Fréttablaðið - 07.09.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.09.2022, Blaðsíða 16
njall@frettabladid.is Toyota áætlar að fjölga mikið raf- bílum sínum á næstunni og meðal þeirra er nýr bZ3 sem hingað til hefur verið haldið leyndum. Þökk sé myndum sem lekið var af kín- verskri einkaleyfisstofu er hægt að sjá hvernig nýi bíllinn mun líta út. Eins og búist var við líkist hann talsvert bZ SDN-tilraunabílnum sem kynntur var í fyrra ásamt 10 öðrum tilraunaraf bílum Toyota. Þótt Toyota hafi ekkert gefið upp um tæknibúnað bZ3 má fastlega búast við því að hann noti sama eTNGA-undirvagn og bZ4X. Það þýðir að hann verður með sömu 71,4 kWst rafhlöðu og systurbíllinn. Þá verður einnig möguleiki á fjórhjóladrifi með samtals 215 hestöflum og 337 Nm togi. Búast má við meira drægi en í bZ4X vegna minni loftmótstöðu bZ3. Bíllinn er 4.725 mm langur og 1.835 mm breiður sem eru mjög svipaðar stærðartölur og í Toyota Camry. n Myndum af Toyota bZ3 lekið á netið Að framan verður ljósalína á milli aðalljósanna og afturrúðan nær langt aftur sem gefur bílnum sportlegra hlaðbaksútlit. Brabus-útgáfa smart #1 verður sportleg með rauðum lit á þaki og 19 tommu felgum sem fer vel við þau 422 hestöfl sem bíllinn hefur úr að moða. njall@frettabladid.is Ekki er langt síðan smart #1 var frumsýndur en nú þegar er Brabus- breytingafyrirtækið búið að fá að setja mark sitt á bílinn, líkt og á Mercedes EQS. Brabus-útgáfan verður á sama Geely SEA-undirvagninum en fær tvo mótora, hvorn á sinn öxul. Þess vegna verður bíllinn með fjórhjóladrifi og samtals 422 hestöflum ásamt 543 Nm togi. Það þýðir að þessi létti bíll verður aðeins 3,9 sekúndur í hundraðið. Eins og sjá má verður bíllinn með endurhönnuðum stuðurum og kæliraufum undir húddinu. Brabus-útgáfan fær 19 tommu felgur og rauðan lit á móti matt- gráum aðallit. Engar tölur eru komnar yfir verð á bílnum en hann verður frumsýndur hér- lendis samhliða smart #1 um mitt næsta ár, að sögn Jónasar Kára Eiríkssonar hjá Öskju. Hefst for- sala á bílunum næsta vor og mun þá verð þeirra liggja fyrir. n Brabus-útgáfa smart #1 fær 422 hestöfl Skoda hefur átt velgengni að fagna með fyrsta raf- bíl sínum Enyaq og áætlar merkið að frumsýna þrjá nýja rafbíla fyrir árið 2026. Skoda Vision 7S tilrauna- bíllinn er forsmekkurinn af nýjum og ferskum hug- myndabíl sem verður enn stærri en Enyaq. njall@frettabladid.is Um er að ræða sjö sæta bíl en það sem er sérkennilegt við hann er að hann verður með sex sætum fyrir fullorðna. Sjöunda sætið er barna- sæti sem er fest við hryggjarstykk- ið í bílnum ef svo má segja en það er eftir endilangri miðju bílsins. Um nýtt útlit er líka að ræða með Vision 7S. Munar þar mest um breytingar á framenda sem er nú ekki lengur með lóðréttu Skoda-grillinu. Þess í stað eru sjö lóðréttar innfellingar sem geyma tæknibúnað og skynjara sem þarf fyrir sjálfkeyrandi bíla. Ljósin eru líka ný af nálinni, með T-laga aðalljósum með ljósarák á milli. Loks er merki Skoda ekki lengur sýnilegt og er það nú einfaldlega sýnt með stöfum. Innandyra er 14,8 tommu snertiskjár milli sætaraðanna en hægt er að snúa fremstu sætunum tveimur í áttinni að skjánum. Stýrið er í áttina að sporöskjulagi og einungis tveggja arma, en fyrir aftan það er 8,8 tommu upplýs- ingaskjár. Meðal sniðugra lausna hjá Skoda eru bakpokar sem búið er að fella inn í bak framsætanna auk segla sem komið er fyrir víða um bílinn til að halda farsímum eða járnflöskum á sínum stað. Tilraunabíllinn er með 89 kWst rafhlöðu og drægi upp á 600 km og verður með stærsta MEB- undirvagni sem sést hefur hingað til. Meðal annarra raf bíla sem vænta má frá Skoda fyrir 2026 er nýr smábíll sem kosta á innan við 20.000 evrur. n Skoda forsýnir Vision 7S Nýtt og ferskt útlit einkennir Skoda Vision7S sem leggja mun drögin að nýju heildarútliti merkisins. Innanrýmið er hannað utan um miðjustykkið í bílnum með sjöunda sætið sem nokkurs konar barnasæti, en ekki er víst að það nái á framleiðslustigið. Tilraunabíllinn er með 89 kWst raf- hlöðu og drægi upp á 600 km og verður með stærsta MEB-undirvagni sem sést hefur hingað til. ERT ÞÚ EKKI NÓGU HARÐUR? Man Power er hannað fyrir karlmenn sem vilja auka orku og úthald í rúminu. Man Power inniheldur gingseng ásamt amínósýrum sem hafa jákvæð áhrif á þessa þætti. M an P ow er fæ st í Fj ar ða rk au p, H ag ka up o g a p ót ek um . 2 BÍ L A BL A ÐI Ð 7. september 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.