Fréttablaðið - 07.09.2022, Síða 36

Fréttablaðið - 07.09.2022, Síða 36
Svo er náttúrulega stóri vondi kallinn Sauron á sínum stað. Við munum sjá miklu meira af honum í þessum þáttum. Tónlistarmaðurinn Háski er með fróðustu mönnum þegar hugarheimur J.R.R. Tolkien er annars vegar og hann er sáttur við það hvernig þátta- röðin The Lord of the Rings: The Rings of Power fer af stað á Amazon Prime. benediktarnar@frettabladid.is Þættirnir Rings of Power sem eru einhvers konar forleikur að því sem síðar gerist í bókum J.R.R. Tolkien um Hobbitann og Hringadróttins- sögu hófu göngu sína á streymis- veitunni Amazon Prime fyrir helgi og hafa þegar að vonum vakið mikla athygli og umtal. Þættirnir eiga að vera stóra trompið hjá streymisveitunni sem hefur frá upphafi staðið í skugg- anum af Netf lix. Allt er því lagt í sölurnar og þáttaröðin er sú dýrasta sem gerð hefur verið fyrir sjónvarp. Sitt sýnist þó hverjum um það sem borið hefur fyrir augu í fyrstu tveimur þáttunum og eitthvað er um óánægjuraddir bókstafstrúaðra Tolkien-aðdáenda. Darri Tryggva- son, tónlistarmaðurinn Háski, sem er flestum fróðari um heim Tolkien, er hins vegar sáttur við það sem komið er. Hann segir að erfitt sé að bera þættina saman við kvikmynda- þríleik Peters Jackson eftir Hringa- dróttinssögu en ætlar að fara jákvæður inn í þetta nýja ævintýri. Allt önnur saga úr Miðgarði „Við erum þannig náttúrulega bara að horfa á allt aðra sögu en við höfum séð áður úr Miðgarði. Þættirnir gerast á friðartímum, við sjáum að stóru álfaborgirnar eru enn upp á sitt besta, dvergaborgin Khazad Dum er á hátindi tilveru sinnar og eyjan Númenór er enn fyrir ofan sjávarmál. Í Hringadróttinssögu eru f lestir þessir staðir í niðurníðslu eða alveg horfnir af kortinu, þannig að við fáum að sjá staði og karaktera sem við höfum aldrei séð áður,“ segir Háski. „En það eru einnig einhverjir karakterar sem við þekkjum í þáttunum, til dæmis Galadríel og Elrond sem léku stórt hlutverk bæði í Hobbit anum og Hringadróttins- sögu. Svo er náttúrulega stóri vondi kallinn Sauron á sínum stað. Við munum sjá miklu meira af honum í þessum þáttum en við höfum séð áður og ég er virkilega spenntur fyrir því,“ segir Háski. Kröfuharðir aðdáendur Háski segir Amazon eiga erfitt verkefni fyrir höndum, en aðdá- Um deild endur koma í Mið garð Álfamærin Galadríel er ung og herská vígakona í Rings of Power og eflist við hverja raun og lætur verkin tala í mun meira mæli en þegar Cate Blanchett lék hana í kvikmyndaþríleik Peters Jackson. Mynd/AMAzon PriMe Tónlistarmaðurinn Háski. Álfar á rökstólum en þó varla að ræða Vegagerðina. Mynd/AMAzon PriMe Álfakonungurinn Gil-galad ásamt þeim Galadríel og Elrond sem eru meðal þeirra fáu sem koma ekki alveg ný inn á sviðið. Mynd/AMAzon PriMe endur Tolkien hafa ekki alltaf verið ánægðir með meðferðina sem þess- ar sígildu sögur hafa fengið á hvíta tjaldinu. „Þeir allra hörðustu hafa alltaf átt erfitt með hvernig kvikmyndagerð- armenn hafa farið með efnið hans Tolkien. En að mínu mati er þetta bara múgæsingur. Það er alltaf svo auðvelt að vera neikvæður frekar en að vera jákvæður gagnvart hlutum. Ég ákvað að vera opinn fyrir þessum þáttum vegna þess að ég er mikill aðdáandi Hringadrótt- inssögu og Tolkien og ég vona að Amazon geri þessa þætti vel,“ segir Háski, en hann telur að höfundar þáttanna hafi gert vel að koma fólki aftur í Miðgarð. „Mér finnst Amazon hafa gengið þokkalega vel að koma áhorfendum aftur í þennan frábæra heim sem Peter Jackson gaf okkur með upp- runalega þríleiknum og Tolkien í bókunum sínum. Maður sér alveg að höfundar þáttanna eru að reyna koma með sitt handbragð á þetta í bland við það sem við höfum áður séð og þekkjum og ég fíla það,“ segir hann. Hin umdeilda Galadríel Einhverjar gagnrýnisraddir hafa samt heyrst um Galadríel og henn- ar hlutverk í þáttunum. Háski er á móti þessari gagnrýni og segir það ekki skipta máli hvort karl eða kona sé í aðalhlutverki. „Það hefur verið mikið deilumál að Galadríel sé aðalpersóna þátt- anna, en við kynntumst henni fyrst í Hringadróttinssögu. Í þessum þáttum er hún stríðsmaður sem leit- ar að myrkrahöfðingjanum Sauron, sem drap bróður hennar Finrod. Fyrir mér má hún alveg vera aðal- söguhetjan og stríðsmaður eins og einhver gaur, það skiptir engu máli. Á meðan karakterinn er vel gerð- ur þá ætti það ekki að trufla neinn, en við höfum bara séð tvo þætti og vitum í raun ekkert hvernig sagan hennar mun þróast,“ segir Háski. „Ég myndi segja að fólk þurfi bara að fara með opið hugarfar inn í þetta ef það ætlar að njóta þess að horfa á þættina. Ef þú ferð inn í þetta með þær væntingar að þetta sé beint upp úr bókinni þá verðurðu aldrei sáttur við þættina. Mér finnst bara geggjað að horfa á þættina eins og eitthvert nýtt dæmi og ekki vera að pæla of mikið í því ef hlutirnir eru ekki alveg eins og Tol- kien skrifaði þá.“ n sigurjon@frettabladid.is Vegagerðin gerði á miðilsfundi árið 1977 samkomulag við huldufólk um klöpp sem sprengja átti í Tröllaskarði á Hegranesi í Skagafirði. G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir þennan fund líklegast fyrsta og síðasta miðilsfundinn sem Vega- gerðin sæki, þótt hún starfi vissulega í menningarsögulegu tilliti. „Því álfatrúin er þekkt og við- varandi á Íslandi þannig að, jafnt eins og fornleifar eða hvað annað, þá horfum við til þess í okkar fram- kvæmdum.“ Vegagerðin hefur þó ekki séð ástæðu til þess að nýta þjón- ustu miðla í 45 ár. „Þetta kemur alveg örugglega ekki aftur upp. Það er alveg hundrað prósent að við erum ekki að fara aftur á miðilsfund,“ segir G. Pétur. Vegir álfatrúarinnar „Í lok sjöunda áratugarins var farið undirbúa nýja vegagerð yfir Hegra- nes í Skagafirði. Ákveðið var að láta veginn liggja um svokallað Trölla- skarð og að klettar í skarðinu yrðu sprengdir niður til að bæta hæðar- leguna,“ segir í samantekt Viktors Arnars Ingólfssonar, útgáfustjóra Vegagerðarinnar, um Vegagerðina og álfatrú. Á miðilsfundi hjá Hafsteini Björnssyni, sem haldinn var á Sauðárkróki, kom fram að álög hvíldu á Tröllaskarði og því mætti ekki sprengja það. Vegagerðin kippti sér ekki upp við frásögn Hafsteins, þrátt fyrir að hann væri þjóðþekktur miðill. Huldufólkið bregst við Það var ekki fyrr en annar sjáandi varaði rekstrarstjóra Vegagerð- arinnar við að eitthvað gerðist. Verkfræðingar frá Vegagerðinni sóttu því miðilsfund hjá Haf- steini, sem tókst ekki að sannfæra þá um álögin. Framk væmdir hófust með þeim afleiðingum að vél í jarðýtu bilaði og hljóð heyrðust frá henni. Starfsfólk Vegagerðarinn- ar tengdi það við huldufólkið og tók aðra jarðýtu til notkunar. Vegurinn var að lokum lagður yfir klöppina á Trölla- skarði án þess að nokkuð væri sprengt. Vegurinn stendur enn í dag eins og hann var lagður árið 1977. Engin slys hafa orðið á veginum frá því hann var lagður yfir Tröllaskarð en sumir trúa því að huldufólk verndi vegfarendur að launum fyrir tillitssemina sem Vegagerðin sýndi fyrir um 45 árum. n Fyrsti og síðasti miðilsfundur Vegagerðarinnar n Tímavélin Vegagerðin hefur ekki þurft að biðja jarðýtum sínum griða í áratugi. FréttAblAðið/Pjetur Tæplega hálf öld er síðan Vegagerðin samdi síðast við álfa og huldufólk með aðstoð miðils. 20 Lífið 7. september 2022 MIÐVIKUDAGURFréTTablaðiðLífIÐ FréTTablaðið 7. september 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.