Fréttablaðið - 02.09.2022, Side 11

Fréttablaðið - 02.09.2022, Side 11
Meginefni málsins var að tryggja enn frekar flugöryggi. Svo eitt- hvað um hergagna- flutninga og svoleiðis smotterí. Eins og sumir aðrir átti ég von á því að þing kæmi saman í sumar. Til að ræða skýrslu ríkisendurskoðunar um sölu Bjarna Benediktssonar á hlutabréfum ríkisins í Íslands­ banka. Boðað var að skýrslan yrði til­ búin í júní. Nú er kominn septem­ ber og ekkert bólar á rannsókninni. Varla þarf að rifja upp að eitt af þeim sem voru handvalin til að fá að kaupa hlutabréfin var Banana­ lýðveldið ehf. Það var í eigu uppi­ standara. Einkar viðeigandi. Við skoðun ársreikninga kom í ljós að félagið var með umtalsvert neikvætt eigið fé. Sumsé tækni­ lega gjaldþrota, en var samt valið sérstaklega til að kaupa eignir almennings og græða svolítið á snúningnum. Aftur mjög viðeigandi. Og kunnuglegt. Forsenda velsældar En úr því okkur skortir nýlegar þingræður til að vitna í, þá er hér ein af þeim síðustu sem fluttar voru í vor. Sennilega hafa allir gleymt þessari ræðu nema við Njáll Trausti Friðbertsson. Umræðuefnið var frumvarp til laga um loftferðir. Jájá, ég veit að þetta hljómar ákaflega ósexí, en ekki sofna alveg strax. Meginefni málsins var að tryggja enn frekar flugöryggi. Svo eitthvað um hergagnaflutninga og svoleiðis smotterí. Einhver hefði haldið að flug­ umferðarstjórinn Njáll Trausti hefði þarna haft frumkvæði á sínu sérlega þekkingarsviði. Nei, ekki var það svo. Þarna var verið að staðfesta ýmsar reglugerðir Evrópusam­ bandsins um öryggi í flugsam­ göngum. Meginefni þeirra var frá 2018. Það tók íslenzk stjórnvöld sumsé fjögur ár að lögfesta þær. Þrátt fyrir – svo ég vitni beint í Njál Trausta: „[Þær eru] mikilvæg forsenda fyrir samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga, rekstri flug­ valla, flugleiðsögu og annarra aðila sem starfa á markaðnum. [Þetta ofangreint] er ein forsenda efnahagslegrar velsældar og sam­ keppnishæfni nútímasamfélags.“ Atarna er ekki lítið sagt og aftur er nú bölvað Evrópusambandið að gera okkur óleik. Trúlega er þarna þýðingarvilla og fyrra ellið hefur skotizt óvart inn í velsæld. Dómstóllinn Ræða Njáls var merkileg fyrir fleiri hluta sakir. Það er eilíft viðfangsefni þegar reglur ESB eru leiddar í lög, hvort slík samþykkt standist stjórnar­ skrána. Fullveldið og sjálfstæðið, muniði? Okkar helgustu vé. Njáll var með allt uppi á borðum og sagði nefndina hafa rannsakað „hvort slíkt væri annmörkum háð með tilliti til ákvæða stjórnar­ skrárinnar í ljósi þeirrar aðkomu erlendra aðila að framkvæmdar­ valdi og dómsvaldi sem reglugerð­ in felur í sér. Með hliðsjón af því svigrúmi sem löggjafinn hefur til mats á túlkun stjórnarskrárinnar var það hins vegar mat meiri hluta nefndarinnar að frumvarpið væri í samræmi við hana.“ Þetta er ekki beinlínis þjáll texti, en í honum felst samt þetta: Umhverfis­ og samgöngunefnd Alþingis tók að sér að meta og túlka stjórnarskrána. Um aðkomu erlendra aðila að framkvæmdavaldi og dómsvaldi. Niðurstaða nefndarinnar var að þetta stöff væri bara alltílæ. Fínt. Og nauðsynlegt. Enda velsældin í húfi. Leiðum alveg hjá okkur efnis­ atriði málsins, en þarna var þing­ nefnd að taka sér stöðu sem stjórn­ lagadómstóll, með því að ákveða hvað stæðist stjórnarskrána og hvað ekki. Viðurhlutaminni verkefni hafa flugumferðarstjórar tekið að sér. Hitt gleymdist alveg að segja okkur hinum, hvaðan þing­ nefndir hefðu fengið þetta vald, sem allajafna ætti að vera á fororði dómstóla. En það er áreiðanlega Evrópu­ sambandinu að kenna líka. Et tu, Birgir? Þingnefndum er samt nokkur vorkunn. Öllum hefur orðið fyrir löngu ljóst að Evrópusam­ starf Íslendinga er komið út fyrir þanþol stjórnarskrárinnar. Jafnvel hinum skáldgáfuðustu túlkendum hennar. Af því að heimurinn breytist, en stjórnarskráin ekki. Meiraðsegja Birgir Ármanns­ son, óþreytandi talsmaður engra breytinga á neinu nokkurs staðar, hefur viðurkennt þennan vanda. Ég nenni ekki að fletta upp ummælunum, en get skrifað þetta fyrir hann: „Mér sýnist ljóst á þeirri þróun, sem orðið hefur í alþjóðlegu samstarfi, að hér þurfi að gæta að ýmsum ákvæðum stjórnarskrár­ innar, sem virðast að athuguðu máli ekki alveg hafa fylgt þeirri þróun sem þar hefur orðið. Við getum hins vegar ekki hrapað að breytingum á stjórnarskránni. Hún er grundvöllurinn að full­ veldi okkar, en mér sýnist þegar allar aðstæður eru metnar og margvísleg sjónarmið hafa komið fram, að þá þurfum við að huga að breytingum að þessu afmarkaða leyti.“ Alþingi er semsagt að sveigja eða brjóta stjórnarskrána nokkrum sinnum á vetri, en hefur tekið sér vald til að ákvarða að svo sé ekki. Stóru málin En allt eru þetta nú neðanmáls­ greinar, kæru lesendur, á meðan við bíðum upplýsinga um stóru málin. Til dæmis um hvers vegna Bananalýðveldið keypti hlut í ríkis­ banka af Bjarna Benediktssyni. n Stóru málin (svo) Karl Th. Birgisson n Í dag FÖSTUDAGUR 2. september 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.