Mosfellingur - 23.06.2022, Blaðsíða 33
verslum í heimabyggð
Aðsendar greinar - 33
Nýr meirihluti Framsóknar, Samfylkingar
og Viðreisnar hefur nú tekið til starfa í bæj-
arstjórn Mosfellsbæjar og hlökkum við ný-
kjörnir bæjarfulltrúar til að takast á við þau
fjölmörgu verkefni sem bíða okkar.
Í anda gagnsæis og lýðræðislegra vinnu-
bragða munum við taka upp þá nýbreytni að
upplýsa hér í Mosfellingi með reglubundn-
um hætti um helstu verkefni sem við erum
að takast á við á hverjum tíma. Verkefnin eru
mýmörg og þess vegna munum við stikla á
stóru og fyrst og fremst upplýsa bæjarbúa um
nýjar ákvarðanir eða framgang verkefna úr
málefnasamningi okkar.
Bæjarstjóri
Í samræmi við ákvörðun meirihlutans þá
hefur staða bæjarstjóra verið auglýst laus
til umsóknar og er umsóknarfrestur til 28.
júní.
Kvíslarskóli
Framkvæmdir við skólann ganga sam-
kvæmt áætlun og er unnið hörðum höndum
að því að ljúka heildarúttekt á húsnæðinu.
Reglulega verða veittar upplýsingar um
framganginn á mos.is og í tölvupósti til for-
ráðamanna. Samhliða framkvæmdunum er
unnið að viðbragðsáætlun ef ekki tekst að
ljúka viðgerðum áður en kennsla hefst aftur
í haust.
Þjónustubygging að Varmá
Í málefnasamningi Framsóknar, Samfylk-
ingar og Viðreisnar var ákveðið að taka til
endurskoðunar áætlanir um þjónustubygg-
ingu við Varmá.
Í ljósi þess að ekki bárust nein tilboð í
byggingu hússins hefur verið tekin ákvörð-
un um það í samráði við Aftureldingu að fara
strax í þessa endurskoðun.
Lenging opnunartíma sundlauga
Í samkomulagi meirihlutans er kveðið á
um að sundlaugar bæjarins verði opnar leng-
ur. Fyrsta skrefið í þeirri þjónustuaukningu
verður tekið í sumar þegar tíminn verður
lengdur um hálfa klukkustund á virkum
dögum.
Fasteignagjöld
Ástandið á fasteignamarkaði hefur valdið
mjög mikilli hækkun fasteignamats. Í meiri-
hlutasamkomulagi B, S og C lista er kveðið á
um að álagningarprósentur fasteignagjalda
verði lækkaðar til að koma til móts við hækk-
un fasteignamats. Nánari útfærsla mun koma
fram í fyrstu fjárhagsáætlun nýs meirihluta.
„Við erum byrjuð að vinna samkvæmt mál-
efnasamningnum og erum að koma málefn-
um í farveg og nánari útfærslu,“ segir Halla
Karen Kristjánsdóttir, formaður bæjarráðs.
„Við viljum bæta upplýsingaflæðið frá bæj-
arstjórn til íbúa eins og við segjum í samn-
ingnum. Okkur finnst mjög mikilvægt að
eiga gott samráð og samvinnu við bæjarbúa
og viljum tryggja það að raddir sem flestra
heyrist þannig að þjónustan sé framúrskar-
andi.“
Framsókn,SamfylkingogViðreisn
MálefnasamningurFramsóknar,SamfylkingarogViðreisnarundirritaðurádögunum.Aftariröð:Örvar
Jóhannsson(B),AldísStefánsdóttir(B)ogSævarBirgisson(B).Fremriröð:LovísaJónsdóttir(C),Halla
KarenKristjánsdóttir(B)ogAnnaSigríðurGuðnadóttir(S).
meirihlutamolar
Helstu fréttir af framgangi
málefnasamnings
Aukaljós á bíla og báta.
Toppgrindur, fjöðrun, dráttarspil, ferðavörur o.fl.
Völuteig 21, Mosfellsbæ
s. 517-2900
www.drif.is - drif@drif.is
Vespu-, bifhjóla- og bílpróf
Annast akstursmat og sé um hæfnispróf fyrir þá sem hafa gleymt að endurnýja.
GLERTÆKNI ehf
Völuteigi 21
- gler í alla glugga -
s . 5 6 6 - 8 8 8 8 • w w w. g l e r ta e k n i . i s
Bíldshöfða 14 | Reykjavík | s. 520 3200
www.artpro.is
Varðandi skipulagið í heild viljum við gera
eftirfarandi athugasemdir:
Á lóðunum 1 til 5 á samkvæmt skipulags-
drögum að rísa 225 metra langt fjölbýlishús á
4 til 5 hæðum með fjórum útbyggingum. þetta
finnst okkur afar óaðlaðandi „múr“ og úr öllu
samhengi við núverandi umhverfi og alls ekki
það sem við áttum von á að sjá þegar við festum
okkur íbúðir hér.
Byggingarmagn á lóðum 1 til 3 hefur verið
aukið um nær 40% frá gildandi skipulagi og
íbúðum fjölgað úr 44 í 150 og teljum við þetta
óhóflegt og alls ekki standast reglur um meðal-
hóf.
Okkur virðist að fjárhagslegir hagsmunir
lóðarhafa leigulóða í eigu bæjarfélagsins
séu verulega veigameiri en hagsmunir okkar
íbúanna hér í götunni, það finnst okkur vera
öfugmæli.
Við erum öll ánægðir íbúar hér í götunni
sem og í bæjarfélaginu en verði þetta skipulag
samþykkt mun það breytast.
Við förum því fram á að þessi skipulagstillaga
verði dregin til baka og endurunnin í samráði
við íbúa nærliggjandi húsa en ekki bara lóðar-
hafa.
Við teljum að meðalhófs hafi ekki verið gætt
við gerð þessarar skipulagstillögu.
MagnúsJónsson
Bjarkarholti20