Mosfellingur - 23.06.2022, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 23.06.2022, Blaðsíða 32
 - Aðsendar greinar32 Oddsbrekkur Hestamenn tóku sig til í vor og rufu Oddsbrekkurnar í óleyfi og fóru fram úr sínum heimildum með nýja reiðleið. Eitt sinn var sagt að þær væru náttúruvætti, sem þýðir að þær eru náttúruundur sem nýtur sérstakrar verndar og má ekki hrófla við. Yfirvöld lofuðu því fyrir kosningar að þetta yrði lagað, enda ekki á valdi hestamannafélagsins að sjá um landmótun. Nú hefur bæjarapparatið lúffað fyrir yfirgangi hestamannafé- lagsins og ætlar ekki að lagfæra þessi náttúruspjöll. Semsagt alger uppgjöf fyrir yfirgangi og eyðileggingu. Þarna hefur verið reiðleið til Þing- valla í margar aldir, meðfram ánni og brekkunum. Afhverju geta mosfellskir hestamenn ekki notað þær leiðir sem forfeður þeirra hafa notað í gegn um aldirnar? Þora þeir ekki upp brekkur lengur? Vonandi að bæjarfélagið standi vörð um náttúruna og láti hestamenn koma brekkunum í sama horf og gefist ekki upp gagnvart þessum landníðingum.  GuðnýHalldórsdóttir ORÐIÐ ER LAUST... Hér gefst lesendum kostur á að láta skoðanir sínar í ljós í stuttu máli. Takk fyrir mig Mig langar að þakka kærlega fyrir mig á 17. júní. Ég bý í Grafarvogi og heim- sótti Mosfellsbæ á þjóðhátíðardaginn. Dagskráin og umhverfið hjá ykkur í Mosó er til fyrirmyndar og fengum við að lauma okkur á milli hverfa og njóta með Mosfellingum að þessu sinni. Það sem kveikti í okkur var gríðarlega metnaðarfull dagskrá fyrir krakkana þarna við Hlégarð. Ég og mín börn nutum okkar í botn og allt frítt. Langaði bara til að senda þessar línur og þakka fyrir okkur.  AnnaÁgústdóttir Nú er hafið nýtt kjörtímabil með nýjum meirihluta og við bæjar- fulltrúar XD í Mosó hlökkum til að eiga gott samstarf í bæjarstjórn og við hið frábæra starfsfólk Mosfells- bæjar hér eftir sem hingað til. Fyrir kosningarnar í maí sl. lögð- um við fram góða og fjölbreytta kosningastefnu um þau mál sem við viljum leggja áherslu á til að gera Mos- fellsbæ enn betri og mál sem bæta enn frekar gæði þjónustunnar við bæjarbúa. Þótt stutt sé liðið frá kosningum og lítið búið af kjörtímabilinu höfum við lagt fram þrjú mál úr stefnuskrá okkar í bæjarráði sem vonandi fá jákvæða umfjöllun og af- greiðslu hjá meirihlutanum. Lækkun fasteignagjalda fyrir árið 2023 Undanfarin ár hefur fasteignmat hækkað verulega í Moefellsbæ sem og á landinu öllu með tilheyrandi auknum útgjöldum fyrir fasteignaeigendur. Til þess að bregðast við þessum hækkunum höfum við fyrrver- andi meirihluti Sjalfstæðisflokks og Vinstri Grænna í Mosfellsbæ lækkað fasteigna- gjöld á íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Nýlega var gefið út nýtt fasteignamat og hefur það aldrei hækkað eins mikið á milli ára. Við í XD Mosó viljum halda áfram að koma í veg fyrir þessar ósanngjörnu skatta- hækkanir og lögðum því fram tillögu í bæj- arráði á fundi þann 9. júni að fasteignagjöld í Mosfellsbæ fyrir árið 2023 myndu ekki hækka umfram vístölu. Tillögunni var vísað til vinnu við fjár- hagsáætlun fyrir árið 2023 og munum við fylgja henni eftir í þeirri vinnu og leggja allt í sölurnar um að tillagan nái fram að ganga. Opnun Fab Lab smiðju í Mosfellsbæ Bæjarfulltrúar XD Mosó lögðu fram tillögu um að opnuð verði á árinu 2023 Fab Lab (Fabrication Laboratory) smiðja í Mosfellsbæ sem myndi nýtast öllum skólum bæjarins, bæði leik- og grunnskólum, auk þess sem leitað verði eftir samstarfi við FMos um verkefnið. Fab Lab er smiðja með tækjum og tól- um til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hug- myndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. Samkvæmt lauslegri athugun kostar búnaður og tæki í nýja Fab Lab smiðju um 18 milljónir króna. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið styrkir rekstur Fab Lab smiðja með myndarlegu framlagi auk þess sem mennta- og barnamálaráðuneyt- ið kemur einnig með framlag til Fab Lab í gegnum aðstöðu eða notkun framhalds- skólanna. Lagt er til að tillögunni verði vísað inn í vinnu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023. Auk þess er lagt til að Fræðslusviði Mosfellsbæj- ar verði falin vinna við undirbúning á opn- un Fab Lab smiðju í Mosfellsbæ sem myndi hefja starfsemi í byrjun árs 2023. Þróunar- og nýsköpunarmiðstöð Samvinnuverkefni Mosfellsbæjar, rík- isins og fyrirtækja í atvinnulífinu. Þriðja tillaga okkar að þessu sinni er að hafin verði vinna við undirbúning um að sett verði á stofn Þróunar- og nýsköpunar- miðstöð í Mosfellsbæ sem hefur það mark- mið að byggja upp og styðja við atvinnu- uppbyggingu og nýsköpun í Mosfellsbæ til framtíðar. Þar verður áhersla lögð á þróun og há- tækni í ólíkum og fjölbreyttum greinum m.a. snjalltækni, heilbrigðis- og ferða- þjónustu, lýðheilsumálum og áhersla lögð á umhverfis-, atvinnu-, menningar- og fræðslumál svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður áhersla lögð á að starfrækt verði fjarvinnslurými samfara starfseminni þar sem fólk getur unnið í fjarvinnu með því að leigja rými á staðnum. Ríkið styrkir stofnun verkefnis sem þessa á myndarlegan hátt og fara þarf í samninga- viðræður um fyrirkomulag samstarfsins með ríkinu auk þess sem Mosfellsbær og fyrirtæki í atvinnulífinu myndu koma að verkefninu. Næstu skref til undirbúnings Lagt er til að stofnaður verði vinnuhóp- ur innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar með starfsfólki og einum fulltrúa úr meirihluta og einum úr minnihluta sem hefði það verkefni að vinna þá undirbúningsvinnu sem þarf til þess að koma á stofn Nýsköp- unar- og þróunarsetri í Mosfellsbæ. Ásgeir Sveinsson, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Nýtt kjörtímabil - nýjar áskoranir Nú er að nálgast tvö ár síðan Karlar í skúr- um Mosfellsbæ hófu starfsemi sína. Starfið hefur nokkuð liðið fyrir kórónuveirufarald- urinn. Félagar hafa þó nokkuð getað sinnt sín- um verkefnum í módelsmíði og í útskurði og tálgun þótt sóttvarnarreglur hafi, þegar þær hafa verið í gildi, takmarkað þann fjölda félaga sem kemst að hverju sinni. Opnir fundir, kaffi og spjall hafa oft og iðu- lega einnig verið felld niður. En nú sjáum við vonandi fram á betri tíma. Opnir fundir, kaffi og spjall á þriðju- dögum kl. 10–12 hafa að undanförnu verið ágætlega sóttir. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af þeim hópi sem mætti á þriðju- daginn fyrir viku. Á þann fund leit við Örn Kjærnested framkvæmdastjóri Bygginga- félagsins Bakka og færði skúrnum að gjöf fullkomið hjartastuðtæki. Á meðfylgjandi mynd má sjá Jón B. Guðmundsson for- mann félagsins taka við tækinu úr hendi Arnar. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu mikilvægt það er að hafa slíkt tæki á staðnum og á Örn þakkir skildar fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Næsta skref er að kenna félögum í skúrnum á tækið. Í undirbúningi er að efla starfið á kom- andi hausti með námskeiðum, fræðslu- fundum og kynnisferðum svo eitthvað sé nefnt. Rétt er að taka það fram að félagar eru ekki bundnir af því að sinna einhverju handverki því sumir láta sér nægja að mæta og spjalla yfir kaffibolla. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt eða kynna sér starf Karla í skúrum Mosfellsbæ geta litið við á opið hús á þriðjudögum milli kl.10 og 12 eða haft samband við Jón B. Guðmundsson í síma 893-6202 eða Jónas Sigurðsson í síma 666-1040. Skúrinn er á svæði Skálatúns, Litlahlíð 7A og er húsið merkt með stórum útskornum skiltum,Karlar í skúrum Mosfellsbæ. Jónas Sigurðsson Karlar í skúrum Mosfellsbæ Fyrir hönd eigenda allra íbúða í Bjarkarholti 20 í Mosfellsbæ viljum við koma á framfæri athugasemdum við auglýsta breytingu á deiliskipulagi nefnt Bjarkarholt 22 til 30 sem er breyting við gildandi deiliskipulag Bjarkarholts 1,2 og 3. Okkur var ljóst samkvæmt núgildandi deiliskipulagi að á aðliggjandi lóð Bjarkar- holti 1 væri gert ráð fyrir almenningsgarði og litlu fjölbýlishúsi með aðkomu að vest- anverðu. Breytt deiliskipulag gerir hinsvegar ráð fyrir að byggð verði 2 hús á lóðinni þ.e. Bjarkarholt 22 og 24. Bjarkarholt 22 er skilgreint sem skáli og virðist hvorki hafa skilgreinda lóð né bíla- stæði. Þó er ljóst að öll starfsemi kallar á bílastæði og í þessu tilfelli verða þá stæði á aðliggjandi lóðum notuð sem er óásætt- anlegt. Gert er ráð fyrir að Bjarkarholt 24 verði „stórhýsi“ þ.e. 7.700 m² fjölbýlishús með aðkomu að austanverðu og er það marg- földun á stærð miðað við núgildandi deili- skipulag. Einnig er gert ráð fyrir aðkomu og fjölda bílastæða á lóðamörkum við hús nr. 20. Við gerum athugasemdir við stærð hússins sem og hæð þess og nálægð við hús okkar nr. 20. Þetta hefur veruleg áhrif á okkur bæði hvað skuggavarp varðar sem og útsýni til vesturs. Einnig teljum við að tilfærsla aðkomu að húsi nr. 24 verði til verulegra óþæginda fyrir okkur enda að- koma að tugum íbúða og væri mikil truflun af aðkomu og bílastæðum við lóðamörk. Einnig kallar tilfærslan á að fella þurfi tré á lóðarmörkum sem er fráleitt að gera. Tilfærsla aðkomunnar hefur einnig þau áhrif að eðlileg tenging milli miðbæjar- garðs, friðlandsins og gangstígakerfis bæj- arins verður rofin. Þessi svæði þurfa að tengjast saman með eðlilegum hætti eins og gert er ráð fyrir í núgildandi skipulagi. Breytt skipulag gerir ráð fyrir gönguleið um undirgöng sem liggja í gegnum hús nr. 26 og að gengið verði um bæjarhelluna á húsi nr. 24. Athugasemdir við deiliskipulag í Bjarkarholti Vöntun á vestursvæði Ég bý í vestari hluta Mosfellsbæjar og hér vantar okkur sárlega einhvers konar þjónustu og afþreyingu. Mér finnst eins og öllu sé troðið á sama blettinn. Við reyndar erum með Blik, sem er frábær staður, og Lágafellslaug. En þá er það upptalið. Okkur vantar hér verslun og betri græn svæði fyrir ungviðið. Kannski mun þetta breytast með tilkomu Blikastaðauppbyggingar en það er langt þangað til. Hér býr fjölskyldufólk og nóg af því. Leikvöll- urinn við Lágafellsskóla er líka ekki börnum okkar sæmandi. Það má lyfta grettistaki svo hverfið okkar verði ekki afgangs. Áfram gula hverfið!  Garðar

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.