Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Síða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Síða 34
34 – Sjómannablaðið Víkingur menn telja að of mikið sé úr þessu gert. Margir þeirra benda á að heimildir séu um stór kínversk hafskip eftir að eyðing flotans hafi átt að fara fram, og að forn gögn glatist oft án þess að skipulega sé unnið að eyðingu þeirra. Hverjar sem skýringarnar eru, var sjóher Kínverja aðeins svipur hjá sjón eftir að gullöld landkönnunar þeirra lauk. Fyrir vikið komust vestrænir flotar upp með yfirgang við strendur Kína á nítj- ándu öld, sem átti hlut í ósigri og niðurlægingu Kínverja í ópíum- stríðinu. Hve langt sigldi Zheng He? Þótt mikið sé horfið af gögnum um leiðangra Zhengs He, hvort sem þar er um að kenna skipulegri eyðingu eða tímans tönn, er ljóst að floti hans hefur siglt allt til stranda Afríku í vestri og um Indlandshaf austur á vestanvert Kyrrahaf. Óljósar heimildir eru um að hann hafi komið að norðurströnd Ástralíu. Árið 2003 kom út á Bretlandi bók með heitinu 1421: Árið sem Kínverjar uppgötvuðu heiminn. Í henni heldur höfundurinn, Gavin Menzies, því fram að Zheng He hafi siglt umhverfis jörðina og uppgötvað Ameríku. Menzies þessi, sem er sjálfmenntaður í sagnfræði, var áður í kafbátaflota Breta og er nú bankamaður. Bók hans vakti litla hrifningu háskólagenginna sagnfræðinga en naut mikillar lýðhylli og komst á metsölulista. Auðugur og virtur kínverskur lögfræðingur, Liu Gang, keypti árið 2001 heimskort af fornsala í Shanghai fyrir andvirði um 500 bandaríkjadala. Hann á gott safn málverka og fornra korta og þótt- ist sjá af snjáðum pappír og bliknuðum litum að heimskortið væri allfornt, en vissi ekki hvort það væri vitnisburður um gamla heims- mynd eða fölsun. Liu sýndi kort sitt sagnfræðingum, sem kunnugir voru fornri sögu Kína, en þeir létu sér fátt um finnast. En þegar hann las bók Menzies sannfærðist hann um að kortið væri ósvikin heimild og gert eftir athugunum kortagerðarmanna Zhengs He á heimsferðum hans. Á kortinu stendur að Mo Yi Tong hafi teiknað það árið 1763 eftir heimskorti frá árinu 1418. Skakkar að vísu þremur árum á þessu ári og þeirri staðhæfingu Menzies að Kínverjar hafi upp- götvað heiminn árið 1421. Teiknarinn tekur skilmerkilega fram, hvað á kortinu sé dregið eftir frumheimildinni og hverju hann hafi bætt við. Kortið var kynnt opinberlega í Beijing 16. janúar 2006 og degi síðar á Breska sjóminjasafninu í Greenwich. Margt á þessu heimskorti er furðunákvæmt. Vel má þekkja útlínur Afríku, Evrópu og Ameríku. En þar eru líka augljósar vill- ur. Til dæmis er Kaliforníuflói sýndur sem eyja. Allt of langt er á milli Rauðahafs og Miðjarðarhafs; Ástralía og Bretlandseyjar eru á skökkum stað og Skandinavíuskaga vantar. Áletranir á kortinu, sem eiga að vera bein afritun af frumgerð- inni, eru á vel læsilegri kínversku. Við vesturströnd Ameríku stendur: „Íbúarnir eru dökkrauðir á hörund og sveipa höfuð og mitti fjöðrum.“ Ástralíubúum er svo lýst: „Frumbyggjarnir eru einnig dökkir á hörund og ganga allir naktir en með hluti úr beini hangandi við mittið.“ Deilt er um tvennt í sambandi við áreiðanleika kortsins, annars vegar hvort það sé teiknað á þeim tíma sem á það er skráð ellegar það sé síðari tíma tilbúningur, hins vegar, ef gert er ráð fyrir að aldurinn standist, hvort það sé þá gert eftir fimmtándu aldar korti. Pappírinn í kortinu hefur verið aldursgreindur með geisla- kolaaðferð og virðist vera frá átjándu öld, dofnun lita og slit papp- írsins bendir til þess sama, og grænn litur hafanna er úr efni sem fornir kínverskir kortagerðarmenn notuðu. En gagnrýnendur benda á að vandvirkir falsarar verði sér stundum úti um gamlan pappír og blek, og slit og bliknun sé auðvelt að falsa. Jafnt gagn- rýnendur sem stuðningsmenn færa bæði nákvæmni kortsins og villurnar sem rök fyrir sínum málstað; þannig benda andmælendur á það að Kaliforníuskagi sjáist aðskilinn frá meginlandi Norður- Ameríku á ýmsum fornum evrópskum kortum, og höfundur korts- ins hafi afritað þessa villu og raunar fleiri. Áhangendur kortsins skýra þetta með því að portúgalskir kortagerðarmenn hafi komist yfir upphaflega kortið frá 1418 eða afrit þess, enda hafi – að þeirra mati – sæfarar eins og Magellan og Kólumbus stuðst við kort Kín- verja á siglingum sínum. Einnig er deilt um handbragðið og mál- farið á letrinu og sjá báðir í því rök fyrir sínu máli. Hollvinir kortsins benda á að forn skjöl og kort séu oftast fölsuð í gróðaskyni, enda seljist forn kort nú á háu verði. Til dæmis greiddi bókasafn Bandaríkjaþings nýlega tíu milljón dali fyrir afrit af heimskorti frá 1507 eftir Martin Waldseemüller, þýskan korta- gerðarmann. En Liu Gang greiddi hóflega summu fyrir umdeilda kortið og hefur margsinnis lýst því yfir að það sé ekki falt hvað sem í boði sé. En hvort sem Zeng He sigldi til Ameríku eða ekki, ber honum og þeim sem gerðu hann og flota hans út vissulega frægðarsess í sögu landkönnunar. Heimildir China beat Columbus to it, perhaps. The Economist 14. jan. 2006. Richard Gundle. Zheng He´s Voyages of Discovery.* UCLA International Institute 2006. Stephan Lovgren. „Chinese Columbus“ Map Likely Fake, Experts Say.* National Geographic News 23. jan, 2006. Gavin Menzies. 1421: The Year China Discovered the World. Harper 2003.* (Ekki hef ég lesið bókina, en henni eru gerð góð skil á netinu, auk þess sem höfundur svarar þar gagnrýni.) Wikipedia: Zheng He.* (Síðast endurskoðað 20. jan. 2006.) — * Sótt á netið K Ä R C H E R S Ö L U M E N N Teg: Teg: Teg:

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.