Mosfellingur - 07.04.2022, Side 10

Mosfellingur - 07.04.2022, Side 10
Gabríel Kristinn ung- kokkur Norðurlanda Mosfellingurinn Gabríel Kristinn Bjarnason sigraði keppnina um ungkokk Norðurlandanna á dögun- um. Keppnin fór fram í Herning í Danmörku en um er að ræða besta árangur Íslands á mótinu til þessa. Íslensku keppendurnir voru í efstu sætum í öllum sínum flokkum á Norðurlandamóti matreiðslumanna 2022. Gabríel Kristinn er með kokkablóðið í æðunum en faðir hans, Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari, hefur löngum verið viðlogandi kokkalandslið Íslands og veitingageirann. - Fréttir úr bæjarlífinu10 Lovísa Jónsdóttir er nýr oddviti Viðreisnar í Mosfellsbæ • Bjóða fram í annað sinn Frjálslyndi og jafnrétti er leiðarstef okkar Framboðslisti Viðreisn- ar fyrir sveitarstjórn- arkosningar sem fara fram 14. maí var sam- þykktur á fjölmennum félagsfundi. „Við bjóðum fram öflugan og fjölbreyttan lista fólks sem mun vinna af krafti til þess að bæta bæinn okkar. Frjálslyndi og jafnrétti er leiðarstef okkar og með þessi gildi að leiðarljósi viljum við tryggja að Mosfellsbær verði framúrskar- andi samfélag þar sem lífsgæði og jöfn tækifæri íbúa eru í fyrirrúmi. Listinn samanstendur af 11 konum, 10 körlum og 1 kvár. Meðalaldur er 43,9 ár, elsti frambjóðandinn er 69 ára en yngsti 19 ára. 1. Lovísa Jónsdóttir 2. Valdimar Birgisson 3. Elín Anna Gísladóttir 4. Ölvir Karlsson 5. Olga Kristrún Ingólfsdóttir 6. Atlas Hendrik Ósk Dagbjarts 7. Ágústa Fanney Snorradóttir 8. Rúnar Már Jónatansson 9. Guðrún Þórarinsdóttir 10. Þórarinn Helgason 11. Gréta Jóhanna Ingólfsdóttir Framboðslisti viðreisnar 12. Jón Örn Jónsson 13. Emilía Mlynska 14. Kjartan Jóhannes Hauksson 15. Hrafnhildur Jónsdóttir 16. Reynir Matthíasson 17. Ólöf Guðmundsdóttir 18. Magnús Sverrir Ingibergsson 19. Ásta Lilja Maack Sigurðardóttir 20. Sigurberg Guðbrandsson 21. Hildur Björg Bæringsdóttir 22. Bolli Valgarðsson Hlökkum til að takast á við mikilvæg verkefni Lovísa Jónsdóttir, hugverkalög- fræðingur og varabæjarfulltrúi er nýr oddviti Viðreisnar en haldin var skoðanakönnun um uppröðun á meðal félagsmanna. „Það er margt sem þarf að huga að en það er skýr sýn okkar að Mosfellsbær á að vera leiðandi í umhverfismálum og þjónustu við fatlað fólk, börn og eldri borgara þannig að allir fái notið sín í bænum. Skipulagsmál hafa verið og eru stór áskorun í ört vaxandi bæjarfélagi. Við leggjum áherslu á ábyrga fjármálastjórn og uppbyggingu kröftugs atvinnulífs. Eins viljum við einfalda íbúum lífið í bænum með því að bæta stafræna þjónustu bæjarins og tryggja gagn- sæja stjórnsýslu. Við hlökkum til að takast á við þessi mikilvægu verkefni og leggja okkar af mörkum til að gera bæinn betri,“ segir Lovísa. Fyrir fjórum árum buðum við í Viðreisn fram í Mosfellsbæ í fyrsta skiptið og náðum því að vera næst stærsta framboðið. Fólki hugnaðist sú framtíðarsýn sem við settum fram um breytt vinnubrögð. Mörg af þeim loforðum sem við settum fram hafa verið framkvæmd og við teljum að við höfum haft áhrif til góðs á sundurlausa bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Fyrst og fremst sögð- umst við opna stjórnkerfið og auka aðkomu íbúa að ákvörð- unum. Það stendur óbreytt komumst við í meirihluta á næsta kjörtímabili munum við efna það loforð. Það er kominn tími til breytinga í Mosfellsbæ og við í Viðreisn erum tilbúin að leiða þær breytingar. Það er kominn tími til breytinga í Mosfellsbæ Aftari röð: Sigurberg, Ölvir, Hrafnhildur, Reynir, Rúnar, Guðrún. Þórarinn. Fremri röð: Atlas, Lovísa, Valdimar, Elín, Hildur. OPIð hús á laugardögum samfylkingin í mosfellsbæ verður með opið hús í Þverholti 3 alla laugardaga milli klukkan 11 og 13 fram að kosningum. Frambjóðendur verða á staðnum til skrafs og ráðagerða. Kaffi og með því á boðstólum. Hvetjum alla til að nota tækifærið og koma sínum hjartans málum á framfæri við frambjóðendur Samfylkingarinnar! Anna Guðný hlaut heiðursverðlaun Mosfellingurinn Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari er handhafi heiðursverðlauna Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2022. „Ég hef verið umvafin tónlist frá því ég man eftir mér og það hefur verið mín gæfa. Ég trúi því að sá sem lifir í tónlist þurfi aldrei að vera einmana, verkefnalaus og vinalaus,“ sagði hún meðal annars í ræðu sinni. Hún hef- ur stigið til hliðar vegna veikinda en þakkar þeim sem hafa átt samleið með henni í gegnum árin. Anna Guðný hefur víða komið fram á sínum glæsta ferli og hefur verið mikilvægur og sterkur hlekkur í íslensku tónlistarlífi í fjóra áratugi. 20 ár eru síðan Anna Guðný var val- in bæjarlistamaður Mosfellsbæjar. Á myndinni má sjá Önnu Guðnýju og forseta Íslands við afhendinguna.

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.