Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Qupperneq 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Qupperneq 45
Sjómannablaðið Víkingur – 45 síðar kom hann auga á þunglestað skip á leið upp fljótið, sex mílur á stjórnborða. Þetta var norska kolaflutningaskipið Storstad. Hann breytti stefnunni dálítið þannig að þau mættust á stjórnborða. Þá helltist skyndilega niðdimm þoka yfir fljótið. Kendall skipstjóri var þess full- viss, að hann hefði séð grænt stjórn- borðsljósið á Storstad, gaf skipun um fulla ferð aftur á bak og þeytti eimpípuna þrisvar til merkis um það. Þegar skipið var orðið ferðlaust, gaf hann það til kynna með tveim flautum úr eimpíp- unni. Árekstur Klukkan 1.55 birtist Storstad óvænt í þokunni og stefndi beint á Empress of Ireland. Þetta virðist hafa komið skip- stjórum beggja skipanna jafnmikið á óvart. Kendall skipaði, að sett yrði á fulla ferð áfram, en það var of seint, Storstad rakst af fullum þunga á farþegaskipið miðskips stjórnborðsmegin og stefni þess, sem var sérstaklega styrkt til sigl- inga í ís, gróf sig inn í skipið. Kendall kallaði um hátalara til skipstjóra Storstad að reyna að loka gatinu með því að hafa vélarnar á „áfram“, en það tókst ekki og innan skamms flæddi gríðarlegt magn af sjó inn í skipið. Ekki bætti úr skák, að á mörgum klefanna voru kýraugun opin, en slíkt var bannað meðan á siglingu stóð, og þar flæddi mikið inn eftir að skipið tók að hallast. Rafmagnið fór fljótt af og örvæntingarfullir farþegar, sem flestir höfðu verið í fastasvefni og því fáklæddir, og áhöfn þreifuðu sig áfram í myrkrinu í von um björgun. Empress of Ireland lagðist fljótlega á hliðina, sem varð til þess, að ekki var hægt að sjósetja björgunarbátana bak- borðsmegin, en tekist hafði að kom fá- einum niður stjórnborðsmegin. Aðeins 14 mínútum eftir áreksturinn hvolfdi skipinu. Kendall skipstjóri hentist út úr brúnni og lenti í sjónum, en var bjargað slösuðum um borð í bát. Strax eftir áreksturinn sjósetti áhöfnin á Storstad alla björgunarbáta sína og tókst að bjarga á fimmta hundrað manns. Reynt var eftir föngum að hlúa að fólkinu, sem var erfitt, því margir voru illa á sig komnir og Storstad var flutningaskip og engan veginn í stakk búið að taka við hröktum Járnbraut og skip Á árunum 1881-1885 var lögð járnbraut milli austurhluta Kanada og Kyrrahafs- strandarinnar. Járnbrautin var í fyrstu ætluð eingöngu til vöruflutninga, en far- þegum fjölgaði jafnt og þétt og þar með var lagður grunnurinn að uppbyggingu vesturfylkja Kanada, sem m.a. laðaði til sín innflytjendur frá Evrópu. Víst er, að margir Vestur-Íslendingar drýgðu tekjur sínar með vinnu við brautarlagninguna. Á sama tíma fékk Kanadíska járnbrautarfélagið (The Canadian Pacific Railway, CPR) leyfi til að hefja siglingar frá Vancouver til Japans og Kína. Síðan hóf félag- ið reglubundnar farþegasiglingar frá Englandi til Kanada. Liverpool var heimahöfn skipa félagsins á Englandi. Sagt var, að CPR væri stærsta flutninga- félag í heimi. Kyndarinn Einn af mörgum, sem stóðu vaktina við gufukatlana þessa örlaganótt, var William Clake. Hann var einn af kyndurunum. Þegar áreksturinn varð, klifraði hann upp stiga, sem lá beint upp á þilfar. Þar hjálpaði hann við að sjósetja björgunarbát. Hann hafði reynsluna, því hann hafði verið kyndari á Titanic tveim árum fyrr. Örlög hans eru ókunn. Skipskötturinn Emmy Það er víst gömul hjátrú meðal sjó- manna, að kettir færi skipi og skip- verjum gæfu. Empress of Ireland átti einmitt skipskött, gulbrúna læðu, sem gekk undir nafninu Emmy, sem aldrei hafði misst af ferð. Nú vildi hins vegar svo til, að fyrir þessa örlagaríku ferð fannst Emmy hvergi þrátt fyrir mikla leit og því sigldi Empress of Ireland sína hinstu ferð skipskattarlaus. Sagan segir, að þegar Empress of Ireland lagði frá bryggju, hafi Emmy setið á þakinu á 27. bryggju, en þar voru líkin einmitt borin á land dag- ana á eftir. Á þilfari Empress of Ireland. Myndin er líklega tekin um eða fyrir 1910.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.