Mosfellingur - 23.06.2022, Qupperneq 8
Malbikstöðin kaupir
Fljótavík ehf.
Malbikstöðin hefur keypt allan flota
fyrirtækisins Fljótavíkur ehf. en
fyrrnefnda fyrirtækið sérhæfir sig í
framleiðslu og lagningu á umhverf-
isvænu malbiki. Ásamt kaupunum á
vörubílaflotanum
flyst starfsfólk
Fljótavíkur einnig
yfir til Malbik-
stöðvarinnar. Þar
með eflist starf-
semi fyrirtækisins
og styrkist staða
þess enn frekar í
samkeppni við Reykjavíkurborg og
erlent stórfyrirtæki sem hefur látið
til sín taka á íslenska malbiksmark-
aðnum.
„Fljótavík er öflugt fyrirtæki sem
hefur starfað í 24 ár og mannauð-
urinn samanstendur af fólki sem
kann sitt fag og býr yfir mikilli
reynslu. Ég er verulega ánægður
með þetta skref sem við höfum tekið
en með því verðum við sterkara
fyrirtæki og þar af leiðandi enn
samkeppnishæfari á hörðum
markaði,“ segir Vilhjálmur Þór
Matthíasson, framkvæmdastjóri
Malbikstöðvarinnar. Malbikstöðin
er með höfuðstöðvar í Flugumýri
í Mosfellsbæ en öll framleiðsla fer
fram í malbikstöð fyrirtækisins að
Esjumelum í Reykjavík.
Jónas Sigurðsson formaður
s. 666 1040 jonass@islandia.is
Jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður
s. 899 0378 hanna@smart.is
Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri
s. 863 3359 margretjako@gmail.com
Kristbjörg Steingrímsdóttir ritari
s. 898 3947 krist2910@gmail.com
Þorsteinn Birgisson meðstjórnandi
s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com
Guðrún K. Hafsteinsdóttir 1. varamaður
s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is
Áshildur Þorsteinsdóttir 2. varamaður
s. 896 7518 asath52@gmail.com
StJÓrn FaMoS
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu
Skrifstofa félagsstarfsins er opin
alla virka daga kl. 13–16. Sími félags-
starfsins er 586-8014. Forstöðumaður
félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ
er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda-
og félagsmálafræðingur, s: 698-0090.
Skrifstofa FaMos á Eirhömrum
er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16.
FélaG aldraðra
í Mosfellsbæ og nágrenni
famos@famos.is
www.famos.is
- Fréttir úr bæjarlífinu8
SUMaroPnUn
í FélaGSStarFinU
Hlaðhömrum 2.
Allan júní er opið 13:00-16:00 nema
lokað 16. júní og 30. júní.
Í júlí er lokað 1. og 8. júlí.
Opnunartími í júlí og ágúst gæti
breyst frá 11:00-16:00 í 13:00-16:00
einhverja daga, það verður auglýst
nánar:)
Kveðja, starfsmenn félagsstarfsins
KynninGarFUndUr
í SePteMBer
Kynningarfundur um þjónustu
við eldri borgara í Mosfellsbæ er
áætlaður í byrjun september.
Staður og stund verða auglýst
síðar en stefnt er að allir þeir helstu
aðilar sem koma að málefnum eldri
borgara í Mosfellsbæ kynni sína
þjónustu/starfsemi á opnum fundi.
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og bæjar-
blaðið Mosfellingur leita nú að hæsta trénu
í Mosfellsbæ.
Síðastliðin 20 ár hefur verið mikill trjá-
vöxtur á landinu og er staðfest að innan
innan þessa sveitarfélags er að finna tré
sem komin eru yfir 20 metra.
„Við viljum endilega sjá hvort við eigum
ekki tré sem er farið að nálgast 25 metra
eða jafnvel 30 metra sem samsvarar hæsta
mælda tré á Íslandi en það er sitkagrenitré
sem gróðursett var á Kirkjubæjarklaustri
árið 1949,“ segir Björn Traustason formaður
Skógræktarfélags Mosfellsbæjar.
Gætum við jafnvel átt hæsta tré á Íslandi
hér í Mosfellsbæ?
Bæjarbúar taki þátt við leitina
Til að finna hæsta tréð eru bæjarbúar
beðnir um að senda Skógræktarfélaginu
tilnefningar í sumar. Takið myndir af trjám
sem þið teljið líklega kandídata og er mik-
ilvægt að einhver standi við tréð þannig að
hægt sé að meta út frá ljósmyndinni hversu
hátt það er.
Það getur auðvitað verið erfitt að taka
mynd í þéttum skógarlundi en þið gerið
ykkar besta. Mikilvægt er að tilgreina
staðsetningu á trénu og gaman væri að fá
upplýsingar um trjátegund, hvenær það var
gróðursett, af hverjum og af hvaða tilefni.
Hæstu 10 trén verða metin og í kjölfarið
mæld með nákvæmum hætti af skógmæl-
ingafólki frá Skógræktinni. Sett verður upp
merki við hæsta tréð og sagt frá verðlauna-
trénu í Mosfellingi.
Myndir og upplýsingar um tré
er hægt að senda á netfangið
skogmos@skogmos.is til 10. ágúst.
tilnefningar
Mosfellingar hvattir til að benda á hæstu tré í Mosfellsbæ • Verðlaunatréð kynnt
leitin að hæsta tré bæjarins
Í mosfellsbæ má finna
yfir 20 metra há tré