Mosfellingur - 23.06.2022, Page 12

Mosfellingur - 23.06.2022, Page 12
 - Fréttir úr bæjarlífinu12 Þann 7. júní fékk Lágafellsskóli grænfánann í annað skipti. Mikil vinna er búin að eiga sér stað í umhverfismálum bæði hjá nemendum og starfsfólki. Í stórum skóla er oft erfitt að framkvæma breytingar þannig að allir séu jákvæðir fyrir þeim og þannig var það líka í Lágafellsskóla en að lokum voru allir sáttir. Til að geta flaggað grænfána þarf að setja niður markmið sem unnið er með í tvö ár. Þau markmið sem Lágafellsskóli ákvað að vinna að voru eftirfarandi: 1) Bæta flokkun í skólastofum. 2) Endurnýta verðlaust efni í nemenda- verkefnum. 3) Vinna fjölbreytt verkefni tengd úrgangi og neysluhegðun. 4) Bæta merkingar á flokkunartunnum. 5) Bæta flokkunaraðstöðu á kennarastofu. Öll þessi verkefni voru unnin sl. tvö ár af nemendum og starfsfólki. Með samstilltu átaki tókst að klára þau markmið sem sett voru í upphafi þó svo að Covid hafi verið við völd svo til allan tímann. Grænfánanum flaggað í annað sinn • Mikil vinna að baki Lágafellsskóli er grænfánaskóli Eik fasteignafélag hefur skrifað undir sam- komulag um helstu skilmála kaupsamnings um allt útgefið hlutafé í Lambhagavegi 23 og Laufskálum fasteignafélagi, en heild- arvirði kaupanna gæti numið allt að 4,2 milljörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu Eikar til Kauphallarinnar. Hafberg Þórisson stofnaði grænmetis- ræktina Lambhaga fyrir rúmum 40 árum. Lambhagavegur 23 á 11.944 fermetra gróðurhús í Úlfarsárdal í Reykjavík auk íbúðarhúsnæðis. Laufskálar eiga lóð og fasteign í Lundi í Mosfellsdal, sem er 6.821 fermetrar auk 14.300 fermetra byggingar- heimildar. Í atvinnuhúsnæði félaganna fer fram grænmetisrækt Lambhaga sem er einnig í eigu seljanda. Í tilkynningu segir að fjárfestingin bjóði upp á vænlega arðsemi með öflugum leigu- taka auk stuðnings við íslenska matvæla- framleiðslu. „Það er mat Eikar fasteignafélags að mat- vælaframleiðsla sé vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Þá falla viðskiptin vel að yfirlýst- um markmiðum stjórnvalda um að auka sjálfbærni og efla fæðuöryggi og aukinni vitundarvakningu neytenda um uppruna og gæði vara,“ segir í tilkynningunni. Samkomulag um einkaviðræður • Kaupverð um 4 milljarðar Eik kaupir Lambhaga Lambhagi hóf framleiðslu í Lundi í Mosfellsdal síðastliðið sumar. Lambhagi er stærsti framleiðandi og seljandi á fersku salati og kryddjurtum á landinu og er nú búið að reisa einn þriðja af stöðinni í Mosfellsdal. hauður og hafberg hafa byggt upp lambhaga við lambhagaveg og í lundi í mosfellsdal Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á ráðningarvef bæjarins: www.mos.is/storf Laus störf í Mosfellsbæ Kjötbúðin • Grensásvegi 48 • Sunnukrika 2 • Sími 571 5511 • kjotbudin@kjötbudin.is SÆLKERAVERSLUN • GRILL- OG VEISLUÞJÓNUSTA • KJÖTVINNSLA 20% AFSLÁTTUR tilbod alla vikuna FIMGrísahnakki gyros FÖS Lamba file hvítlauksmarínerað MIÐ Ungnauta file black garlic MÁN Hamborgarar allar stærðir LAUUngnautalund deluxe trufflumaríneruð SUN Lambalundir í miðjarðarhafs maríneringu ÞRILamba ribeye wild garlic

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.