Fréttablaðið - 07.09.2022, Page 32
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar og tengdafaðir,
Stefán Ingi Hermannsson
(Bói)
rafvirkjameistari,
lést á Landspítalanum
þann 5. september síðastliðinn.
Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti
þann 12. september kl. 13.
Hrafnhildur Björg Gunnarsdóttir
Hlynur Stefánsson
Sindri Stefánsson Sigrún Ben
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Unnur Svandís
Magnúsdóttir
Melbæ 7, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni,
fimmtudaginn 8. september kl. 13.
Athöfninni verður streymt á: https://youtu.be/V113NURdzpE
Magnús G. Benediktsson Birgitta Thorsteinson
Hólmfríður Benediktsdóttir Þorgils Ingvarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
arnartomas@frettabladid.is
Gunnar Lárus Hjálmarsson, einnig
þekktur sem Dr. Gunni, leiðir svokallaða
pönkgöngu í Kópavoginum í hádeginu í
dag. Gangan hefst á Bókasafni Kópavogs
og liggur um Hamraborgina sem varð
einhver helsti pönkvettvangur Íslands
við upphaf níunda áratugarins.
„Við byrjum á bókasafninu korter yfir
tólf og þaðan verður stefnan sett inn í
steinsteypufrumskóginn Hamraborg,“
segir Gunni. „Ég byrja söguna á Félags-
heimilinu í Kópavogi sem má segja að sé
vagga pönksins á Íslandi.“
Félagsheimilið var byggt í Hamra-
borginni, að Fannborg 2, árið 1959. Þar
voru salir þar sem haldnar voru kvik-
mynda- og leiksýningar en líka fjöl-
margir tónleikar. Aðstaðan varð að mið-
stöð fyrir íslenska pönkara og léku þar
meðal annars sveitir á borð við Fræbbbl-
ana og Utangarðsmenn.
„Kópavogur var yngsta sveitarfélagið,
þar var mikill uppgangur og stuð. Það
var mikið af ungum krökkum og allir
til í þetta.“
Það voru ákveðin kaf laskil þegar
Bubbi Morthens kom fram með Utan-
garðsmönnum 1980 en Gunni spilaði á
gítar á þeim sömu tónleikum með sveit-
inni Dordinglum.
„Ég bjó þarna rétt hjá og frelsaðist
þarna til pönksins,“ segir hann. „Þetta
voru fyrstu tónleikarnir sem ég spilaði
á.“
Skammlíf gróska
Gríðarleg stemningin í pönkinu var
meðal annars tilkomin af langvarandi
þreytu nýrrar kynslóðar á poppi og
rokki á Íslandi á þeim tíma.
„Þetta var búið að vera sama fólkið
meira og minna allan áratuginn á undan
– HLH f lokkurinn, Brimkló, Nína og
Geiri, og hvað þetta hét allt. Það voru
margir sem fundu sig ekki í þessu poppi
og voru að bíða eftir einhverju,“ segir
Gunnar. „Það gerðist svo þegar Fræbbbl-
arnir voru þarna að pönka og Bubbi sló í
gegn sem það koma þessi skörpu kafla-
skil í íslenska rokksögu. Það kemur ný
kynslóð inn og það myndast svaka rígur
þar á milli.“
Sá rígur speglast ansi vel í línu Utan-
garðsmanna í laginu Rækjureggae: „Ég
er löggiltur öryrki, hlusta á HLH og
Brimkló.“
„Þetta tímabil, sem hefur síðan verið
kallað Rokk í Reykjavík-tímabilið, var
þó ansi stutt,“ segir Gunnar. „Friðrik Þór
skaut heimildarmyndina þegar þetta allt
var að gerast og það má segja að tíma-
bilið hafi eiginlega dáið þegar hann
frumsýndi þá mynd 1982. Þetta eru ekki
nema tvö ár, en það var gríðarleg gróska
sem átti sér stað þarna.“
Pönkgangan hefst klukkan 12.15 og er
þátttaka ókeypis. n
Gengið um vöggu pönksins
Dr. Gunni leiðir gönguna í myrkviði stein-
steypu-frumskógar Hamraborgar.
MYND/AÐSEND
Fulltrúar frá Landvarðafélagi
Íslands munu fræða gesti Ljós-
myndasafns Reykjavíkur um
áskoranir í landvörslu og deila
skemmtilegum sögum úr starfi.
arnartomas@frettabladid.is
Í tengslum við sýninguna Landvörður
sem stendur yfir á Ljósmyndasafni
Reykjavíkur munu fulltrúar Landvarða-
félags Íslands f lytja erindi á safninu á
fimmtudag klukkan 16. Þar munu þær
Nína Aradóttir, formaður Landvarða-
félagsins, og Júlía Björnsdóttir, land-
vörður í Öskju, fjalla um mikilvægi nátt-
úrutúlkunar, segja skemmtilegar sögur
úr starfinu og fjalla um áskoranir sem
stéttin stendur frammi fyrir.
„Það var bara brennandi áhugi á nátt-
úrunni og náttúruvernd,“ svarar Nína
aðspurð hvað laðaði hana að starfinu
en hún er einnig í doktorsnámi í jökla-
jarðfræði. „Þetta vinnur vel saman.“
Þær áskoranir sem landverðir á Íslandi
standa frammi fyrir í dag eru að sögn
Nínu að miklu leyti tilkomnar vegna
samspils þess að við viljum vernda nátt-
úruna á sama tíma og við viljum bjóða
fólki inn á svæðin og sýna því hana.
„Við erum enn þá að vinna úr því
að eftir að ferðamannastraumurinn á
Íslandi jókst þá hefur landvarslan að
mínu mati verið undirfjármögnuð,“
segir hún. „Það eru ekki nógu margir að
sinna störfunum sem við eigum að vera
að sinna.“
Sem dæmi um svæði sem hefur orðið
fyrir barðinu á auknum ágangi ferða-
manna nefnir Nína Friðland að Fjalla-
baki þar sem hún hefur unnið á undan-
förnum árum.
„Þótt það hafi margt gott gerst þar
síðastliðin sumur þá höfum við ekki
náð að standa straum af öllum þeim
verkefnum sem eru þar miðað við fjölda
ferðamanna,“ útskýrir hún. „Þetta snýst
bæði um að halda svæðinu snyrtilegu
en líka að fræða og tryggja öryggi gesta.
Við verðum að þekkja færð og aðstæður
á leiðum sem fólk gengur og keyrir og að
halda þeim í góðu ástandi.“
Nína segir að verkefnin geti verið
tímafrek, til dæmis í Landmannalaugum
þar sem mikið er um langar gönguleiðir.
Nýlegt dæmi um ágang á náttúruna var
utanvegaakstur í Vatnajökulsþjóðgarði
sem rataði í fjölmiðla á dögunum.
„Þótt lífríkið á þessum stöðum sé ekki
augljóst þá er það mjög mikilvægt. Förin
sem bílarnir skilja eftir geta breytt svo
miklu því þeir geta skilið eftir rás sem
breytir farvegi vatns sem getur haft
keðjuverkandi áhrif á svæðinu, segir
Nína. „Þegar keyrt er á grónum svæðum,
að ég tali nú ekki um á mosavöxnum
svæðum, þá geta áhrifin verið enn alvar-
legri. Svo hefur þetta líka sjónræn áhrif
sem getur skemmt upplifun fólks af
svæðinu. Mikilvægasta forvörnin þegar
kemur að utanvegaakstri er í rauninni
fræðsla.“ n
Áskoranir í landvörslu
Erindið tengist yfirstandandi sýningu Jessicu Auer landvarðar. MYND/JESSICA AUER
Merkisatburðir
1191 Ríkharður ljónshjarta sigrar Saladín í orrustunni við
Arsuf.
1533 Elísabet 1. Englandsdrottning fæðist.
1812 Frakkar ráðast inn í Rússland og baráttan um
Borodino hefst. Sú barátta reynist sú blóðugasta á
ferli Napóleons hershöfðingja.
1821 Simón Bólivar stofnar lýðveldið Stór-Kólumbíu.
1822 Brasilía lýsir yfir sjálfstæði frá Portúgölum.
1895 Fyrsti rúgbí-leikurinn er spilaður á Englandi.
1921 Fyrsta keppnin um Ungfrú Ameríku er haldin í
Atlanta.
1927 Fyrsta sjónvarpið sem
er algjörlega rafrænt
kemur á markað.
1936 Bandaríski söngvarinn
Buddy Holly fæðist.
1940 Þýskar sprengjuflug-
vélar hefja árásir á
Lundúnir.
1947 Ísland gerist aðili að
Bernarsáttmálanum.
1959 Alfreð Gíslason hand-
boltamaður fæðist.
1973 Mósaíkmynd Gerðar Helgadóttur er afhjúpuð á
vegg Tollstöðvarhússins í Reykjavík.
1986 Desmond Tutu verður fyrsti svarti maðurinn sem
leiðir evangelíska kirkju í Suður-Afríku.
1987 Leikkonan Evan Rachel Wood fæðist.
1992 Haraldur 5. og Sonja, konungshjón Noregs, heim-
sækja Ísland í þrjá daga.
1996 Rapparinn og leikarinn Tupac Amaru Shakur er
skotinn fjórum sinnum. Hann deyr af sárum sínum
sex dögum síðar.
1999 Yfir 140 farast í jarðskjálfta í Aþenu.
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 7. september 2022 MIÐVIKUDAGUR