Fréttablaðið - 07.09.2022, Síða 2

Fréttablaðið - 07.09.2022, Síða 2
Fimmtándi forsætisráðherrann í tíð Elísabetar Það fór vel á með Elísabetu Englandsdrottningu og Liz Truss sem tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í gær. Truss er fimmtándi forsætisráðherrann í stjórnartíð Elísabetar og þriðja konan. Vegna heilsufarsvanda Elísabetar tók hún á móti Truss í Balmoralkastala í Aberdeen í Skotlandi en ekki Buckingham- höll í London líkt og tíðkast hefur hingað til. sjá síðu 9 Fréttablaðið/Getty � 18. SEPTEMBER � KL. 20.00 � ELDBORG Náðu þér í boðsmiða á HARPA.IS og TIX.IS kristinnpall@frettabladid.is Veður „Já, það er alveg hægt að segja að það sé óvenjulegt að sjá þessar hitatölur, 22 stiga hita tvo daga í röð á þessum tíma ársins, þótt það hafi auðvitað gerst áður. Á þessum árs- tíma þarf góðar aðstæður til þess,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurður hvort það sé algengt að blíðviðri sé dag eftir dag á þessum árstíma. „Staðan er góð fyrir blíðviðri. Það er hlýr loftmassi yfir landinu og hæð yfir landinu sem heldur lægð- inni frá. Með því kemurðu í veg fyrir vind og úrkomu og skapar þetta blíðskaparveður. Hæðir sem þessar valda um leið niðurstreymi sem heldur skýjunum að mestu leyti í burtu, fyrir utan þokumyndun yfir sjó,“ segir Teitur sem á von á góðu veðri í dag en að það fari að vökna í Reykjavík þegar nær dregur helgi. n Óvenjulega gott miðað við árstíma Reykvíkingar tóku veðurblíðunni á mismunandi hátt. Fréttablaðið/Valli jonthor@frettabladid.is Alþingi Varaþingmaður Flokks fólksins er hættur í f lokknum. Ástæðan er tengsl varaþingmanns- ins við dýraníðsmál í Borgar- firði. Greint hefur verið frá því að umræddur varaþingmaður sé Þór- unn Björg Bjarnadóttir, sem skipaði annað sæti f lokksins í Norðvestur- kjördæmi í síðustu alþingiskosning- unum. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir í samtali við Frétta- blaðið að málið slái flokkinn illa. „Þetta er ekki í anda okkar. Eins og þú veist. Við höfum verið mál- svari þeirra sem eiga bágt, bæði manna og málleysingja,“ segir Inga. Hún segist hafa heyrt um málið í fyrradag, eða daginn þar á undan, og í kjölfarið hafi málið verið leyst farsællega og varaþingmaðurinn stigið til hliðar. Hún ítrekar að varaþingmaðurinn hafi ekki verið rekinn, heldur stigið til hliðar. n Stígur til hliðar vegna tengsla við dýraníðsmál Þórunn Björg Bjarnadóttir. Sérfræðingur í slysavörnum barna segir að trjákurl eigi ekki heima á leikskólalóðum sem fallvörn. Það standi skýrt í reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða. Ísafjarðarbær notar trjákurl við leikskóla, sem foreldrar og starfsmenn eru ósáttir við. Bærinn hefur samþykkt að skoða málið. benediktboas@frettabladid.is SkólAmál „Trjákurl virkar ekki á Íslandi sem öryggisundirlag og þetta efni á ekkert að vera þarna,“ segir Herdís Storgaard, sérfræð- ingur í slysavörnum barna, en í gær var greint frá því að lítið barn á leik- skólanum Eyrarskjóli á Ísafirði hefði sett trjákurl í munninn, það fór niður í háls barnsins og sat þar fast. Kennari sá atvikið og brást við, en það ekki gekk að losa kurlið út hálsi barnsins fyrr en það ældi við átökin við að reyna að ná andanum og losa sig við það. Þegar lóðin við leikskólann Eyrar- skjól var endurnýjuð á síðastliðnu ári kom í ljós að fyrirhugað var að setja þar trjákurl sem fallvörn, bæði á afmarkaðri ungbarnalóð sem og á stóru lóðinni. Stjórnendur leik- skólans lýstu strax efasemdum við bæinn um að slíkt væri löglegt. Herdís þekkir reglugerðir um öryggi á leikvöllum betur en f lest- ir og segir sjálf að hún þekki hvern lagabókstaf enda tók hún þátt í að skrifa hann fyrir 20 árum. Þá sé hún nýbúin að taka að sér fyrir hönd umhverfisráðuneytisins að endurskoða og bæta reglugerðina og er varamaður í Evrópunefnd- inni. „Þetta er örugglega ólöglegt því þetta trjákurl er alveg örugglega framleitt á Íslandi sem þýðir að undirlagið hefur ekki verið prófað. Það þýðir að það uppfyllir ekki gildandi reglugerðir og þetta er því falskt öryggi. Svo er þetta hættulegt eins og dæmin sanna.“ Hún segir að enginn aðili prófi trjákurl hér á landi og erlendu aðilarnir neiti að selja Íslandi trjákurl enda sé hér frost í jörðu. „Þetta er algjörlega út í hött að setja kurl sem er framleitt á Íslandi og ekki prófað. Það þarf að vera af ákveðinni stærð og þetta er kýr- skýrt í reglugerðinni og það er enginn sem getur prófað þetta hér á landi. Ef það var prófað var það prófað í útlöndum. Þar sem ekki er frost í jörðu er trjákurl að virka ágætlega eins og í Ástralíu og á Suður-Spáni en ekki á köldum stöðum eins og Ísafirði,“ segir Herdís. Trjákurl sogar í sig vatn og frýs og verður því hart sem tekur alla dempun úr og virkar því ekki ef barn dettur. „Viðurkenndur trjákurlsaðili úti í heimi myndi alltaf neita að selja trjákurl til Íslands vegna veðurs. Kaupandi, seljandi, hönnuður og aðrir þurfa að uppfylla reglu- gerðina þannig að það er augljóst að bæjaryfirvöld hafa ekki lesið reglugerðina,“ segir Herdís. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Arna Lára Jónsdóttir, er að af la sér frek- ari gagna í málinu. Leikskólastjóri Eyrarskjóls, Guð- ríður Guja Guðmundsdóttir, segir að stjórnendur hafi strax fengið slæma tilfinningu fyrir trjákurlinu en hún og Ingibjörg Einarsdóttir aðstoðarskólastjóri fengu þær skýringar að þetta væri einfaldlega rangt hjá þeim. Ingibjörg sendi bréf á bæinn í vikunni þar sem raunum þeirra var lýst. „Ísafjarðarbær er eigandi lóðarinnar og ríkuleg ábyrgð liggur hjá ykkur að umhverfi barnanna í leikskólanum sé öruggt fyrir lítil börn sem dvelja hér. Ég lít þannig á að þegar við vitum af hættunni og ef ekki verður brugðist við án tafar, þá erum við öll án afsökunar þegar alvarlegt óafturkræft slys verður,“ skrifaði Ingibjörg. n Trjákurl er ólögleg fallvörn á leiksvæðum á leikskólum Lóðin við Eyrarskjól fékk andlitslyftingu og var ákveðið að nota trjákurl sem fallvörn, nokkuð sem sérfræðingur í slysavörnum barna segir að sé ólöglegt. Mynd/ísaFjarðarbær 2 Fréttir 7. september 2022 MIÐVIKUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.