Fréttablaðið - 07.09.2022, Side 11

Fréttablaðið - 07.09.2022, Side 11
Innrás Rússa í Úkraínu hefur afhjúp­ að hræsni Vesturlanda gagnvart Pal­ estínu og Ísrael. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu brugðust vestræn ríki skjótt við, fordæmdu innrásina og skipulögðu umfangsmiklar refsiaðgerðir, bæði efnahagslegar og menningarlegar gegn rússneskum fyrirtækjum og einstaklingum. Jafnframt hófu Bandaríkin, Bretland og fleiri lönd að senda Úkraínumönnum mikið magn hergagna. Viðbrögð ríkjanna eru eðlileg í ljósi þess að Rússland braut gegn fullveldi landsins, frelsi og mannréttindum Úkraínumanna og fjölda alþjóðasáttmála. Vesturveldin hafa svarað innrás Rússlandshers í Úkraínu með snið­ göngu, fjárfestingabanni og refsi­ aðgerðum. Rússneskir ferðamenn fá ekki að ferðast til fjölda landa, Rússum var kastað út úr Eurovisi­ on, rússneskt lista­ og íþróttafólk fær ekki að taka þátt í viðburðum, rússneskir bankar eru sviptir aðgangi að alþjóðakerfi banka­ stofnana, rússnesk flugfélög fá ekki að fljúga til Vesturlanda, þúsundir fyrirtækja hafa yfirgefið Rússland og hætt fjárfestingum þar og mörg lönd hafa bannað vöruflutninga til og frá Rússlandi. Viðbrögð vestrænna ríkja við árásum Ísraela á Palestínumenn eru þveröfug við viðbrögðin gegn árás­ um Rússa. Í stað þess að beita Ísrael refsiaðgerðum þá veita ríkin, sem nú refsa Rússum, Ísrael ómældan stuðning á öllum sviðum. Til Ísraels eru send fullkomnustu vopn sem völ er á. Árásaraðilanum eru send vopn til að berja á nánast vopnlausri þjóð. Það jafngildir því að í stað Úkraínu­ hers fengi her Pútíns sendingarnar frá Bandaríkjunum til þess að geta drepið enn fleiri Úkraínumenn. Slík er vitleysan. Ísrael er ekki beitt refsiaðgerðum þrátt fyrir að Palestínumenn hafa í áraraðir beint áskorunum til ríkja heims um að beita sk. BDS­baráttu­ aðferð, þ.e. sniðgöngu, fjárfestinga­ banni og refsiaðgerðum (Boycott, Disinvestment, Sanctions). Stuðningur vestrænna ríkja við Ísrael er ætíð „rökstuddur“ með yfirlýsingum um að Ísraelar hafi rétt til að verja sig. Jafnt íslensk yfir­ völd sem önnur yfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum nota þessa möntru. En Ísrael er ekki að verja sig, þeir eru árásaraðilinn. Í áratugi hefur Ísra­ elsríki ráðist gegn grönnum sínum, stolið landi (Vesturbakkinn, Golan­ hæðir), svipt íbúa lífi og limum og öllum mannréttindum. Ísrael hefur sent mörg hundruð þúsund eigin þegna til búsetu í þeim hluta landsins sem alþjóðasamfélagið hefur samþykkt sem framtíðarríki Palestínu. Viðbrögð Palestínumanna er svar við árásum, frumkvæðið er ætíð hjá stjórnvöldum Ísraels. Það eru yfir­ völd Ísraels sem ákveða að byggja æ fleiri landtökubyggðir í landi Pal­ estínu, það eru sömu yfirvöld sem svipta hernumið fólk ferðafrelsi og hafa í raun innlimað svæðin í eigið ríki. Ýmsir sem hafa gagnrýnt fram­ ferði NATO­ríkjanna í málefnum Úkraínu segja að útþensla banda­ lagsins í austur hafi átt þátt í því að Pútín sendi her sinn af stað – og þar með hafi Pútín verið að verja hags­ muni Rússlands. Hér eru þræddar sömu slóðir og notaðar eru til að réttlæta framferði Ísraels. En líkt og Ísrael, þá eru Rússar árásaraðil­ Hræsni Vesturlanda inn, þeir hafa hertekið landsvæði Úkraínu og hyggjast innlima það í sitt ríki. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, maður sem berst gegn öflum innan eigin lands sem vilja lýðræði feigt, styður Ísrael. Hann segir Ísraela hafa bjargað mörgum mannslífum með síðustu fyrirvaralausu árásinni á Gaza. Hann er ekki að fást um börn­ in 66 sem Ísraelsher drap í þeirri árás, hann var að tala um mögulegt mannfall í Ísrael. Biden hefur lýst sig vera síonista og síonistar syrgja ekki börnin í Palestínu sem eru svipt sinni framtíð. Ísraelsríki heldur milljónum manna í herkví og sviptir þær frelsi og öllum réttindum – meira að segja réttinum til að lifa. Ísrael er ríki aðskilnaðarstefnu (Apartheid) eins og fram kemur í skýrslum fjölmargra mannréttinda­ samtaka. Það þrífst ekki raunveru­ legt lýðræði þar sem helmingur íbúa svæðisins býr við skert mannrétt­ indi og lifir í stöðugri ógn þegar öfl­ ugur her ræðst inn á heimili manna og fangelsar börn. Þessar staðreyndir sýna hversu illa Ísrael passar inn í okkar heim þar sem flestir kjósa frjálslyndi og lýðræði – og dráp barna eða fang­ elsun ekki daglegt brauð í boði yfir­ valda. Vesturveldin gera rétt í því að styðja Úkraínubúa í baráttu þeirra upp á líf og dauða gegn her Pútíns. Hins vegar er stuðningur sömu aðila við síonistaríkið Ísrael stuðn­ ingur við of beldi, landrán, mann­ dráp og ólöglega aðskilnaðarstefnu. Þetta heitir á mannamáli hræsni. n Hjálmtýr Heiðdal formaður Félagsins Ísland ­ Palestína Árásaraðilanum eru send vopn til að berja á nánast vopnlausri þjóð. MARK AÐURINN ER LÍK A Á NETINU: W W W.FORL AGID. IS 1.490 kr. 1.490 kr. 990 kr. 690 kr. 990 kr. 990 kr. 1.490 kr. 990 kr. 990 kr. OPNAR Í DAG 4.990 kr. ALLT AÐ 90% AFSLÁTTUR NÆG BÍLA- STÆÐIOPIÐ 10-19 ALLA DAGA 7. SEPT.- 3. OKT. Á FISKISLÓÐ 39 MIÐVIKUDAGUR 7. september 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.