Mosfellingur - 07.04.2022, Blaðsíða 40

Mosfellingur - 07.04.2022, Blaðsíða 40
 - Aðsendar greinar40 Hvað er LOMM? Listir og menningarlíf auðga tilveru okkar allra, hvort sem um er að ræða hreint glens og grín eða viðfangsefni um hinstu rök tilverunnar. Í Mosfellsbæ eru mörg félög og einstaklingar sem sinna menningu og listum: fjöldi söngkóra, leikfé- lag, myndlistarfólk, tónlistarfólk, rithöfundar og fleiri. Í vetur stofnaði listafólk og áhugafólk um menningarlíf félag hér í bæ sem heitir „Lista- og menningarfélag Mosfellsbæjar“ – skammstafað LOMM. Dagsetning fundarins hljómar skemmtilega: 22.2.2022 og einhver hafði á orði: „Með slíka dagsetningu að vopni getur þetta ekki klikkað!“ Á stofnfundinum spunnust meðal annars samræður um þá umgjörð sem Mosfellsbær skapar gagngert fyrir lista- og menningarlíf innan sveitarfélagsins. Hér á eftir verður fjallað stuttlega um þá hlið málsins. Hlégarður Félagsheimilið Hlégarður, sem var vígt árið 1951, hefur lengi verið miðstöð menn- ingar- og félagslífs í Mosfellssveit. Síðustu árin hefur það verið ljóst að ráðast þyrfti í umfangsmiklar viðgerðir og endurbætur á húsinu svo það geti risið undir blómlegri starfsemi. Húsinu var lokað á meðan fram- kvæmdir stóðu yfir en núna er jarðhæðin tilbúin til notkunar og um síðustu helgi hélt GDRN, einn af bæjarlistamönnum Mosfellsbæjar, tónleika í húsinu. Á næstu árum verður ráðist í endurbætur á efri hæð hússins. Hlégarður á sér merkilega sögu og er vel í sveit sett í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Eftir endurbæturnar aukast möguleikarnir á nýtingu hússins að miklum mun, það verður eitt ef verkefnum bæj- arstjórnar á næsta kjörtímabili að taka ákvörðun um hvernig notk- un hússins og rekstrarformi þess verður háttað. Menningarhús í miðbænum Þegar unnið var að skipulagi fyrir miðbæ Mosfellsbæjar á sínum tíma var ætlunin að byggja kirkju og menningarhús á lóð sem er við miðbæjartorgið. Efnt var til verð- launasamkeppni um það verkefni og niðurstöður kunngjörðar árið 2009. Samkvæmt þeim var meðal annars gert ráð fyrir kirkju, sýn- ingarsal og bóksafni á lóðinni. Nú hafa mál þróast þannig að ljóst er að ekki verður byggð kirkja á þessum stað. Þess vegna opnast nýir möguleikar á nýtingu lóðarinnar sem er skilgreind fyrir menningarstarfsemi. Stefna V-listans Mosfellsbær hefur alla burði til þess að styrkja stöðu sína í lista- og menningarlífi höfuðborgarsvæðisins. Við teljum að það sé verkefni bæjaryfirvalda að móta metn- aðarfulla umgjörð utan um hinar ýmsu list- greinar og menningarstarfsemi í bænum. Í stefnuskrá V-listans fyrir komandi kosningar er lagt til að ráðist verði í heild- arskoðun á nýtingu á þeim mannvirkjum sem ætluð eru fyrir lista- og menningarlíf hér í sveitarfélaginu. Einnig viljum við að teknar verði upplýstar ákvarðanir um hvaða byggingar muni rísa á lóðinni í miðbænum sem nefnd var hér að ofan. Bjarki Bjarnason skipar 1. sæti V-listans í kosningunum 14. maí Bryndís Brynjarsdóttir skipar 4. sæti listans Listir og menning Fjöldi fólks nýtur návist dýra og þess að eiga dýr. Fjölmargir um- gangast dýr í tengslum við störf sín, eru bændur, ræktendur dýra eða starfa með dýrum, sbr. lög- regla með sporhunda eða blindir í leik og starfi með leiðsöguhunda. Einnig eru margir með gæludýr sér til ánægju og yndisauka, fjöl- skyldumeðlim sem skiptir þá miklu. Við sem dýrkum dýrin viljum tryggja vel- ferð þeirra. Við viljum að þau lifi og dafni við hin bestu skilyrði. Um velferð dýra gilda ákvæði laga nr. 55/2013. Markmið laganna eru m.a. að dýr, sem og skyni gæddar verur, séu laus við: Vanlíðan; Hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsl og sjúk- dóma. Í Mosfellsbæ er einnig fjöldi einstaklinga sem stundar hestamennsku og eiga gælu- dýr. Í Mosfellsbæ er m.a. heimilt að halda allt að 6 hænur en hanar eru óheimilir. Slíkt leyfi er veitt til 5 ára í senn. Líkur eru á að hávaðinn í hönum valdi þessu. Aðeins eitt hundagerði, um 1500 fer- metrar, er í Ullarnesbrekkum í annars ágætu umhverfi Ævintýragarðsins hér í bænum. Ég vil sjá að fjölgað verði hunda- gerðum í Mosfellsbæ. Það mætti t.d. koma upp hundagerði við fallegt umhverfið á Leirvogstungumelum, á Blikastöðum og á gönguleiðum við Helgafellshverfi svo einhver dæmi séu nefnd. Mikilvægt er að hundar, sem annars eru mikið í bandi, fái hreyfingu og að eigendur geti leitað á svæði þar sem dýrin eru örugg. Það er hluti að dýravelferð. Einnig þurfum við að gæta að því að ónæði verði ekki af dýrahaldi með því að tryggja að hundar gangi ekki lausir í þéttbýli eða séu eftirlitslausir. Í dag verða bæjarbúar í Mosfellsbæ að leita til Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópa- vogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnar- ness sem staðsett er í Hlíðarsmára 14 í Kópavogi til skráningar. Það kom til eftir að ákveðið var að leggja niður Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis sem Mosfellsbær var aðili að og var áður staðsett hér í bænum. Sé ætlunin að skrá hunda hér í Mosfellsbæ skal því nú leitað til þessa eftirlits í Kópavogi. Sérstakt fagráð, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra staðfestir skipun á, er Matvælastofnun til ráðuneytis um stefnumótun og einstök álitaefni er varða málefni á sviði velferðar dýra. Í þessu fagráði sitja fimm menn og skal það skipað fagfólki á sviði m.a. dýralækninga, búfræði og siðfræði. Ég er sjálf hundaeigandi og mér þykir afskaplega vænt um dýr enda valdi ég mér starfsvettvang við umönnun dýra. Með því að umgangast dýr geta margir aukið lífsgæði sín til muna, aukið hreyfingu og heilsueflingu. Því er mér mikið í mun að í Mosfellsbæ verði komið upp „Degi dýr- anna“ þar sem skapaður yrði vettvangur fyrir dýraeigendur og almenning til að kynnast betur hvor öðrum og heim dýr- anna. Þar gætu fyrirtæki á sviði dýravel- ferðar, dýralæknar og aðrir, kynnt störf sín og þjónustu og jafnvel væri hægt að bjóða uppá fræðslu um umönnun og umgengni dýra. Einnig gætu bændur, sem starfa í bænum, kynnt starfsemi sína. Með slíkum viðburði mætti einnig koma á framfæri upplýsingum til eigenda svo auka megi velferð dýra. Helga Diljá Jóhannsdóttir, dýralæknir Skipar 4. sæti á lista Miðflokksins fyrir næstkom- andi sveitarstjórnarkosningar – Fyrir lifandi bæ Dýravelferð

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.