Mosfellingur - 13.01.2022, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 13.01.2022, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ4 Gleðilegt nýtt ár, kæru Mosfellingar nær og fjær! Biblían er uppspretta góðrar visku sem talar oft inn í aðstæð- ur okkar. Safnaðarstarfið í Lágafellssókn byrjar hægt og rólega vegna aðstæðna í samfélaginu: guðsþjónustur hefjast sunnudaginn 16. janúar 2022 - auglýst nánar þegar nær dregur hvort það verði streymt eða á staðnum. sunnudagaskólinn ávallt kl. 13 - auglýst nánar þegar nær dregur hvort það verði streymt eða á staðnum. æskulýðsfélagið ósoM - hefst þriðjudaginn 18. janúar kl. 20. Foreldramorgnar - hefjast fimmtu- daginn 20. janúar kl. 10 - 12. Dagskrá: Opið hús. Fermingarfræðslur – prestarnir hafa samband við foreldra og forráðamenn í gegnum netpóst hvernig því verður háttað. Fylgist endilega vel með breytingum og útfærslum á safnaðarstarfi vegna sóttvarnatakmarkana á heimasíðunni okkar og facebooksíðu. www.lagafellskirkja.is & lagafellskirkja á facebook Heilsuefling af stað á Reykjalundi Nýtt námskeið er að fara af stað sem hluti af heilsurækt Reykjalundar. Námskeiðið er kallað heilsuefling og er kennt í íþróttahúsi Reykja- lundar klukkan 16:10 á mánudögum og miðvikudögum. Farið er í æfingar sem miða að því að bæta líkamsstöðu, líkamsbeitingu, auka líkamsvitund og draga úr verkjum í daglegu lífi. Fjölbreyttar æfingar s.s. gólfæfingar á dýnu, dans, stöðugleika- og jafnvægisæfingar, almennar styrktaræfingar o.fl. Þátttakendur þurfa að geta komist þægilega niður á gólf og framkvæmt æfingar á dýnu. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru sjúkraþjálfarar á Reykjalundi og má sjá nokkra þeirra á meðfylgjandi mynd. Hægt er að ganga frá skráningu í móttöku Reykjalundar eða á heimsíðu. Ásamt þessu nýja námskeiði er áfram boðið upp á vatnsleikfimihópa og karlaleikfimi í heilsurækt Reykja- lundar. Á myndinni eru Hera Rut Hólmarsdóttir, Sylvía Spilliaert og Kristín Magnúsdóttir sjúkraþjálfarar. Vinningshafar í jólakrossgátu Í jólablaði Mosfellings gafst lesendum kostur á að spreyta sig á verðlaunakrossgátu. Dregið hefur verið úr innsendum lausnum og eru sigurvegararnir þau Finnbogi Rútur Hálfdánarson Brattholti 15 og Vigdís Másdóttir Laxatungu 199. Vinningshafarnir fá gjafabréf á veitingastaðinn Barion í Mosfellsbæ og verður gjafabréfunum komið til þeirra á næstu dögum. Lausnarorð krossgátunnar var „Lengi býr að fyrstu gerð“. Við þökkum þeim fjölmörgu sem sendu inn rétta lausn og óskum vinningshöfum til hamingju. - Jólakrossgáta Mosfellings og Barion36 Verðlauna krossgáta Mosfellingur og Barion bjóða upp á jólakrossgátu Verðlaun í boði Barion Mosó Dregið verður úr innsendum lausnar­ orðum og fá tveir heppnir vinningshafar 5.000 kr. gjafabréf frá Barion Mosó. Sendið lausnarorðið sem er í tölusettu reitunum, 1­21, á netfangið krossgata@mosfellingur.is eða heimilisfangið Mosfellingur, Spóahöfða 26, 270 Mosfellsbæ. Merkt „Jólakrossgáta”. Skilafrestur er til 6. janúar. Látið fylgja nafn og heimilisfang. H öf un du r k ro ss gá tu : B ra gi V . B er gm an n ­ b ra gi @ fr em ri. is Mest lesnu fréttirnar á Mosfellingur.is árið 2021 Sorgarferlið ansi flókið Frétt | Vinkonurnar Anna Lilja Marteinsdóttir og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir eiga margt sameiginlegt. Þær heita báðar Anna, eru þrítugar, búa í Mosó, og búa báðar yfir þeirri reynslu að hafa misst maka sinn fyrir þrítugt. Þar af leiðandi hafa þær báðar verið nánasti aðstandandi þess sem missir. Þær hafa verið vinkonur frá sextán ára aldri og fylgst að síðan þá. Á dögunum opnuðu þær vefsíðuna Tilstaðar.is þar sem hægt er að kaupa eins konar samúð- argjöf eða box með litlum glaðningi ... Nettó opnar í Mosfellsbæ Frétt | Föstudaginn 4. júní mun Nettó opna nýja verslun við Sunnukrika 3 í Mosfellsbæ. Unnið hefur verið hörðum höndum að því að standsetja rýmið síðustu vikur. Í Sunnukrika er einnig að finna heilsugæslu, apótek, bensíndælur og kjötbúð. „Við höfum horft til Mosfellsbæjar mörg undanfarin ár og erum ótrúlega spennt fyrir því að opna,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson framkvæmdastjóri verslunar- sviðs Samkaupa. „Staðsetningin er mjög spennandi ... Kaffi Kjós lokar eftir 23 ára rekstur Frétt | Kaffi Kjós, þjónustumið- stöð sem staðsett er í suðurhlíð- um Meðalfells, verður nú lokað. Hjónin Hermann Ingólfsson og Birna Einarsdóttir á Hjalla hafa staðið vaktina í 23 ár. Nú hefur verið skellt í lás og er stað- urinn til sölu. Árið 1998 fluttu þau hjónin lítið hús upp í Kjós og skírðu það Kaffi Kjós. Fljótlega var byrjað að selja kaffibolla og súkkulaðistykki og hefur starfsemin heldur betur eflst með árunum ... Á www.mosfellingur.is eru birtar helstu fréttir úr blaðinu • Þrjár fréttir efstar á lista 12. september3. júní 3 2 1 2. apríl Víða skapaðist hætta um áramótin vegna sinuelda enda þurrt í veðri og mikill vindur. Eldur komst nálægt húsum m.a. í Leirvogstungu, Holtunum og í Höfðunum. Litlu munaði að eldur bærist í íbúðarhús við Rituhöfða og má þakka snarræði unglingspilta í grenndinni að ekki fór verr. Allir lögðust á eitt og þótti mildi að ekki hafi orðið tjón. eldur í sinu neðan holtahverfis M yn di r/ Ra gg iÓ la sinueldar víða í Mosfellsbæ

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.