Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.09.2022, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 02.09.2022, Qupperneq 24
Frumsýnd 9. september 2022 Aðalhlutverk: Tilda Swindon og Idris Elba Handrit: George Miller, Augusta Gore og A.S. Byatt (byggt á smá- sögunni The Djinn in the Night ingale’s Eye) Leikstjóri: George Miller Frumsýnd 30. september 2022 Aðalhlutverk: Sosie Bacon, Jessie T. Usher og Kyle Gallner Handrit: Parker Finn Leikstjóri: Parker Finn Frumsýnd 23. september 2022 Aðalhlutverk: Olivia Wilde, Florence Pugh, Chris Pine og Harry Styles Handrit: Katie Silberman, Carey Van Dyke og Shane Vand Dyke Leikstjóri: Olivia Wilde Fléttan og uppbygg- ingin minnir óneit- anlega á margt af því besta sem Stephen King hefur gert. Á endanum stenst hún ekki freisting- una og gerir nokkuð sem kemur þeim báðum mjög á óvart. Nú kemur hún aftur í bíó og ný kynslóð fær að að sjá hana á hvíta tjaldinu. Rose verður að horfast í augu við slæma hluti úr fortíð sinni. Á ráð- stefnu í Istanbúl rekst hún á íslamskan anda sem býður henni þrjár óskir. Er hún föst í martröð? Er hún vakandi eða sof- andi? Avatar gerist í framtíðinni og segir frá fyrrverandi hermanninum Jake Sully sem lamaðist í bar- daga á Jörðinni og er bundinn við hjólastól. Er hann sendur út í geim í Avatar-verkefnið á fjarlægri plán- etu sem heitir Pandora. Pandora, undurfögur skógi vaxin pláneta sem býr yfir miklu magni af verðmætum málmi. Er ætlun jarðarbúa að nýta þær auðlindir sem þar eru og græða óheyrilega í leiðinni. Hins vegar stendur eitt vandamál í vegi fyrir þeim: þeir sem búa þar. Á Pandoru býr ættbálkur vera sem líkjast manninum í útliti og nefnast Na‘vi. Eru þær taldar frumstæðari en mannfólkið, þrátt fyrir að vera með líkamlega yfirburði. Na‘vi búa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og vilja alls ekki flytja sig um set svo mannfólkið geti nýtt málmana sem leynast undir heimkynnum þeirra. Því er Jake fenginn til að taka þátt í verkefni þar sem líkami hans er sameinaður líkama Na‘vi og hann sendur til plánetunnar sem svo- kallaður Avatar til að njósna fyrir hermennina sem eru að undir- búa árás á frumbyggjana. Þegar Jake kynnist og verður ástfanginn af hinni fallegu Na‘vi-prinsessu Neytiri f lækist leikurinn og hann þarf að ákveða hvorum megin víg- línunnar hann ætlar að standa. Avatar sló eftirminnilega í gegn þegar hún var fyrst frum- sýnd, 2009. Nú kemur hún aftur í kvikmyndahús og ný kynslóð fær að njóta þess að sjá hana á hvíta tjaldinu, auk þess sem þeir eldri geta endurnýjað kynnin. n Sambíóin og Smárabíó Blámar á ný Frumsýnd 23. september 2022 Aðalhlutverk: Sam Worthington, Zoe Saldana, Sigourney Weaver og Michelle Rodrigues Handrit: James Cameron Leikstjóri: James Cameron Ef það lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt eru líkur á að svo sé. Á sjötta áratugnum búa ung hjón, Alice og Jack Chambers, í útópísku tilraunasamfélagi. Allt fólkið er ungt og fallegt, kon- urnar vinna heima og stunda alls kyns tómstundir sem eru skipu- lagðar fyrir þær. Húsin eru falleg og búin öllum þægindum, bílarnir flottir og tískan líka. Meira að segja veðrið er óaðfinnanlegt – alla daga. Alice hefur samt vaxandi áhyggjur af því að ekki sé allt sem sýnist. Hvað eru eiginmennirnir að bralla á daginn? Í hverju felst vinna þeirra? Fleiri eiginkonur velta þessu sama fyrir sér. Alice fer að upplifa undarlega og hrollvekjandi hluti. Hún áttar sig ekki almennilega á því hvort þetta er að gerast í raun og veru eða hvort hana er að dreyma. Er hún föst í martröð? Er hún vakandi eða sofandi? Leikstjóri myndarinnar, Olivia Wilde, leikur jafnframt í henni. Upphaflega ætlaði hún að leika aðalhlutverkið en snerist hugur eftir að hún sá Florence Pugh í Midsommar (2019) og bauð henni aðalhlutverkið. Shia Labeauf var upphaflega ráðinn í hlutverkið sem Harry Styles leikur í myndinni en var lát- inn fara. Wilde staðhæfði að hann hefði verið erfiður á tökustað. Don’t Worry Darling er dularfull spennumynd sem heldur áhorf- andanum spenntum til síðustu sekúndu. n Sambíóin, Laugarásbíó og Smára- bíó Martröð í eyðimörkinni Eftir að dr. Rose Cotter verður vitni að skelfilegu atviki sem hendir sjúkling hennar byrjar hún að upp- lifa undarlega og óhugnanlega – og óútskýranlega – hluti. Rose verður að horfast í augu við slæma hluti úr fortíð sinni eigi hún að sleppa lifandi frá þessum skelfi- lega nýja veruleika. Hún kemst að því að fjöldi óhugnanlegra dauðsfalla hefur orðið og sameiginlegur þráður virðist tengja þau öll – eitthvað sem ekki er hægt að útskýra , eitt- hvað sem engin náttúruleg skýring er á. Fjöldi manns hefur látist voveif- lega í kjölfar þess að upplifa sama hlutinn. Svo virðist sem allir sem upplifa þennan hlut séu bráðfeigir. Áhorfandinn gleymir því að hann er með popp og gos og getur ekki annað en setið spenntur á sætisbríkinni og gefið þessari mynd alla sína athygli. Fléttan og uppbyggingin minnir óneitanlega á margt af því besta sem Stephen King hefur gert. Þetta er fyrsta kvikmynd leik- stjórans Parker Finn í fullri lengd en engan byrjendabrag er að sjá á henni. Gaman verður að fylgjast með hrollvekjum og ráðgátum frá honum í framtíðinni. n Sambíóin Hrollur í anda King Einmana fræðimaður á ferð í Istan- búl kemst yfir íslamskan anda sem býður henni þrjár óskir gegn því að hún veiti honum frelsi. Dr. Alithea Binnie (Tilda Swindon) er fræðimaður – ánægð með lífið, rökhyggin og yfirveguð. Hún er mikið fyrir sig og vill ekki mikinn glaum og gleði. Hún er barnlaus en átti eitt sinn eigin- mann. Á ráðstefnu í Istanbúl rekst hún á íslamskan anda (Idris Elba) sem býður henni þrjár óskir í skiptum fyrir frelsi. Þessu fylgja tvö vandamál. Í fyrsta lagi efast hún stórlega um að andinn sé raunverulegur og í öðru lagi er hún fræðimaður á sviði sögu og goðsagna. Hún þekkir því vel allar sögurnar um hrakfarir þeirra sem fá og nýta sér óskir af þessu tagi. Andinn leggur sig allan fram um að sannfæra hana, segir henni stór- kostlegar sögur úr fortíð sinni. Á endanum stenst hún ekki freist- inguna og gerir nokkuð sem kemur þeim báðum mjög á óvart. n Sambíóin Forvitnin verður ofan á 8 kynningarblað 2. september 2022 FÖSTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.