Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Qupperneq 53
Sjómannablaðið Víkingur – 53
mun þó fara ferð til Evrópu á næsta ári þar sem skipið verður tekið í
þurrkví til yfirferðar. Ákvað útgerðin því að bjóða upp á þrjár ferðir
með skipinu í Evrópu og fóru viðtökurnar langt fram úr væntingum
útgerðarinnar því strax og opnað var fyrir sölu á miðum hrundi síma-
kerfi bókunaraðila sökum álags. Uppselt er í allar ferðirnar en útgerðin
áætlar að systurskipið, Allure of the Sea, muni einnig fara í þurrkví á
árinu 2015 og sami háttur verði þá einnig hafður á með skemmtiferðir
í Evrópu. Nú er því fyrir áhugasama að fylgjast vel með miðasölum
skemmtiferða.
Skipstjóri sakfelldur
Fyrrum skipstjóri og 2. stýrimaður á ferjunni Condor Vitesse, sem er
82 metra háhraðaferja, hafa verið fundnir sekir um manndráp fyrir
frönskum dómstól eftir að hafa lent í árekstri við franskan fiskibát.
Skipstjórinn Paul Le Romancer og stýrimaðurinn Yves Tournon voru
báðir í brúnni þegar skip þeirra sigldi á fiskiskipið Les Marquises, á 36
hnúta ferð, undan eyjunni Jersey með þeim afleiðingum að skipstjóri
þess síðarnefnda fórst en tveir björguðust. Le Romancer missti réttindi
sín í fimm ára auk þess að fá 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi en
stýrimaðurinn fékk sex mánaða skilorð. Þeim var síðan báðum gert að
greiða ekkju skipstjórans 8.000 evrur og 3.000 evrur til hvors eftirlif-
andi barna hans. Þá var þeim gert að greiða þeim sem komust lífs af
2.000 evrur hvorum í miskabætur.
Vinnumálasamþykkt sjómanna
Vinnumálasamþykkt Alþjóða vinnumálastofnunarinnar frá árinu 2006
(MLC 2006) öðlaðist gildi í ágúst síðastliðnum og er þessi samþykkt
mjög mikilvægur ávinningur fyrir sjómenn sem hún nær til. Það voru
ekki margir dagar liðnir þegar byrjað var að kyrrsetja fyrstu skipin sem
ekki uppfylltu öll ákvæði samþykktarinnar. Fyrstu skipin sem fengu
rauða spjaldið voru stöðvuð í Kanada og Danmörku. Í Kanada var það
Lia M og í Danmörku Atlantic Carrier en þau voru bæði stöðvuð þar
sem ekki voru til staðar ráðningarsamningar fyrir skipverja. Um borð í
Lia M kvartaði áhöfnin um að hún hefði ekki fengið greidd laun og að
í ráðningarsamninga vantaði nafn skipsins, dagsetningar og upplýs-
ingar um launakjör. Þá fengu skipverjar enga peninga, ekki sjampó,
tannkrem eða aðra hreinlætisvörur. Einum skipverja hafði verið mein-
að í tvígang um að leita sér læknis og skipverjarnir voru þvingaðir til
að skrifa undir samning sem innihaldið vantaði. Í báðum tilfellum
héldu útgerðir skipanna því fram að þær uppfylltu ákvæði MLC sam-
þykktarinnar. Rússar og Spánverjar kyrrsettu einnig skip skömmu síð-
ar á sömu forsendum.
Aðeins þjóðríki sem undirrituðu MLC 2006 samþykktina fyrir 20.
ágúst 2012 geta framkvæmt hafnarríkisskoðun á MLC ákvæðunum en
nú eru aðeins 12 ríki sem hafa fullgilt samþykktina. Þau eru Búlgaría,
Kanada, Króatía, Kýpur, Danmörk, Lettland, Holland, Noregur, Pól-
land, Rússland, Spánn og Svíþjóð. Koji Sekimizu, aðalritari Alþjóða-
siglingamálastofnunarinnar IMO, sagði að MLC 2006 samþykktin
markaði mikilvæg tímamót í velferð og vinnuaðstöðu sjómanna sem
og fyrir skipaútgerðir sem efnahagskerfi heimsins treysti á. Ekki er þó
allt gull sem glóir í málefnum sjómanna því nú hafa stjórnvöld í
Panama tekið þá ákvörðum að samþykktin nái ekki til lærlinga um
borð í skipum undir þeirra fána. Hefur þessi ákvörðun þeirra valdið
miklum kurr meðal siglingaþjóða. Gáfu stjórnvöld út tilskipun sem
kveður á um hvaða fólk teljist ekki til sjómanna en auk lærlinganna
eru á þeim lista eftirlitsmenn, vopnaðir verðir, sérfræðingar og hverjir
aðrir sem stjórnvöld ákveða. ITF hefur bent á að í MLC 2006 sé sú
skilgreining á sjómönnum að það sé hver sá sem er ráðinn eða vinni á
skipi í hvaða stöðu sem er. Mark Dickinson formaður Nautilus, stéttar-
félags yfirmanna í Evrópu, sagði það mikil vonbrigði að stærsta fána-
ríki í siglingum reyni að sniðganga markmið og metnað alþjóðasam-
komulags. Bresk yfirvöld hafa ákveðið að undanskilja vopnaða verði
um borð í breskum skipum frá samþykktinni.
Keppni sjómanna
Marine Society í Bretlandi stendur fyrir keppni meðal sjómanna í skap-
andi skrifum. Keppnin Writing@Sea er opin öllum sjómönnum og
fyrrum sjómönnum en í boði eru verðlaun upp á 1.000 pund. Verð-
laun eru veitt fyrir besta ljóðið og bestu smásöguna. Ljóð mega vera 80
línur eða 800 orð að hámarki en stuttsögurnar að hámarki 3.000 orð.
Skilafrestur er til 31. desember og er því ekki eftir neinu að bíða. Snar-
ið hugverki ykkar á netfangið competitions@ms-sc.org.
Dæmdar bætur
Áfríunardómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt þarlend stjórnvöld
ábyrg fyrir skemmdum er bandaríska strandgæslan olli við eiturlyfja-
leit um borð í ekvadorísku fiskiskipi. Stjórnvöld í Ekvador höfðu
heimilað bandarísku strandgæslunni að fara um borð í skipið gegn því
að stjórnvöld greiddu bætur til útgerðar skipsins fyrir þeim skemmd-
um sem af gætu hlotist við leit um borð. Ekki hafði verið gengið frá
bótum fyrir skipverjanna sem höfðuðu málið en engin eiturlyf fundust
í skipinu.
Söfnun og aðstoð
Strax eftir hörmungarnar á Filippseyjum hófu velferðarsamtök sjó-
manna markvissa vinnu í að aðstoða filippínska sjómenn í að ná sam-
bandi heim til að fá fregnir af fjölskyldum sínum. Meira en 20% allra
sjómanna í heiminum koma frá Filippseyjum og hafa sjómannaprestar
um allan heim unnið dag og nótt við að aðstoða þessa sjómenn á þess-
um erfiðu stundum. Þá hófu Sailors’ Society söfnun og er takmarkið
að safna 100.000 pundum. Þegar þetta er skrifað höfðu þeir náð 70%
upphæðarinnar en margar útgerðir hafa lagt fé í sjóðinn þar sem þeirra
sjómenn koma frá flóðasvæðunum.
Í haldi í viku
Ankur Varma, þriðji stýrimaður á olíuskipinu Cotton, opnaði hurðina
að klefanum sínum fimm mínútur í miðnætti þann 14. júlí s.l. Hann
átti síst von á því sem við honum blasti en það voru tveir menn vopn-
aðir AK-47 vélbyssum sem þeir beindu að honum. Þeir drógu Ankur
inn í klefann og með hlaupi þrýstu að brjósti hans sögðu þeir honum
að hafa hljótt. Fimmtán sjóræningjar voru þá komnir um borð í skipið
og stálu þeir öllum eigum skipverjanna sem og 10.000 tonna olíufarmi
skipsins þar sem skipið var statt undan Gabon í Vestur-Afríku. Héldu
þeir skipinu í sjö daga meðan þeir voru að losa farminn úr skipinu.
Cotton, sem siglir undir fána Möltu, var að flytja olíufarminn fyrir
stærsta franska olíufélagið Total SA. Atburðir eins og þessi eru orðnir
dæmigerðir fyrir sjórán við vesturströnd Afríku og er það svæði orðið
verra en Sómalíusvæðið. Árásirnar við Afríku eru fleiri og meira of-
beldi beitt. Ógnar þetta siglingum með olíufarma frá stærstu olíulind-
um í Afríku. Fjörutíu sjórán voru framin á fyrstu níu mánuðum ársins
í Gíneuflóa á móti tíu sjóránum við Sómalíu á sama tíma. Skipverjum
Cotton, sem voru 24, var sleppt eftir að farmurinn hafði verið losaður
en sjóræningjarnir sögðust vera frá Nígeríu. Ankur sagði að margir
skipverjanna hugleiddu að hætta til sjós eftir þessa lífsreynslu.
Olíuskipið Cotton var í haldi sjóræningja í 7 daga á meðan eigum skipverja og
farmi var rænt. Ljósmynd: Ron van de Velde