Fréttablaðið - 02.09.2022, Qupperneq 2
Það er frábært að byrja
skólaárið á því að
sameinast í dansi.
Rebekka Karls-
dóttir, forseti
Stúdentaráðs
Afsláttur af
öllum vörum
laugardaginn
3. september.
Sölusýning
á morgun
Fimmtíu ár frá útfærslu landhelginnar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur skrifað bókina Stund milli stríða þar sem sögð er saga landhelgismálsins á árabilinu 1961-1971. Bauð Sögufélagið til
hófs í tilefni útgáfu bókarinnar í Sjóminjasafninu í Reykjavík í gær en þá voru fimmtíu ár liðin frá því Íslendingar færðu landhelgi sína úr 12 í 50 mílur. Guðni sagði
frá verkinu og meðal þeirra sem á hlýddu voru fulltrúar Landhelgisgæslunnar og fyrrverandi formaður Sjómannadagsráðs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
kristinnhaukur@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR Vestmannaeyjavöllur
verður tekinn inn í hinn vinsæla
tölvuleik Microsoft Flight Simula-
tor. Þetta var tilkynnt á miðvikudag
en einnig munu bætast við flugvell-
irnir í Mumbai á Indlandi og Davao
á Filippseyjum. Í tilkynningunni
segir að Vestmannaeyjavöllur sé
„lítill en áhugaverður völlur“.
Leikurinn fagnar nú 40 ára
afmæli, en upprunalega kom hann
út sem Flight Simulator 1.0 árið
1982. Það var hinn bandaríski Bruce
Artwick sem hannaði leikinn fyrir
IBM og hafa komið 14 uppfærslur á
honum síðan þá, sú nýjasta frá árinu
2020.
Alls eru 37 þúsund f lugvellir í
leiknum en aðeins í kringum 40
hafa fengið sérstaka meðferð með
auknum smáatriðum hjá hönnuð-
um og bætist Vestmannaeyjavöllur í
þann hóp. Einn íslenskur flugvöllur
var fyrir í þeim hóp, flugvöllurinn á
Ísafirði. n
Eyjavöllurinn í
þekktan tölvuleik
Vestmannaeyjavöllur á leik.
MYND/VESTMANNAEYJABÆR
Októberfest hófst í gær eftir
tveggja ára hlé vegna farald-
ursins. Um fjörutíu tónlist-
aratriði verða á hátíðinni og
er Rebekka Karlsdóttir, forseti
Stúdentaráðs, spenntust fyrir
Birgittu Haukdal.
birnadrofn@frettabladid.is
SAMFÉLAG Októberfest hófst í gær
og fer hátíðin nú fram í átjánda
sinn. Rebekka Karlsdóttir, forseti
Stúdentaráðs, segir mikinn spenn-
ing fyrir hátíðinni innan háskóla-
samfélagsins.
„Þetta ætti að vera tuttugu ára
afmælishátíð núna en hún féll niður
síðustu tvö ár svo við höfum beðið
spennt eftir þessu,“ segir Rebekka.
Hátíðin fer fram á háskólasvæð-
inu í Vatnsmýrinni, þar sem reist
hafa verið tvö stór tjöld með sviðum
þar sem tónlistaratriðin fara fram
„Svo erum við með Símatjaldið
þar sem er aðeins öðruvísi dagskrá
eins og partí-karókí og silent-diskó
og svo er matartjald,“ segir Rebekka.
Síðustu ár hefur verið lítið um
félagslíf innan háskólans vegna
Covid og segir Rebekka Októberfest
mikilvægan hlekk í því að byggja
félagslífið upp að nýju.
„Það var gerð tengslakönnun fyrir
og eftir Covid þar sem kannað var
hversu marga vini fólk ætti þegar
það kom í háskóla og hversu mörg-
um það kynntist fyrstu mánuðina. Í
ljós kom að fólk var að kynnast mun
færra fólki á þessum tíma sem far-
aldurinn gekk yfir,“ segir Rebekka.
„Þetta er eitthvað sem við í Stúd-
entaráði og háskólayfirvöld höfum
haft miklar áhyggjur af og tökum
því alvarlega að byggja upp þessi
tengsl milli stúdenta aftur,“ segir
hún. „Það er mikilvægt að kynnast
fólkinu sem maður er með í námi og
verður síðar kollegar manns.“
Á hátíðinni er boðið upp á um
fjörutíu tónlistaratriði og er dag-
Dansa í tjaldi á Októberfest
Októberfest er sögð mikilvæg fyrir félagslíf háskólanema. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
skráin afar fjölbreytt. Meðal þeirra
sem koma fram eru Sigga Beinteins,
Birgitta Haukdal, Floni, Friðrik Dór
og Lil Curly. Á morgun er svo boðið
upp á fjölskylduskemmtun milli
klukkan 14 og 16 þar sem í boði
verða skemmtiatriði og hoppu-
kastali fyrir börnin.
„Það sem kjarnar háskólasamfé-
lagið er að við getum ekki bara haft
eina tegund af tónlist ef við ætlum
að höfða til allra háskólanema,“
segir Rebekka. „Atriðin eru því eins
ólík og fólkið í háskólasamfélaginu.
Þarna getum við öll komið saman
og skemmt okkur,“ bætir hún.
Hátíðin er öllum opin, ekki bara
nemendum í Háskóla Íslands. Allir
sem sýna stúdentakort fá afslátt af
aðgöngumiða.
Spurð hvað hún sjálf sé spennt-
ust fyrir að sjá segir Rebekka það
vera Birgittu Haukdal. „Ég var með
plaköt af henni í herberginu mínu
og blóm í hárinu og svo sá ég hana
á Októberfest 2017 eða 2018 og það
var ógleymanlegt.“
„Ég held að það sé líka haldið
í september í Þýskalandi en við
höldum þetta talsvert fyrr en Þjóð-
verjarnir, það er bara út af veðrinu,“
svarar Rebekka spurð hvers vegna
Októberfest fari fram í september.
„Og það er frábært að byrja skóla-
árið á því að sameinast í dansi í
tjöldunum,“ bætir Rebekka við. n
helenaros@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Mótorhjólaklúbbur-
inn Harley á Íslandi hefur ákveðið
að fara í hópakstur á Ljósanótt, sem
fer fram í Reykjanesbæ um helgina,
án þess að skrá sig líkt og óskað
hefur verið eftir.
Þetta kemur fram á Facebook-
síðu klúbbsins en þar segir einnig
að þeir telji skráninguna gróft brot
á persónuverndarlögum.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri
á Suðurnesjum, segist ekki vita til
þess að það sé nokkur vandræða-
gangur varðandi hópaksturinn.
„Ég hef ekki heyrt af því,“ segir
Úlfar. Ef menn skrá sig ekki, þá fara
þeir ekki inn á lokaða svæðið.“
Á Ljósanótt hefur tíðkast að aka
glæsikerrum niður Hafnargötu en
ekið er undir eftirliti lögreglu og
björgunarsveita.
Til að tryggja öryggi bæði þátt-
takenda og áhorfenda þurfa þeir
sem taka þátt í hópakstrinum að
skrá bíl og ökumann hjá ábyrgðar-
mönnum til að öðlast þátttökurétt.
Dagskráin á Ljósanótt er að vanda
afar fjölbreytt. n
Mótorhjólafólk segist neita að skrá sig
Atli Bergmann er í stjórn Harley-
klúbbsins á Íslandi. MYND/SPESSI
2 Fréttir 2. september 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ