Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Page 46
46 – Sjómannablaðið Víkingur
mannfjöldanum. Farþegarnir voru því
brátt settir um borð í tvö minni skip og
fluttir til lands þar sem þeir fengu að-
hlynningu, þurr föt og mat og gistingu.
Þegar dagur rann kom í ljós að alls
hafði 465 manns hafði verið bjargað, en
1012 fórust. Margir munu hafa lokast
inni í klefum sínum, og margir buguðust
undan kuldanum í sjónum, en sjávarhiti
var rétt yfir frostmarki. Af þeim, sem fór-
ust var 51 á fyrsta farrými, 205 á öðru og
584 á því þriðja. 138 börn voru í hópn-
um og aðeins 4 björguðust.
16. júní var sjóréttur settur og starf-
aði hann í 11 daga. Auk skipverja voru
nokkrir farþeganna kallaðir fyrir.
Niðurstaðan varð sú, að áhöfninni á
Storstad væri um að kenna; skipið hefði
breytt um stefnu, fyrsti stýrimaður, sem
var í brúnni, bæri ábyrgðina; hann hefði
auk alls annars vanrækt að kalla skip-
stjóra upp til sín þegar þokan skall á.
Norskur sjóréttur var öndverðrar
skoðunar. Nú hófust málaferli og út-
gerðin gerði kröfu um 2 milljónir dollar
og vann.
Íslendingur um borð
Blaðið Heimskringla í Winnipeg, undir
ritstjórn dr. Rögnvaldar Péturssonar, birti
hinn 4. júní ítarlega frétt af slysinu undir
fyrirsögninni „Empress of Ireland brotin,
sokkin.“ Ritstjórinn gat þess ekki, að
meðal farþeganna var bróðir hans, Hann-
es Pétursson, fasteignasali ásamt konu
sinni Tilly. Þau voru á leið til Íslands.
Þau hjónin komust af og 11. júní birtist
frásögn Hannesar af þessari hræðilegu
lífsreynslu í Heimskringlu. Hann segir í
bréfinu sem var skrifað í Quebeck 31.
maí: „Við notuðum tímann vel fyrir og
eftir kveldverð til að skoða og kynna
okkur skipið, og kom það að góðum
notum síðar.“
Þetta gerði þeim hjónum auðveldara
að komast upp á þilfar; má vera, að fæst-
ir hafi gert þetta og því verið illa færir
um að rata. Hann lýsir árekstrinum:
„Klukkan rétt eftir tvö vaknaði ég, og var
að staulast fram úr rúminu til að fá mér
að drekka, þegar rétt um leið kom voða-
rykkur, einsog skipinu væri hálf-lyft upp
og fært til út í hliðina. Af því ég er ekki
sjómaður, hélt ég að það mundi hafa
hvesst meðan ég svaf og þetta væri stór-
sjór.“
Þau hlupu fram á náttklæðunum og
leituðu uppgöngu og upp komust þau,
þótt mannþröngin væri mikil og skipið
farið hallast svo erfitt var að fóta sig. Þau
komust upp á „prómenaði-dekk“.
„Tók ég þá eftir því, að hægt mundi
vera að komast upp á efstu þiljur, því ég
mundi hvar stiginn var.“ Þeim tókst það
Hvaleyrarbraut 27 · 220 Hafnarfjörður
Sími: 564 3338 · Fax: 554 4220
GSM: 896 4964 ·898 2773
Kt.: 621297-2529
Storstad eftir áreksturinn.
Öryggismál
Eftir Titanic-slysið voru gerðar meiri
kröfur til öryggis farþega og áhafn-
ar en áður hafði verið. Útgerð Em-
press of Ireland hafði frá upphafi
vega hugað vel að öryggisbúnaði í
skipum sínum. Um borð í Empress
of Ireland voru 16 stórir björgunar-
bátar úr stáli, auk 26 minni, og gátu
þeir borið rúmlega 1950 manns,
sem var meira en nóg fyrir farþega
og áhöfn. Snemma í maí 1914 var
Empress of Ireland í höfn í Liver-
pool á Englandi og þá var haldin
björgunaræfing og það tók aðeins
um 4 mínútur að slaka öllum bátun-
um niður.