Mosfellingur - 07.04.2022, Qupperneq 20

Mosfellingur - 07.04.2022, Qupperneq 20
 - Kynning á Íþróttaskóla barnanna20 Íþróttaskóli barnanna hefur verið starf- ræktur síðan 1992. Svava Ýr Baldvinsdótt- ir hefur stjórnað skólanum frá upphafi og er því að ljúka sínu 30 starfsári. Íþróttaskólinn hefur verið mjög vinsæll í gegnum árin og fjöldi barna, á aldrinum 3ja til 5 ára, hefur fengið sína fyrstu kynn- ingu af íþróttum í Íþróttaskólanum. Mikil almenn ánægja hefur verið með þetta merka starf Svövu Ýrar allt frá upp- hafi. Mosfellingur tók Svövu Ýr tali, gefum henni orðið. „Í Íþróttaskólanum er lögð áhersla á fjöl- breytta hreyfingu, þar sem áhersla er lögð á að efla þroska barnanna með fjölbreyttu og markvissu hreyfinámi. Tekið er mið af þroska barnanna þar sem verið er að efla hreyfiþroska, vitsmunaþroska og félags- þroska, svo eitthvað sé nefnt. Markvist er unnið að því að efla m.a. þor barnanna, styrk, fín- og grófhreyfingar, fimi, jafnvægi og taka tillit til náungans.“ Umfram allt að það sé gaman „Markmiðunum er náð í gegnum leik. Mjög mikilvægt er að börnin finni þörf fyrir að hreyfa sig og hafi umfram allt gaman af. Foreldrar taka virkan þátt í tímunum enda er það eitt af lykilmarkmiðum skólans, að börn og foreldrar leiki sér saman og eigi fallega gæðastund í vinalegu umhverfi. Kærkominn samverutími í annars hröðu samfélagi nútímans.” Fjölbreytt æfingaval „Mjög mikilvægt er að börnunum líði vel í íþróttasalnum og reynum við að hafa and- ann léttan og skemmtilegan þar sem notast er við fjölbreytt æfingaval. Rannsóknir hafa sýnt fram á að góð grunnþjálfun, þar sem áhersla er lögð á alhliða líkams- og hreyfi- þroska og jákvætt umhverfi, hefur mjög mikla og jákvæða þýðingu fyrir einstakl- inginn þegar fram í sækir. Íþróttaskólinn leggur metnað sinn í að kynna flestar þær íþróttagreinar sem Aft- urelding býður upp á. Þau kynnast bolta- greinum, spaðagreinum, fimleikum, hreyf- ingu með tónlist og margt margt fleira. Það Svava Ýr hefur stjórnað skólanum í 30 ár • Fjölbreytt hreyfing fyrir 3-5 ára börn Íþróttaskóli barnanna K y n n i n g svava ýr baldvinsdóttir á heimavelli að varmá

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.