Fréttablaðið - 02.09.2022, Side 4
Íslendingar og Norð-
menn eru jákvæðari í
garð sáttmála en áður.
Gerendur geta verið
samstarfsfólk eða
yfirmenn en einnig
utanaðkomandi aðilar.
Edda Björk
Þórðardóttir,
lektor í lýð-
heilsuvísindum
Opinber vettvangur 15,7%
9%
12%
7,4%
13,6%
8,5%
10,7%
6,8%
15%
8,9%
11,8%
7%
13,1%
7,5%
9,8%
6,4%
5,8%
Heilbrigðisstörf
Stjórnunarstörf
Ferðaþjónusta
Sala og viðskipti
Listir og hönnun
Þjónustustörf
Lög og réttur
Tæknistörf
Matvælaframleiðsla
Fjármál
Veitingastörf
Framleiðsla
Vísindi
Félagsþjónusta
Menntun
Skrifstofustörf
Hlutfall kvenna sem hafa orðið fyrir
áreitni eða ofbeldi á núverandi vinnustað
Samkvæmt nýrri rannsókn
eru konur í mjög mismikilli
hættu á að verða fyrir kyn-
ferðislegri áreitni eða ofbeldi
eftir vinnustöðum. Vakta-
vinnukonur eru í meiri hættu
en dagvinnukonur.
kristinnhaukur@frettabladid.is
SAMFÉLAG Konur sem starfa á opin-
berum vettvangi eru í mestri hættu
á að verða fyrir kynferðislegri áreitni
eða ofbeldi. Vaktavinna og óreglu-
legur vinnutími er stór áhættu-
þáttur.
Þetta kemur fram í nýrri rann-
sókn sem unnin er upp úr gögnum
úr verkefninu Áfallasaga kvenna og
var birt í heilbrigðismálatímaritinu
Lancet í gær. Meginmarkmið hennar
var að skoða kynferðislega áreitni
og ofbeldi á vinnustöðum íslenskra
kvenna og áhættuþætti.
„Konur sem vinna vaktavinnu
eða eru með óreglulegan vinnu-
tíma eru líklegri til að verða fyrir
kynferðislegri áreitni og of beldi
á vinnustað en konur eingöngu í
dagvinnu. Konur á slíkum vinnu-
stöðum eru líklegri til að vera einar
með mögulegum geranda. Það er
mikilvægt að huga að þessu þegar
við skoðum hvernig hægt er að bæta
öryggi kvenna á vinnustöðum,“ segir
Edda Björk Þórðardóttir, lektor í lýð-
heilsuvísindum við Háskóla Íslands
og einn höfunda rannsóknarinnar.
Svarendur í rannsókninni voru
tæplega 16 þúsund konur úr öllum
atvinnugreinum. Hugað var vel að
aldursdreifingu, búsetu, tekjudreif-
ingu og fleiri þáttum til að endur-
spegla samfélagið sem best.
„Þær sem svöruðu endurspegla
kvenþjóðina vel,“ segir Edda. Um
þriðjungur kvennanna sagðist hafa
orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða
ofbeldi í vinnu og 8 prósent á núver-
andi vinnustað.
Konur á opinberum vettvangi eru
í mestri hættu á áreitni eða ofbeldi
Hæst er hlutfallið hjá þeim sem
starfa á opinberum vettvangi, 15,7
prósent. Þetta eru konur sem starfa
til dæmis við tónlist, í sviðslistum,
blaðamennsku, íþróttum og stjórn-
málum. Í ferðamennsku er hlut-
fallið 15 prósent, 13,6 prósent í lög-
gæslu og réttarkerfinu, 13,1 prósent
í framleiðslu og viðgerðariðnaði og
12 prósent í heilbrigðisgreinum.
Lægst mældist hlut fall ið í
almennum skrifstofustörfum, 5,8
prósent. Þar á eftir 6,4 prósent í
veitinga- og matreiðslugreinum og
6,8 í menntun.
„Gerendur geta verið samstarfs-
fólk eða yfirmenn en einnig utan-
aðkomandi aðilar. Til dæmis við-
skiptavinur, skjólstæðingur eða
sjúklingur,“ segir Edda. En þar sem
Sjálfvirkur
opnunarbúnaður og
snertilausir rofar frá
Þýsk gæðavara.
Snertilausir rofar
Skútuvogi 1h - Sími 585 8900
www.jarngler.is
áreitnin og of beldið er mest eru
konur líklegri til að vera í miklum
samskiptum við þriðja aðila.
Samkvæmt rannsókninni eru
yngri konur í meiri hættu en eldri,
hinsegin konur í meiri hættu en
gagnkynhneigðar og háskólmennt-
aðar í meiri hættu en konur með
minni menntun.
Rannsóknin er fyrsta lýðgrund-
aða rannsóknin af þessari stærðar-
gráðu þar sem kynferðisleg áreitni
og of beldi er skoðað eftir atvinnu-
greinum. Lítið er um eldri rann-
sóknir en hlutfall hefur mælst
á bilinu 11 til 70 prósent. Fyrri
rannsóknir hafa verið smærri í
sniðum og oft aðeins bundnar við
eina atvinnugrein. Þessi rannsókn
brýtur því blað.
„Það er sláandi hvað kynferðis-
leg áreitni og of beldi er algengt á
vinnustöðum hér á landi í ljósi þess
að Ísland er í efsta sæti heimslista
um kynjajafnrétti,“ segir Edda. n
kristinnhaukur@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Aðildarríkjum
Sameinuðu þjóðanna mistókst
að koma sér saman um alheims-
sáttmála um málefni úthafanna.
Tveggja vikna samningalotu lauk á
miðvikudag í New York.
Eins og Fréttablaðið hefur greint
frá hafa Íslendingar verið meðal
þeirra þjóða sem gerð úthafssátt-
málans hefur strandað á. Auk
Norðmanna, Rússa og Japana hafa
Íslendingar verið tregir til að sam-
þykkja reglur um fiskveiðar og
fengið gagnrýni umhverfisverndar-
samtaka fyrir.
Samkvæmt samtökunum World
Wildlife Fund, sem fylgjast náið með
samningagerðinni, hefur afstaða
Íslendinga og Norðmanna hins
vegar snúist mest á þessum fundi.
Eru þjóðirnar nú mun jákvæðari
gagnvart sáttmála en áður.
Rússar eru hins vegar enn þá and-
vígir mörgum ákvæðum sáttmálans
og Kínverjar hafa sínar efasemdir
um sum þeirra.
Þrátt fyrir að þetta tækifæri hafi
runnið út í sandinn eru menn von-
góðir um að lausn kunni að vera í
sjónmáli. Einkum vegna þess hversu
vel gekk að semja um málefni á
seinni stigum fundarins. Hafi ríkin
einfaldlega ekki haft nægan tíma til
að koma saman sáttmála.
Sum umhver f isverndarsam-
tök, eins og Greenpeace, gagnrýna
sendinefndirnar hins vegar fyrir
að taka málið ekki nógu alvar-
lega. Úthafssáttmáli sé eitt stærsta
umhverfismál samtímans, hann
geti ekki beðið endalaust heldur
þurfi að komast á blað sem fyrst.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær
næsti fundur verður en hugsanlegt
er að boðað verði til hans undir
lok ársins. Vegna þess hversu langt
þjóðirnar komust á þessum fundi er
búist við að sá næsti verði aðeins ein
vika í stað tveggja. n
Náðu ekki að gera úthafssáttmála
erlamaria@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL „Vinnuaðstæður
á bráðamóttökunni hafa verið erf-
iðar og óásættanlegar í langan tíma
og eðlilega hef ég miklar áhyggjur,“
segir Runólfur Pálsson, forstjóri
Landspítalans, um fjölmargar upp-
sagnir hjúkrunarfræðinga á bráða-
móttöku spítalans á síðustu mán-
uðum.
Í gær fækkaði stöðugildum á
bráðamóttökunni um tæplega níu.
Runólfur segir ákveðinn víta-
hring hafa skapast þegar kemur að
vinnuumhverfi. Það geri að verkum
að starfsfólk hreinlega gefist upp
sökum álags.
Samkvæmt tölulegum upplýs-
ingum frá Landspítalanum gerir
mönnunarlíkan spítalans ráð fyrir
90 stöðugildum hjúkrunarfræðinga
Stöðugildum á bráðamóttökunni hefur fækkað um fjórðung
Runólfur Páls-
son, forstjóri
Landspítalans
á bráðamóttökunni, en í febrúar
voru 84 þeirra fullmönnuð. Síðasta
hálfa árið hefur stöðugildum hins
vegar fækkað niður í 64, eða um
tæplega 24 prósent.
„Álagið á bráðamóttökunni er
mjög mikið og er búið að vera það
í langan tíma. Við höfum verið með
marga sjúklinga sem bíða eftir legu-
rými og eru í umsjá hjúkrunarfræð-
inga sem jafnframt þurfa að taka á
móti nýjum sjúklingum, sem fyrir
bragðið skapar mikið álag,“ segir
Runólfur.
Við slíkt álag segir Runólfur hætt
við að starfsfólk gefist hreinlega upp
og hætti, eins og raun beri vitni.
„Okkar stærsta áskorun núna er
að snúa þessari þróun við þegar
kemur að vinnuumhverfi starfsfólks
og við erum að vinna í þeim málum
sem stendur.“ n
helenaros@frettabladid.is
DÓMSMÁL Aðstandendur mannsins
sem myrtur var í Barðavogi þann 4.
júní krefjast alls fjörutíu milljóna
króna í bætur.
Magnús Aron Magnússon hefur
verið ákærður fyrir manndráp en
honum er gefið að sök að hafa ráðist
á nágranna sinn, fyrst inni á stiga-
gangi hússins og síðan fyrir utan
húsið. Hann er meðal annars sagður
hafa sparkað í, kýlt og traðkað ítrek-
að á höfði mannsins og brjóstkassa
með þeim afleiðingum að hann lést.
Málið var tekið fyrir í Héraðs-
dómi Reykjavíkur fyrr í vikunni. n
Tug milljóna krafa
í manndrápsmáli
Magnús Aron Magnússon árið 2019.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
gar@frettabladid.is
FASTEIGNIR Ríkinu voru boðnir alls
240 þúsund fermetrar af skrifstofu-
húsnæði eftir að auglýst var eftir
átta til tíu þúsund fermetrum.
„Í f lestum tilfellum er um að
ræða húsnæði sem enn hefur ekki
verið byggt, en er til afhendingar
á næstu 36 mánuðum,“ segir á vef
Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna.
Tillögurnar verða í framhaldinu
metnar, meðal annars út frá stað-
setningu, verði og tímasetningu
afhendingar húsnæðisins. n
Bjóða ríkinu 240
þúsund fermetra
4 Fréttir 2. september 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ