Fréttablaðið - 07.09.2022, Síða 13

Fréttablaðið - 07.09.2022, Síða 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 7. september 2022 Liz Truss er þriðja konan sem gegnir embætti forsætisráðherra Bret- lands. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY elin@frettabladid.is Valdahlutföllin hafa breyst. Fleiri konur gegna nú embætti forsætis- ráðherra í löndum Norður-Evrópu en áður hefur þekkst. Konur sitja í forsætisráðherra- stólum í öllum ríkjum Norður- landanna að undanskildum Nor- egi. Erna Solberg hætti á síðasta ári eftir að hafa verið forsætisráðherra í tæp 8 ár. Katrín Jakobsdóttir er okkar forsætisráðherra og Mette Frederiksen hefur gegnt embætti forsætisráðherra Danmerkur frá árinu 2019. Svíar völdu konu í embætti forsætisráðherra í fyrsta skipti í fyrra, Magdalenu Anders- son. Hún tók við af Stefan Löfven sem sagði af sér embætti forsætis- ráðherra í nóvember á síðasta ári. Þingkosningar verða í Svíþjóð um helgina og gaman verður að fylgjast með hvort hún haldi stólnum. Finnski forsætisráðherrann og jafnframt sá yngsti á Norður- löndum er Sanna Marin sem er fædd 1985 og því 37 ára. Sanna komst í alheimsfréttir fyrir stuttu vegna myndbirtingar. Sanna tók við embætti árið 2019. Forsætis ráð- herra Eistlands er Kaja Kallas og Ingrida Šimonytė í Litáen. Bretar hafa nú aftur konu sem forsætisráðherra eftir að Liz Truss var kosin í embættið í stað Boris Johnson í vikunni. Angela Merkel sem er nýhætt sem kanslari Þýskalands hefur setið lengst allra kvenna sem kjörinn þjóðarleiðtogi. Hún var fyrsti kvenkanslari Þýskalands og lengi talin ein valdamesta kona í Evrópu. n Konur taka völdin Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé við endamarkið í Chamonix í Frakklandi þar sem hlaupið bæði hófst og endaði. MYND/MAINDRU PHOTO Sigurvegari í eigin huga Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé tók nýlega þátt í UTMB-hlaupinu sem er um 172 kílómetra hlaup í kringum Mt. Blanc. Hún hóf að hlaupa árið 2009 og segir fátt toppa það að hlaupa úti í náttúrunni í góðum félagsskap yndislegra vina og félaga. 2 ALOE VERA MELTING & BÓLGUR 85%VIRKTCURCUMIN www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.