um 90 manna áhöfn, á fjórum skipum Vascos da Gama lögðu til Indlands á stað um 160 menn, og Magellan lagði upp í heimsreisuna með 165 menn á fimm skipum. Auk níu mastra stórskipa, sem flotaforinginn og aðrir foringjar leiðangursins stýrðu, voru stór farmskip sem fluttu meðal annars ýmsa verslunarvöru að heiman og heim, herflutningaskip og minni herskip, árabátar til könnunarferða, birgðaskip með matvæli, svo áhafnir þyrftu ekki að leggja sér til munns framandi mat, og vatns- skip með mánaðarbirgðir af neysluvatni. Á stærstu skipunum voru um þúsund menn – sjómenn, hermenn, læknar, matreiðslumenn, túlkar, stjörnuspekingar, kaupmenn og helgir menn. Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is Slönguhjól og kefli Fjaður inndraganleg - plast, stál eða ryðfrí umgjörð Ýmsar slönguútfærslur fyrir vatn, loft og olíur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.