Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2022, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 07.09.2022, Qupperneq 4
Samtök hér á landi vilja stuðla að brottflutningi alls fólks frá Íslandi sem ekki er af norður- evrópskum uppruna. Þau beina einnig spjótum sínum að samkynhneigðum. Klár nýnasismi, segir lektor í lög- reglufræði. bth@frettabladid.is Samfélag „Þegar maður sér svona skilaboð hér fyrir norðan þá bregður manni í brún. Þetta er mjög skuggalegt,“ segir Jóhann Helgi Heiðdal sem starfar hjá hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. Miðar sem hampa yfirburðum hins hvíta norræna manns og taka afstöðu gegn samkynhneigð hafa undanfarið verið límdir upp á fleiri en einum stað á Norðurlandi. Hin græna ör er á sumum límmið- anna, merki samnorrænnar nýnas- istahreyfingar á Norðurlöndunum. Vísað er til samtaka sem hófu starf- semi sína í Svíþjóð en hafa dreift sér um öll Norðurlöndin. „Þetta eru merki samnorrænnar nýnasistahreyfingar,“ segir Jóhann. Athygli Jóhanns á málinu vaknaði þegar hann fékk sendar myndir af límmiðunum. Samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins hafa skila- boðin verið birt í Reykjadal í Þing- eyjarsveit og á Húsavík, svo tveir staðir séu nefndir. Sumir stjórnmálamenn innan- lands hafa kynt undir andúð og hatri á útlendingum að sögn Jóhanns. „Það býr til jarðveg fyrir upplausnar- ástand og kyndir undir starfsemi svona hreyfingar,“ segir Jóhann. „Það er búið að normalísera neikvæða umræðu um útlendinga,“ segir Jóhann og brýnir stjórnmálamenn til að tala með ábyrgum hætti um útlendinga á opinberum vettvangi. Á einum límmiðanna er vísað á heimasíðu undir merkjum Nor- rænu mótstöðuhreyfingarinnar. Síðan er vistuð í Svíþjóð. Meðal efnis þar eru viðtöl og greinar sem ekki verður betur séð en ætlað sé að kynda undir andúð. Vísað er einn- ig á erlendar síður með öfgafullum skoðunum. Myndir fylgja af aktív- istum. Andlit þátttakenda hafa verið afmáð. Á heimasíðunni segir um mark- mið Norrænu mótstöðuhreyfing- arinnar að stöðva verði stórinn- flutning á fólki til landsins. Stuðla beri að brottför fólks frá Íslandi sem ekki búi yfir norður-evrópskum uppruna. Þá segir að skapa verði sjálf bært norrænt samfélag með sameiginleg- um her, sameiginlegum gjaldmiðli og miðstýrðum banka. Innlendir og erlendir fjölmiðlar sem vinni gegn norrænu fólki verði bannaðir. Ríkharður Magnússon er skráður fyrir skrifum á heimasíðunni. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins færði hann skrif sín frá íslenskri síðu yfir til Svíþjóðar og er stutt síðan hann birti síðast pistil á síðunni. Fréttablaðið reyndi að ná tali af Rík- harði án árangurs. Norðurvígi er að sögn Eyrúnar Eyþórsdóttur, sérfræðings í haturs- glæpum og lektors í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, hluti samnorrænnar nýnasistahreyfingar þar sem talað fyrir uppgangi hvíta kynstofnsins. „Þetta er mjög rasískt en hér á landi er líka núna verið að dreifa miðum þar sem talað er gegn sam- kynhneigð,“ segir Eyrún sem hafði heyrt af skilaboðunum á Norður- landi. „Þetta eru nýnasistar, það er engin spurning, þannig fjalla fræðin um þetta. Við erum að tala um for- ræðishyggju sem stendur vörð um hvíta kynstofninn, að hann byggi á menningarlegum arfi, sem stenst ekki skoðun.“ Páley Borgþórsdóttir lögreglu- stjóri segir að lögreglan á Norður- landi eystra kannist ekki við skila- boðin. n Búist er við því að Rúmenía, Búlgaría og Króatía gangi í Schen- gen á þessu ári. Gert er ráð fyrir að um tíu vitni gefi skýrslu. Teikn um aukinn áróður nýnasista Dæmi um skilaboðin sem birst hafa Norðlendingum undanfarið. Græna örin er einkennistákn nasista. Myndir/AðsendAr kristinnhaukur@frettabladid.is dómSmál Skaðabótamál fyrrver- andi eigenda Brúneggja gegn Ríkis- útvarpinu og Matvælastofnun, RÚV og MAST, er afar umfangsmikið og mun taka þrjá daga í stærsta dóms- sal Héraðsdóms Reykjavíkur. Í gær var ákveðið að aðalmeðferðin færi fram dagana 30. nóvember til 2. desember. Stefnan og greinargerð félaganna Bala og Geysis hljóðar upp á 157 blaðsíður en þau keyptu kröfuna af þrotabúi Brúneggja sem fór í gjaldþrot skömmu eftir umfjöllun Kveiks um starfsemina. Í þættinum var fjallað um slæman aðbúnað hænsnfugla og að eggin væru aug- lýst sem vistvæn án þess að upp- fylla skilyrði. Forsvarsmenn Bala og Geysis telja að sá fréttaf lutningur hafi verið rangur. Einnig að MAST hafi farið út fyrir valdsvið sitt við upp- lýsingagjöf til RÚV. Í fyrirtöku málsins í gær var ákveðið að um tíu manns myndu gefa skýrslu sem vitni í málinu. Þar á meðal Kristinn Gylfi Jóns- son, fyrrverandi eigandi Brúneggja, Jón Gíslason, fyrrverandi forstjóri MAST, og fréttamaðurinn Tryggvi Aðalbjörnsson, sem hlaut blaða- nannaverðlaun fyrir umfjöllunina árið 2017. Brúneggjamálið er þegar búið að vera lengi hjá dómstólum. Í des- ember í fyrra vísaði héraðsdómur málinu frá á grundvelli kröfu RÚV og MAST. Landsréttur sneri þeim úrskurði hins vegar við í apríl síð- astliðnum og er málið því komið á nýjan leik til héraðsdóms. n Brúneggjamálið verður afar umfangsmikið hjá dómstólum kristinnhaukur@frettabladid.is evrópa Stutt er í að þrjú lönd bætist í hóp Schengen-ríkja, það er Króatía, Rúmenía og Búlgaría. Samkvæmt Vit Rakusan, innanríkisráðherra Tékklands sem fer með forsæti í Evr- ópusambandinu, er það eitt helsta áherslumálið að klára inngöngu ríkjanna þriggja. Schengen er 26 ríkja bandalag um vegabréfslaus innri landamæri og frjálsa för fólks. Innan þess eru flest ríki Evrópusambandsins og EFTA. Innganga Rúmeníu og Búlgaríu hefur tekið meira en áratug. Nokkur ríki, einkum Holland, Þýskaland og Finnland, hafa sett sig upp á móti inngöngunni vegna landlægrar spillingar og skipulagðrar glæpa- starfsemi í þessum ríkjum. Innganga Króatíu hefur tafist vegna landa- mæradeilna við Slóveníu og deilna við Ungverjaland um flóttafólk. Þessir hnútar hafa að mestu leyti verið leystir og stefnt er á að ríkin þrjú gangi í Schengen á þessu ári. Kýpur og Gíbraltar eru einnig í bið- flokki en óvíst er hvenær þau komast inn. n Þrjú lönd færast nær Schengen Zoran Milanović, forseti Króatíu. benediktboas@frettabladid.is viðSkipti „Þetta kemur til með að verða mikil breyting til batnaðar, leyfisveiting tekur samt alltaf tíma og er ferlið núna búið að taka rúm- lega tvo mánuði. En það tekur fjölda ára að búa til viskí þannig að sá tími skipti ekki sköpum í stærri mynd- inni,“ segir Egill Gauti Þorkelsson, yfireimari Eimverks, sem framleiðir Flóka viskí. Bæjarráð Garðabæjar hefur veitt fyrirtækinu jákvæða umsögn varðandi að selja vörur sínar á framleiðslustað. Sýslumaður Suðurlands gefur út leyfið. Eimverk hefur verið í tíu ár að gera íslenskt viskí og hefur tekið á móti fjölmörgum gestum, innlendum og erlendum, í verksmiðju sinni í Garðabæ. Egill segir að fjölmargir hafi rekið upp stór augu þegar þeim hafi verið bannað að kaupa vörurnar eftir að hafa skoðað framleiðsluna. „Þetta er búið að vera lengi á döf- inni og búið að vera mikið baráttu- mál meðal handverksbrugghúsa og handverkseimingarhúsa, þannig að ég er glaður í dag. Þetta skiptir máli í þessu mikla ferðamannasumri sem er núna í gangi og það ráku margir gestir upp stór augu þegar við sögð- um að við hefðum ekki leyfi til þess að selja, þótt veskið sé galopið.“ Egill segir að þetta sé stórt skref fyrir litlu húsin sem eru að framleiða áfengi en vill sjá leyfi til að auglýsa enda sjá íslenskir áhorfendur áfeng- isauglýsingar hvort sem er á Enska boltanum, Formúlunni, Bachelor eða á síðum erlendra blaða í íslenskum bókabúðum. „Við stöndum höllum fæti gagnvart erlendum aðilum sem geta komið sínum vörum í sjónvarp eða blöð. Fyrir okkur, sem eru lítil fyrirtæki, þá höfum við þurft að gera það eiginlega maður á mann,“ segir Egill. n Viskí selt beint frá framleiðanda Nú er hægt að kaupa viskí í Garða- bæ beint frá framleiðanda. FréttAblAðið/steFán Þetta eru nýnasistar, það er engin spurning. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglu- fræði við HA 4 Fréttir 7. september 2022 MIÐVIKUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.