Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Síða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Síða 56
56 – Sjómannablaðið Víkingur Minnisvarðinn á Bíldudal Í seinasta tölublaði sagði Árni Björn Árnason frá siglingu sinni umhverfis landið á Húna. Í greininni, á bls. 21, er í myndatexta minnst á minnismerki helgað Pétri Brynjólfssyni. Þetta er ekki rétt og skrifast alfarið á bráðræði ritstjóra vors og klaufaskap sem hann biðst afsökunar á. „Hér ræðir um minnisvarða á Bíldudal er reistur var 1954 til minningar um átta sjómenn sem fórust með seglskútunni Gyðu 10. apríl 1910,“ upplýsir Árni Björn og heldur áfram: „Mastrið af Gyðu kom upp árið 1953 með veiðarfærum Frigg BA og var reist sem hluti minnisvarðans. Árið 2003 var mastur Gyðu orðið lélegt og því endurnýjað með mastri Katrínar BA sem úreld var árið 1973 og brennd í Fossafirði. Mastur Katrínar hafði verið tekið úr skipinu og sett í geymslu áður en skrokkur hennar var brenndur. Mastrið er ellefu metra hátt, líkt og gamla mastrið af Gyðu. Seglskipið Gyða var í eigu Péturs Thorsteinssonar athafnamanns á Bíldu- dal og smíðuð þar undir stjórn Kristjáns Kristjánssonar skipasmiðs frá Ön- undarfirði Þegar Valur fórst Í 2. tölublaði þessa árs er átakanleg frásögn stýrimannsins Ellerts Guðjóns- sonar af því þegar Valur EA 110 fórst í apríl 1963. Á milli blaðsíðna 10 og 12 hefur fallið niður brot úr málsgrein er hljóðar svo: „Og þótt að Esjan færi vel með sig og væri gott sjóskip þá valt hún tölu- vert og nálægðin við landið var háskaleg. Tryggvi skipstjóri lét nú setja bak- borðsvélina á fulla ferð afturábak en hina á fullt áfram í þeirri von að snúa mætti skipinu.“ Fjölskylda Péturs; Sigríður Brynjólfsdóttir, Valgerður Brynjólfsdóttir, Bragi Hlíðar Kristinsson, Fríða Pétursdóttir og Sigfríður Liljendal Angantýsdóttir. www.hafkalk.is Slakandi steinefnablanda Náttúrulegt magnesíum og kalkþörungar úr hafinu

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.